Warnock aftur brjálaður út í Heimi vegna Arons: „Þeir geta skaðað hann til frambúðar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2017 09:15 vísir/getty Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff sem íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson leikur með, er aftur orðinn bálreiður út í Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands.Warnock trylltist út í Heimi í mars þegar að hann lét Aron Einar spila 90 mínútur í vináttuleik á móti Írlandi nokkrum dögum eftir leik í undankeppni HM 2018 gegn Kósóvó en Aron Einar er algjör lykilmaður hjá Cardiff undir stjórn Warnocks. Enski knattspyrnustjórinn vandaði Heimi ekki kveðjurnar í mars og sagði hann þurfa að hafa smá heilastarfsemi sem landsliðsþjálfari. Reiðin að þessu sinni kemur til vegna þess að Aron hefur fengið þær fréttir að hann þarf að mæta til æfinga hjá íslenska landsliðinu þremur vikum fyrir stórleikinn á móti Króatíu sem fram fer á laugardalsvellinum 11. júní. Þetta kemur fram í viðtali við Warnock á velsku fréttasíðunni WalesOnline. Aron Einar var leikmaður ársins hjá Cardiff og sópaði að sér verðlaunum á lokahófi félagsins en Warnock telur að íslenska landsliðið geti gert Akureyringnum illt til frambúðar með því að láta hann æfa svona mikið eftir langt og strangt tímabil í ensku B-deildinni. „Þeir vilja fá hann í þrjár vikur. Ég held að þeir megi þetta ekki samkvæmt knattspyrnulögunum en Aron segir ekki nei því hann er fyrirliðinn,“ segir víst reiður Warnock í viðtali við WalesOnline.„Það er ekki gott fyrir hann að taka 40 mínútna hlaup á hverjum degi í þrjár vikur þegar að hann þarf ekkert á því að halda. Aron þarf bara að fara í sund og spila smá golf. Ég skil vel að það þurfi að bæta í æfingarnar tíu dögum fyrir leikinn en menn þurfa að skilja að heimurinn snýst ekki í kringum leikinn. Þeir gætu skaðað hann til frambúðar ef þeir passa sig ekki.“ Sjálfur hefur Aron kvartað yfir smá þreytu undir lok tímabilsins enda er aðeins einn maður í Cardiff-liðinu sem hefur spilað fleiri mínútur en hann á tímabilinu. „Ég er búinn að spjalla við Aron því hann er sjálfur ekki ánægður með þetta. Styrktarþjálfarinn okkar er búinn að tala við kollega sinn hjá íslenska landsliðinu um hvað þeir ætla að gera. Okkur finnst Aron ekki þurfa að gera það sem þeir vilja að hann geri þremur vikum fyrir leikinn. Okkur finnst að hann þurfi að hvíla,“ segir Warnock. „Við þurfum að sjá til hvort ég þurfi ekki bara sjálfur að hringja í þjálfarann því Aron kemst ekkert í betra form en hann er núna. Hann á ekki að vera að gera þessa hluti sem þeir vilja að hann geri fyrir leikinn og Aron er sammála því,“ segir Neil Warnock. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff sem íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson leikur með, er aftur orðinn bálreiður út í Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands.Warnock trylltist út í Heimi í mars þegar að hann lét Aron Einar spila 90 mínútur í vináttuleik á móti Írlandi nokkrum dögum eftir leik í undankeppni HM 2018 gegn Kósóvó en Aron Einar er algjör lykilmaður hjá Cardiff undir stjórn Warnocks. Enski knattspyrnustjórinn vandaði Heimi ekki kveðjurnar í mars og sagði hann þurfa að hafa smá heilastarfsemi sem landsliðsþjálfari. Reiðin að þessu sinni kemur til vegna þess að Aron hefur fengið þær fréttir að hann þarf að mæta til æfinga hjá íslenska landsliðinu þremur vikum fyrir stórleikinn á móti Króatíu sem fram fer á laugardalsvellinum 11. júní. Þetta kemur fram í viðtali við Warnock á velsku fréttasíðunni WalesOnline. Aron Einar var leikmaður ársins hjá Cardiff og sópaði að sér verðlaunum á lokahófi félagsins en Warnock telur að íslenska landsliðið geti gert Akureyringnum illt til frambúðar með því að láta hann æfa svona mikið eftir langt og strangt tímabil í ensku B-deildinni. „Þeir vilja fá hann í þrjár vikur. Ég held að þeir megi þetta ekki samkvæmt knattspyrnulögunum en Aron segir ekki nei því hann er fyrirliðinn,“ segir víst reiður Warnock í viðtali við WalesOnline.„Það er ekki gott fyrir hann að taka 40 mínútna hlaup á hverjum degi í þrjár vikur þegar að hann þarf ekkert á því að halda. Aron þarf bara að fara í sund og spila smá golf. Ég skil vel að það þurfi að bæta í æfingarnar tíu dögum fyrir leikinn en menn þurfa að skilja að heimurinn snýst ekki í kringum leikinn. Þeir gætu skaðað hann til frambúðar ef þeir passa sig ekki.“ Sjálfur hefur Aron kvartað yfir smá þreytu undir lok tímabilsins enda er aðeins einn maður í Cardiff-liðinu sem hefur spilað fleiri mínútur en hann á tímabilinu. „Ég er búinn að spjalla við Aron því hann er sjálfur ekki ánægður með þetta. Styrktarþjálfarinn okkar er búinn að tala við kollega sinn hjá íslenska landsliðinu um hvað þeir ætla að gera. Okkur finnst Aron ekki þurfa að gera það sem þeir vilja að hann geri þremur vikum fyrir leikinn. Okkur finnst að hann þurfi að hvíla,“ segir Warnock. „Við þurfum að sjá til hvort ég þurfi ekki bara sjálfur að hringja í þjálfarann því Aron kemst ekkert í betra form en hann er núna. Hann á ekki að vera að gera þessa hluti sem þeir vilja að hann geri fyrir leikinn og Aron er sammála því,“ segir Neil Warnock.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira