Mun leggja til á aðalfundi að loka Fossvogskirkju Anton Egilsson og Hrund Þórsdóttir skrifa 22. apríl 2017 22:38 Rekstrarvandi Kirkjugarða Reykjavíkur er orðinn svo alvarlegur að forstjórinn hyggst leggja til á aðalfundi að loka Fossvogskirkju, kapellunni, bænhúsinu og líkhúsinu, í byrjun næsta árs. Fjármagn skortir ekki síst til reksturs á líkhúsi auk þess sem að núverandi aðstaða er úr sér gengin. Kirkjugarðar Reykjavíkur eiga nægilegt landrými, bæði fyrir kistur og duftker, út öldina. Aðra sögu er hins vegar að segja af rekstrarþættinum því þeir eiga ekki lengur fyrir lögbundnum verkefnum. Löggjöf skortir um hverjir eigi að annast líkhúsþjónustu en Kirkjugarðar Reykjavíkur reka líkhúsið í Fossvogi sem þjónar öllu höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni að verulegu leyti.Ekkert gerst í ellefu árÁrið 2006 skipaði þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra nefnd til að breyta lögum um kirkjugarða með tilliti til þessara mála. Síðan þá hefur ekkert þokast, eða í ellefu ár. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld að Fossvogskirkju verði lokað ef ekkert gerist. „Það er orðinn svo alvarlegur rekstrarvandi hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur að við munum setja á dagskrá aðalfundar í maí tillögu um það að loka líkhúsinu frá og með 1. janúar 2018, og eins Fossvogskirkju, kapellu og bænhúsi ef ekki rætist úr þessum málum til að hafa fé til að sinna þeim lögbundnu verkefnum sem um ræðir en líkhúsrekstur er ekki lögbundin.“ Hann sagði líkhúsið auk þess barn síns tíma en verði nýtt líkhús við Gufuneskirkjugarð að veruleika verði vinnuaðstaðan skaplegri. „Staðan í þessum málum er óviðunandi,“ sagði Þórsteinn að lokum. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Rekstrarvandi Kirkjugarða Reykjavíkur er orðinn svo alvarlegur að forstjórinn hyggst leggja til á aðalfundi að loka Fossvogskirkju, kapellunni, bænhúsinu og líkhúsinu, í byrjun næsta árs. Fjármagn skortir ekki síst til reksturs á líkhúsi auk þess sem að núverandi aðstaða er úr sér gengin. Kirkjugarðar Reykjavíkur eiga nægilegt landrými, bæði fyrir kistur og duftker, út öldina. Aðra sögu er hins vegar að segja af rekstrarþættinum því þeir eiga ekki lengur fyrir lögbundnum verkefnum. Löggjöf skortir um hverjir eigi að annast líkhúsþjónustu en Kirkjugarðar Reykjavíkur reka líkhúsið í Fossvogi sem þjónar öllu höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni að verulegu leyti.Ekkert gerst í ellefu árÁrið 2006 skipaði þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra nefnd til að breyta lögum um kirkjugarða með tilliti til þessara mála. Síðan þá hefur ekkert þokast, eða í ellefu ár. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld að Fossvogskirkju verði lokað ef ekkert gerist. „Það er orðinn svo alvarlegur rekstrarvandi hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur að við munum setja á dagskrá aðalfundar í maí tillögu um það að loka líkhúsinu frá og með 1. janúar 2018, og eins Fossvogskirkju, kapellu og bænhúsi ef ekki rætist úr þessum málum til að hafa fé til að sinna þeim lögbundnu verkefnum sem um ræðir en líkhúsrekstur er ekki lögbundin.“ Hann sagði líkhúsið auk þess barn síns tíma en verði nýtt líkhús við Gufuneskirkjugarð að veruleika verði vinnuaðstaðan skaplegri. „Staðan í þessum málum er óviðunandi,“ sagði Þórsteinn að lokum.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent