Warnock aftur brjálaður út í Heimi vegna Arons: „Þeir geta skaðað hann til frambúðar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2017 09:15 vísir/getty Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff sem íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson leikur með, er aftur orðinn bálreiður út í Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands.Warnock trylltist út í Heimi í mars þegar að hann lét Aron Einar spila 90 mínútur í vináttuleik á móti Írlandi nokkrum dögum eftir leik í undankeppni HM 2018 gegn Kósóvó en Aron Einar er algjör lykilmaður hjá Cardiff undir stjórn Warnocks. Enski knattspyrnustjórinn vandaði Heimi ekki kveðjurnar í mars og sagði hann þurfa að hafa smá heilastarfsemi sem landsliðsþjálfari. Reiðin að þessu sinni kemur til vegna þess að Aron hefur fengið þær fréttir að hann þarf að mæta til æfinga hjá íslenska landsliðinu þremur vikum fyrir stórleikinn á móti Króatíu sem fram fer á laugardalsvellinum 11. júní. Þetta kemur fram í viðtali við Warnock á velsku fréttasíðunni WalesOnline. Aron Einar var leikmaður ársins hjá Cardiff og sópaði að sér verðlaunum á lokahófi félagsins en Warnock telur að íslenska landsliðið geti gert Akureyringnum illt til frambúðar með því að láta hann æfa svona mikið eftir langt og strangt tímabil í ensku B-deildinni. „Þeir vilja fá hann í þrjár vikur. Ég held að þeir megi þetta ekki samkvæmt knattspyrnulögunum en Aron segir ekki nei því hann er fyrirliðinn,“ segir víst reiður Warnock í viðtali við WalesOnline.„Það er ekki gott fyrir hann að taka 40 mínútna hlaup á hverjum degi í þrjár vikur þegar að hann þarf ekkert á því að halda. Aron þarf bara að fara í sund og spila smá golf. Ég skil vel að það þurfi að bæta í æfingarnar tíu dögum fyrir leikinn en menn þurfa að skilja að heimurinn snýst ekki í kringum leikinn. Þeir gætu skaðað hann til frambúðar ef þeir passa sig ekki.“ Sjálfur hefur Aron kvartað yfir smá þreytu undir lok tímabilsins enda er aðeins einn maður í Cardiff-liðinu sem hefur spilað fleiri mínútur en hann á tímabilinu. „Ég er búinn að spjalla við Aron því hann er sjálfur ekki ánægður með þetta. Styrktarþjálfarinn okkar er búinn að tala við kollega sinn hjá íslenska landsliðinu um hvað þeir ætla að gera. Okkur finnst Aron ekki þurfa að gera það sem þeir vilja að hann geri þremur vikum fyrir leikinn. Okkur finnst að hann þurfi að hvíla,“ segir Warnock. „Við þurfum að sjá til hvort ég þurfi ekki bara sjálfur að hringja í þjálfarann því Aron kemst ekkert í betra form en hann er núna. Hann á ekki að vera að gera þessa hluti sem þeir vilja að hann geri fyrir leikinn og Aron er sammála því,“ segir Neil Warnock. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff sem íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson leikur með, er aftur orðinn bálreiður út í Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands.Warnock trylltist út í Heimi í mars þegar að hann lét Aron Einar spila 90 mínútur í vináttuleik á móti Írlandi nokkrum dögum eftir leik í undankeppni HM 2018 gegn Kósóvó en Aron Einar er algjör lykilmaður hjá Cardiff undir stjórn Warnocks. Enski knattspyrnustjórinn vandaði Heimi ekki kveðjurnar í mars og sagði hann þurfa að hafa smá heilastarfsemi sem landsliðsþjálfari. Reiðin að þessu sinni kemur til vegna þess að Aron hefur fengið þær fréttir að hann þarf að mæta til æfinga hjá íslenska landsliðinu þremur vikum fyrir stórleikinn á móti Króatíu sem fram fer á laugardalsvellinum 11. júní. Þetta kemur fram í viðtali við Warnock á velsku fréttasíðunni WalesOnline. Aron Einar var leikmaður ársins hjá Cardiff og sópaði að sér verðlaunum á lokahófi félagsins en Warnock telur að íslenska landsliðið geti gert Akureyringnum illt til frambúðar með því að láta hann æfa svona mikið eftir langt og strangt tímabil í ensku B-deildinni. „Þeir vilja fá hann í þrjár vikur. Ég held að þeir megi þetta ekki samkvæmt knattspyrnulögunum en Aron segir ekki nei því hann er fyrirliðinn,“ segir víst reiður Warnock í viðtali við WalesOnline.„Það er ekki gott fyrir hann að taka 40 mínútna hlaup á hverjum degi í þrjár vikur þegar að hann þarf ekkert á því að halda. Aron þarf bara að fara í sund og spila smá golf. Ég skil vel að það þurfi að bæta í æfingarnar tíu dögum fyrir leikinn en menn þurfa að skilja að heimurinn snýst ekki í kringum leikinn. Þeir gætu skaðað hann til frambúðar ef þeir passa sig ekki.“ Sjálfur hefur Aron kvartað yfir smá þreytu undir lok tímabilsins enda er aðeins einn maður í Cardiff-liðinu sem hefur spilað fleiri mínútur en hann á tímabilinu. „Ég er búinn að spjalla við Aron því hann er sjálfur ekki ánægður með þetta. Styrktarþjálfarinn okkar er búinn að tala við kollega sinn hjá íslenska landsliðinu um hvað þeir ætla að gera. Okkur finnst Aron ekki þurfa að gera það sem þeir vilja að hann geri þremur vikum fyrir leikinn. Okkur finnst að hann þurfi að hvíla,“ segir Warnock. „Við þurfum að sjá til hvort ég þurfi ekki bara sjálfur að hringja í þjálfarann því Aron kemst ekkert í betra form en hann er núna. Hann á ekki að vera að gera þessa hluti sem þeir vilja að hann geri fyrir leikinn og Aron er sammála því,“ segir Neil Warnock.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira