Warnock aftur brjálaður út í Heimi vegna Arons: „Þeir geta skaðað hann til frambúðar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2017 09:15 vísir/getty Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff sem íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson leikur með, er aftur orðinn bálreiður út í Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands.Warnock trylltist út í Heimi í mars þegar að hann lét Aron Einar spila 90 mínútur í vináttuleik á móti Írlandi nokkrum dögum eftir leik í undankeppni HM 2018 gegn Kósóvó en Aron Einar er algjör lykilmaður hjá Cardiff undir stjórn Warnocks. Enski knattspyrnustjórinn vandaði Heimi ekki kveðjurnar í mars og sagði hann þurfa að hafa smá heilastarfsemi sem landsliðsþjálfari. Reiðin að þessu sinni kemur til vegna þess að Aron hefur fengið þær fréttir að hann þarf að mæta til æfinga hjá íslenska landsliðinu þremur vikum fyrir stórleikinn á móti Króatíu sem fram fer á laugardalsvellinum 11. júní. Þetta kemur fram í viðtali við Warnock á velsku fréttasíðunni WalesOnline. Aron Einar var leikmaður ársins hjá Cardiff og sópaði að sér verðlaunum á lokahófi félagsins en Warnock telur að íslenska landsliðið geti gert Akureyringnum illt til frambúðar með því að láta hann æfa svona mikið eftir langt og strangt tímabil í ensku B-deildinni. „Þeir vilja fá hann í þrjár vikur. Ég held að þeir megi þetta ekki samkvæmt knattspyrnulögunum en Aron segir ekki nei því hann er fyrirliðinn,“ segir víst reiður Warnock í viðtali við WalesOnline.„Það er ekki gott fyrir hann að taka 40 mínútna hlaup á hverjum degi í þrjár vikur þegar að hann þarf ekkert á því að halda. Aron þarf bara að fara í sund og spila smá golf. Ég skil vel að það þurfi að bæta í æfingarnar tíu dögum fyrir leikinn en menn þurfa að skilja að heimurinn snýst ekki í kringum leikinn. Þeir gætu skaðað hann til frambúðar ef þeir passa sig ekki.“ Sjálfur hefur Aron kvartað yfir smá þreytu undir lok tímabilsins enda er aðeins einn maður í Cardiff-liðinu sem hefur spilað fleiri mínútur en hann á tímabilinu. „Ég er búinn að spjalla við Aron því hann er sjálfur ekki ánægður með þetta. Styrktarþjálfarinn okkar er búinn að tala við kollega sinn hjá íslenska landsliðinu um hvað þeir ætla að gera. Okkur finnst Aron ekki þurfa að gera það sem þeir vilja að hann geri þremur vikum fyrir leikinn. Okkur finnst að hann þurfi að hvíla,“ segir Warnock. „Við þurfum að sjá til hvort ég þurfi ekki bara sjálfur að hringja í þjálfarann því Aron kemst ekkert í betra form en hann er núna. Hann á ekki að vera að gera þessa hluti sem þeir vilja að hann geri fyrir leikinn og Aron er sammála því,“ segir Neil Warnock. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Sjá meira
Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff sem íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson leikur með, er aftur orðinn bálreiður út í Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands.Warnock trylltist út í Heimi í mars þegar að hann lét Aron Einar spila 90 mínútur í vináttuleik á móti Írlandi nokkrum dögum eftir leik í undankeppni HM 2018 gegn Kósóvó en Aron Einar er algjör lykilmaður hjá Cardiff undir stjórn Warnocks. Enski knattspyrnustjórinn vandaði Heimi ekki kveðjurnar í mars og sagði hann þurfa að hafa smá heilastarfsemi sem landsliðsþjálfari. Reiðin að þessu sinni kemur til vegna þess að Aron hefur fengið þær fréttir að hann þarf að mæta til æfinga hjá íslenska landsliðinu þremur vikum fyrir stórleikinn á móti Króatíu sem fram fer á laugardalsvellinum 11. júní. Þetta kemur fram í viðtali við Warnock á velsku fréttasíðunni WalesOnline. Aron Einar var leikmaður ársins hjá Cardiff og sópaði að sér verðlaunum á lokahófi félagsins en Warnock telur að íslenska landsliðið geti gert Akureyringnum illt til frambúðar með því að láta hann æfa svona mikið eftir langt og strangt tímabil í ensku B-deildinni. „Þeir vilja fá hann í þrjár vikur. Ég held að þeir megi þetta ekki samkvæmt knattspyrnulögunum en Aron segir ekki nei því hann er fyrirliðinn,“ segir víst reiður Warnock í viðtali við WalesOnline.„Það er ekki gott fyrir hann að taka 40 mínútna hlaup á hverjum degi í þrjár vikur þegar að hann þarf ekkert á því að halda. Aron þarf bara að fara í sund og spila smá golf. Ég skil vel að það þurfi að bæta í æfingarnar tíu dögum fyrir leikinn en menn þurfa að skilja að heimurinn snýst ekki í kringum leikinn. Þeir gætu skaðað hann til frambúðar ef þeir passa sig ekki.“ Sjálfur hefur Aron kvartað yfir smá þreytu undir lok tímabilsins enda er aðeins einn maður í Cardiff-liðinu sem hefur spilað fleiri mínútur en hann á tímabilinu. „Ég er búinn að spjalla við Aron því hann er sjálfur ekki ánægður með þetta. Styrktarþjálfarinn okkar er búinn að tala við kollega sinn hjá íslenska landsliðinu um hvað þeir ætla að gera. Okkur finnst Aron ekki þurfa að gera það sem þeir vilja að hann geri þremur vikum fyrir leikinn. Okkur finnst að hann þurfi að hvíla,“ segir Warnock. „Við þurfum að sjá til hvort ég þurfi ekki bara sjálfur að hringja í þjálfarann því Aron kemst ekkert í betra form en hann er núna. Hann á ekki að vera að gera þessa hluti sem þeir vilja að hann geri fyrir leikinn og Aron er sammála því,“ segir Neil Warnock.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Sjá meira