Ósáttir við að geta ekki kosið með hjartanu Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. maí 2017 09:00 Mikil öryggisgæsla var í París. Um 50 þúsund lögreglumenn stóðu vaktina. Frakkar fögnuðu langt fram á nótt eftir að ljóst varð á sunnudag að Emmanuel Macron yrði næsti forseti Frakklands. Hann hlaut um 66 prósent gildra atkvæða en Marine LePen hlaut þriðjung þeirra. „Það var svakaleg stemning og þetta er greinilega mikill hátíðisdagur fyrir Frakka,“ sagði Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, sem var stödd í París um helgina. „Þeir taka þessu mjög alvarlega og eru mjög ástríðufullir,“ segir hún um stemninguna á meðal Frakka. Um 300 þúsund Frakkar hópuðust saman í Tuileries-garðinum, við Louvre, til að fagna nýkjörnum forseta. „Það var ótrúlegt að fylgjast með þessu,“ segir Þórhildur og bætir við að löggæslan hafi verið gríðarleg. Þórhildur segist skynja að Frakkar uni niðurstöðunni mjög vel en ákveðinn hópur sé óhress með að hafa ekki getað kosið með hjartanu heldur hafi þeir helst verið að hugsa um að halda Le Pen frá. „Sérstaklega vinstri mennirnir. Þeim finnst þeir ekki hafa átt neinn frambjóðanda sem þeir gátu kosið. Enda endurspeglast það í því að það var metfjöldi auðra atkvæða og kosningaþátttakan var léleg,“ segir Þórhildur. Hún segir fána Evrópusambandsins hafa verið áberandi eftir sigur Macrons og augljóst að þeir sem voru samankomnir á torginu litu á niðurstöðuna sem sigur fyrir þá sem vilja áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Enda hafði Le Pen heitið því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Frakkar ættu að vera áfram í ESB.Brigitte Trogneux ætlar að taka virkan þátt í starfi eiginmanns síns, Emmanuels Macron. Hún fagnaði með honum á sunnudagskvöld. Fréttablaðið/EPABjörn Bjarnason, formaður Varðbergs – Samtaka um vestræna samvinnu og fyrrverandi ráðherra, hefur fylgst vel með kosningabaráttunni. Hann segir niðurstöðuna styrkja Evrópusambandið í sessi en bendir á að Macron hafi ætlað að vinna að breytingum á Evrópusambandinu til að stuðla að breytingum í átt að meira lýðræði. Þessi fyrirheit hans séu ekki beinlínis fagnaðarefni fyrir þá sem fara með völdin í Evrópusambandinu. Það verði því spennandi að sjá hvernig mál þróast. „Þessi óánægja innan Evrópusambandsins með skort á lýðræðislegu umboði þeirra sem fara með æðstu stjórn er ekki bara bundin við Frakkland,“ segir Björn.Macron veifaði til fjöldans. Nú þarf hann að undirbúa sig fyrir þingkosningar í sumar.Björn segist ánægður með að Macron hafði sigur gegn LePen. „Ég er mjög ánægður með að hún tapaði. Hún hefði mátt tapa meiru.“ Björn segir að það verði spennandi að fylgjast með Macron í framhaldinu. „Það verður spennandi að sjá hvern hann velur sem forsætisráðherraefni og hvernig hann myndar ríkisstjórn,“ segir hann. Þá verði spennandi að sjá hvernig þingið verður samsett eftir þingkosningarnar í sumar. „Ég á ekki von á því að Le Pen fái mikið í þingkosningunum en það er ekki vitað hvað hann fær,“ segir Björn og bendir á að bæði Macron og flokkur hans séu óskrifað blað. „En hann skýrði auðvitað sín sjónarmið í kosningabaráttunni og var málefnalegur á meðan hún var eiginlega bara dónaleg, ef svo má segja.“Áætlað er að um 300 þúsund manns hafi komið saman við Louvre á sunnudagskvöld. Fréttablaðið/EPA Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Frakkar fögnuðu langt fram á nótt eftir að ljóst varð á sunnudag að Emmanuel Macron yrði næsti forseti Frakklands. Hann hlaut um 66 prósent gildra atkvæða en Marine LePen hlaut þriðjung þeirra. „Það var svakaleg stemning og þetta er greinilega mikill hátíðisdagur fyrir Frakka,“ sagði Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, sem var stödd í París um helgina. „Þeir taka þessu mjög alvarlega og eru mjög ástríðufullir,“ segir hún um stemninguna á meðal Frakka. Um 300 þúsund Frakkar hópuðust saman í Tuileries-garðinum, við Louvre, til að fagna nýkjörnum forseta. „Það var ótrúlegt að fylgjast með þessu,“ segir Þórhildur og bætir við að löggæslan hafi verið gríðarleg. Þórhildur segist skynja að Frakkar uni niðurstöðunni mjög vel en ákveðinn hópur sé óhress með að hafa ekki getað kosið með hjartanu heldur hafi þeir helst verið að hugsa um að halda Le Pen frá. „Sérstaklega vinstri mennirnir. Þeim finnst þeir ekki hafa átt neinn frambjóðanda sem þeir gátu kosið. Enda endurspeglast það í því að það var metfjöldi auðra atkvæða og kosningaþátttakan var léleg,“ segir Þórhildur. Hún segir fána Evrópusambandsins hafa verið áberandi eftir sigur Macrons og augljóst að þeir sem voru samankomnir á torginu litu á niðurstöðuna sem sigur fyrir þá sem vilja áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Enda hafði Le Pen heitið því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Frakkar ættu að vera áfram í ESB.Brigitte Trogneux ætlar að taka virkan þátt í starfi eiginmanns síns, Emmanuels Macron. Hún fagnaði með honum á sunnudagskvöld. Fréttablaðið/EPABjörn Bjarnason, formaður Varðbergs – Samtaka um vestræna samvinnu og fyrrverandi ráðherra, hefur fylgst vel með kosningabaráttunni. Hann segir niðurstöðuna styrkja Evrópusambandið í sessi en bendir á að Macron hafi ætlað að vinna að breytingum á Evrópusambandinu til að stuðla að breytingum í átt að meira lýðræði. Þessi fyrirheit hans séu ekki beinlínis fagnaðarefni fyrir þá sem fara með völdin í Evrópusambandinu. Það verði því spennandi að sjá hvernig mál þróast. „Þessi óánægja innan Evrópusambandsins með skort á lýðræðislegu umboði þeirra sem fara með æðstu stjórn er ekki bara bundin við Frakkland,“ segir Björn.Macron veifaði til fjöldans. Nú þarf hann að undirbúa sig fyrir þingkosningar í sumar.Björn segist ánægður með að Macron hafði sigur gegn LePen. „Ég er mjög ánægður með að hún tapaði. Hún hefði mátt tapa meiru.“ Björn segir að það verði spennandi að fylgjast með Macron í framhaldinu. „Það verður spennandi að sjá hvern hann velur sem forsætisráðherraefni og hvernig hann myndar ríkisstjórn,“ segir hann. Þá verði spennandi að sjá hvernig þingið verður samsett eftir þingkosningarnar í sumar. „Ég á ekki von á því að Le Pen fái mikið í þingkosningunum en það er ekki vitað hvað hann fær,“ segir Björn og bendir á að bæði Macron og flokkur hans séu óskrifað blað. „En hann skýrði auðvitað sín sjónarmið í kosningabaráttunni og var málefnalegur á meðan hún var eiginlega bara dónaleg, ef svo má segja.“Áætlað er að um 300 þúsund manns hafi komið saman við Louvre á sunnudagskvöld. Fréttablaðið/EPA
Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira