Innlent

Notum 40 kíló af plasti á mann

Sæunn Gísladóttir skrifar
Árlega eru 300 milljón tonn af plasti framleidd í heimum og skilar aðeins lítill hluti sér til endurvinnslu.
Árlega eru 300 milljón tonn af plasti framleidd í heimum og skilar aðeins lítill hluti sér til endurvinnslu. Vísir/Pjetur
Árlega eru 300 milljón tonn af plasti framleidd í heimum. Skilar aðeins lítill hluti sér til endurvinnslu eða endurnýtingar. Meirihluti þess er urðaður eða endar í hafinu. Talið er að það verði meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050.

Íslendingur notar að meðaltali 40 kíló af plastumbúðum á ári. Landvernd vekur athygli á þeim hættum sem fylgja plastmengun í hafi dagana 25. apríl til 7. maí með átakinu Hreinsum Ísland. Vonast er til að sem flestir leggi hönd á plóg og taki þátt í að minnka plastmengun. Er fólk hvatt til að nota minna plast.

Skipuleggja má sína eigin strandhreinsun og veitir Landvernd ráð á síðunni hreinsumisland.is. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×