Ljósbogaofn í kísilverinu í Helguvík hefur aldrei virkað sem skyldi á þeim fimm mánuðum sem verksmiðjan hefur verið starfandi. United Silicon á í viðræðum við framleiðenda ofnsins um galla á ofninum en á landinu eru sérfræðingar frá norska ráðgjafarfyrirtækinu Multiconsult til að komast að því hvað veldur stöðugri ólykt frá verksmiðjunni auk þess sem fyrirtækið nýtur aðstoðar Matvælastofnunar.

„Fyrirtækið óskaði eftir framlengingu á þessum fresti til að svara þessu bréfi. Þar sem við náum ekki að hitta þá fyrr en seinni partinn í dag með þeirra erlendu sérfræðingum og MATÍS þá veittum við þeim frest til miðnættis á mánudag enda er fyrirtækið stopp og ekki á leiðinni að fara af stað á næstunni,“ segir Kristín Linda.
„Við viljum auðvitað bara komast til botns í málinu og munum taka ákvörðun um framhaldið á þriðjudaginn.“