Ætla sér að berjast um titlana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2017 06:00 Bjarki Már mun spila með Stjörnunni næstu tvö árin. vísir/ernir „Það eru spennandi hlutir í gangi hérna í Garðabænum. Þetta er flottur klúbbur og ég þekki marga í þessu liði,“ sagði landsliðsmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson eftir blaðamannafund á Mathúsi Garðabæjar þar sem hann var kynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar. Bjarki skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Varnarmaðurinn öflugi hefur undanfarin fjögur ár leikið með Aue í þýsku B-deildinni en ákvað að snúa heim eftir að tímabilinu í Þýskalandi lýkur. Að hans sögn voru þau tilboð sem hann fékk erlendis ekki nógu spennandi. „Það var ýmislegt sem bauðst en ekkert á því „leveli“ að ég myndi vilja vera áfram úti. Ég tel að það sé rétt skref að koma heim og vera á fullu hérna,“ sagði Bjarki sem hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og spilaði t.a.m. einkar vel á HM í Frakklandi í janúar. En er hann svekktur að fá ekki tækifæri með betra félagsliði? „Jú, auðvitað stefnir maður hátt. En það er ekkert útilokað. Ég tek tvö ár hérna hjá Stjörnunni og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði Bjarki sem hefur ekki gefið atvinnumennskuna upp á bátinn. „Auðvitað ekki. Ég á ekki eftir að gera það fyrr en ég verð fimmtugur,“ sagði Bjarki og hló. Hann segir að ákvörðunin að koma heim og spila með Stjörnunni hafi verið tekin í samráði við landsliðsþjálfarann Geir Sveinsson. „Ef ég stend mig vel með landsliðinu býst ég við að vera þar áfram,“ sagði Bjarki sem ætlar að hjálpa Stjörnunni að berjast um titla. „Stefna ekki allir á Íslandsmeistaratitil? Ég stefni allavega alltaf hátt og ætla að gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu. Það er ekkert skemmtilegra en að vinna titil og maður gleymir því ekkert,“ sagði Bjarki sem varð Íslandsmeistari með HK 2012.Ætla að berjast um titla Um leið og Bjarki var kynntur til leiks í gær var greint frá því að Einar Jónsson hefði framlengt samning sinn við Stjörnuna um eitt ár. Stjörnumenn ollu miklum vonbrigðum í vetur og björguðu sér frá falli í lokaumferðinni. Einar segir að Stjarnan stefni hátt og vilji berjast um titla. Þess vegna hafi Bjarki verið fenginn í Garðabæinn. „Við erum að láta vita að við ætlum okkur stærri hluti heldur en í vetur. Við sýnum það með svona ráðningu,“ sagði Einar. „Við ætlum okkur ofar og okkar markmið er að berjast um bikara. En það er langur vegur í það og við þurfum að vinna okkar vinnu vel.“ Einar segir að Stjarnan hafi ekki sagt sitt síðasta á leikmannamarkaðinum. Fbl_Megin: „Við ætlum að reyna að styrkja okkur aðeins meira, það er ljóst. En það er allt á viðræðustigi og lítið hægt að segja um það,“ sagði Einar. En eru þessir leikmenn sem Stjarnan er með í sigtinu í svipuðum gæðaflokki og Bjarki Már? „Það er kannski erfitt að fá alveg svona heimsklassa leikmenn eins og staðan er í dag. En þetta eru klárlega leikmenn sem koma til með að styrkja okkur,“ sagði Einar sem hefur stýrt Stjörnunni frá 2015. Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
„Það eru spennandi hlutir í gangi hérna í Garðabænum. Þetta er flottur klúbbur og ég þekki marga í þessu liði,“ sagði landsliðsmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson eftir blaðamannafund á Mathúsi Garðabæjar þar sem hann var kynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar. Bjarki skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Varnarmaðurinn öflugi hefur undanfarin fjögur ár leikið með Aue í þýsku B-deildinni en ákvað að snúa heim eftir að tímabilinu í Þýskalandi lýkur. Að hans sögn voru þau tilboð sem hann fékk erlendis ekki nógu spennandi. „Það var ýmislegt sem bauðst en ekkert á því „leveli“ að ég myndi vilja vera áfram úti. Ég tel að það sé rétt skref að koma heim og vera á fullu hérna,“ sagði Bjarki sem hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og spilaði t.a.m. einkar vel á HM í Frakklandi í janúar. En er hann svekktur að fá ekki tækifæri með betra félagsliði? „Jú, auðvitað stefnir maður hátt. En það er ekkert útilokað. Ég tek tvö ár hérna hjá Stjörnunni og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði Bjarki sem hefur ekki gefið atvinnumennskuna upp á bátinn. „Auðvitað ekki. Ég á ekki eftir að gera það fyrr en ég verð fimmtugur,“ sagði Bjarki og hló. Hann segir að ákvörðunin að koma heim og spila með Stjörnunni hafi verið tekin í samráði við landsliðsþjálfarann Geir Sveinsson. „Ef ég stend mig vel með landsliðinu býst ég við að vera þar áfram,“ sagði Bjarki sem ætlar að hjálpa Stjörnunni að berjast um titla. „Stefna ekki allir á Íslandsmeistaratitil? Ég stefni allavega alltaf hátt og ætla að gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu. Það er ekkert skemmtilegra en að vinna titil og maður gleymir því ekkert,“ sagði Bjarki sem varð Íslandsmeistari með HK 2012.Ætla að berjast um titla Um leið og Bjarki var kynntur til leiks í gær var greint frá því að Einar Jónsson hefði framlengt samning sinn við Stjörnuna um eitt ár. Stjörnumenn ollu miklum vonbrigðum í vetur og björguðu sér frá falli í lokaumferðinni. Einar segir að Stjarnan stefni hátt og vilji berjast um titla. Þess vegna hafi Bjarki verið fenginn í Garðabæinn. „Við erum að láta vita að við ætlum okkur stærri hluti heldur en í vetur. Við sýnum það með svona ráðningu,“ sagði Einar. „Við ætlum okkur ofar og okkar markmið er að berjast um bikara. En það er langur vegur í það og við þurfum að vinna okkar vinnu vel.“ Einar segir að Stjarnan hafi ekki sagt sitt síðasta á leikmannamarkaðinum. Fbl_Megin: „Við ætlum að reyna að styrkja okkur aðeins meira, það er ljóst. En það er allt á viðræðustigi og lítið hægt að segja um það,“ sagði Einar. En eru þessir leikmenn sem Stjarnan er með í sigtinu í svipuðum gæðaflokki og Bjarki Már? „Það er kannski erfitt að fá alveg svona heimsklassa leikmenn eins og staðan er í dag. En þetta eru klárlega leikmenn sem koma til með að styrkja okkur,“ sagði Einar sem hefur stýrt Stjörnunni frá 2015.
Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira