Mun leggja til á aðalfundi að loka Fossvogskirkju Anton Egilsson og Hrund Þórsdóttir skrifa 22. apríl 2017 22:38 Rekstrarvandi Kirkjugarða Reykjavíkur er orðinn svo alvarlegur að forstjórinn hyggst leggja til á aðalfundi að loka Fossvogskirkju, kapellunni, bænhúsinu og líkhúsinu, í byrjun næsta árs. Fjármagn skortir ekki síst til reksturs á líkhúsi auk þess sem að núverandi aðstaða er úr sér gengin. Kirkjugarðar Reykjavíkur eiga nægilegt landrými, bæði fyrir kistur og duftker, út öldina. Aðra sögu er hins vegar að segja af rekstrarþættinum því þeir eiga ekki lengur fyrir lögbundnum verkefnum. Löggjöf skortir um hverjir eigi að annast líkhúsþjónustu en Kirkjugarðar Reykjavíkur reka líkhúsið í Fossvogi sem þjónar öllu höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni að verulegu leyti.Ekkert gerst í ellefu árÁrið 2006 skipaði þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra nefnd til að breyta lögum um kirkjugarða með tilliti til þessara mála. Síðan þá hefur ekkert þokast, eða í ellefu ár. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld að Fossvogskirkju verði lokað ef ekkert gerist. „Það er orðinn svo alvarlegur rekstrarvandi hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur að við munum setja á dagskrá aðalfundar í maí tillögu um það að loka líkhúsinu frá og með 1. janúar 2018, og eins Fossvogskirkju, kapellu og bænhúsi ef ekki rætist úr þessum málum til að hafa fé til að sinna þeim lögbundnu verkefnum sem um ræðir en líkhúsrekstur er ekki lögbundin.“ Hann sagði líkhúsið auk þess barn síns tíma en verði nýtt líkhús við Gufuneskirkjugarð að veruleika verði vinnuaðstaðan skaplegri. „Staðan í þessum málum er óviðunandi,“ sagði Þórsteinn að lokum. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Rekstrarvandi Kirkjugarða Reykjavíkur er orðinn svo alvarlegur að forstjórinn hyggst leggja til á aðalfundi að loka Fossvogskirkju, kapellunni, bænhúsinu og líkhúsinu, í byrjun næsta árs. Fjármagn skortir ekki síst til reksturs á líkhúsi auk þess sem að núverandi aðstaða er úr sér gengin. Kirkjugarðar Reykjavíkur eiga nægilegt landrými, bæði fyrir kistur og duftker, út öldina. Aðra sögu er hins vegar að segja af rekstrarþættinum því þeir eiga ekki lengur fyrir lögbundnum verkefnum. Löggjöf skortir um hverjir eigi að annast líkhúsþjónustu en Kirkjugarðar Reykjavíkur reka líkhúsið í Fossvogi sem þjónar öllu höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni að verulegu leyti.Ekkert gerst í ellefu árÁrið 2006 skipaði þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra nefnd til að breyta lögum um kirkjugarða með tilliti til þessara mála. Síðan þá hefur ekkert þokast, eða í ellefu ár. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld að Fossvogskirkju verði lokað ef ekkert gerist. „Það er orðinn svo alvarlegur rekstrarvandi hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur að við munum setja á dagskrá aðalfundar í maí tillögu um það að loka líkhúsinu frá og með 1. janúar 2018, og eins Fossvogskirkju, kapellu og bænhúsi ef ekki rætist úr þessum málum til að hafa fé til að sinna þeim lögbundnu verkefnum sem um ræðir en líkhúsrekstur er ekki lögbundin.“ Hann sagði líkhúsið auk þess barn síns tíma en verði nýtt líkhús við Gufuneskirkjugarð að veruleika verði vinnuaðstaðan skaplegri. „Staðan í þessum málum er óviðunandi,“ sagði Þórsteinn að lokum.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira