Skoðað að meta snjóflóðahættu við höfuðborgarsvæðið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2017 20:00 Margir göngumenn vanmeta hætturnar sem leynast á Esjunni vísir/Anton Brink Göngumaður var hætt kominn þegar hann lenti í snjóflóði á Esjunni í gær. Veðurstofa skoðar í samstarfi við umhverfisráðuneytið að hefja mat á snjóflóðahættu á fjöllum í kringum höfuðborgarsvæðið en bent er á að göngumenn vanmeti oft hættur á Esjunni. Fjölmargir leggja leið sína á Esjuna á ári hverju. Talið er nokkuð öruggt að fara göngustíg upp að Steini í góðu veðri en þar fyrir utan er fjallið ekki á allra færi. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að fólk þurfi að átta sig á að Esjan sé alvöru fjall á veturna og fólk þurfi að vera vel búið. „Það þarf að meta hvort það þurfi að vera með ísexi og annan búnað til að bregðast við snjóflóðum. Einnig þarf fólk að hafa þekkingu til að geta metið hvort það sé hætta á snjóflóði," segir hann. Eftir að banaslys varð í Esjunni í janúar síðastliðnum var mikið rætt um hvort ekki þurfi að gera mat á snjóflóðahættu í Esjunni. Veðurstofan hefur formlega það hlutverk að vakta snjóflóðahættu í byggð og eru með snjóflóðaathugunarmenn víða um land en ekki á fjöllum á höfuðborgarsvæðinu. Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavöktunar á Veðurstofunni, segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að bæta við fjalllendi við höfuðborgarsvæðið næsta vetur. „Til þess þarf ýmislegt að gera, hafa snjóathugunarmann á svæðinu og annað. Hins vegar er svæðisbundið mat á aðstæðum gert fyrir stórt svæði og breytileiki innan svæðisins getur verið mikill," segir hún og bætir við að snjóflóðaspá sé ekki gerð fyrir einstaka fjöll og því yrði slík spá eingöngu til viðmiðunar fyrir göngumenn Esjunnar. Þannig að það breyti því ekki að göngumenn sem stunda fjallamennsku á veturna þurfi að kunna að meta og bregðast við snjóflóðum. Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Göngumaður var hætt kominn þegar hann lenti í snjóflóði á Esjunni í gær. Veðurstofa skoðar í samstarfi við umhverfisráðuneytið að hefja mat á snjóflóðahættu á fjöllum í kringum höfuðborgarsvæðið en bent er á að göngumenn vanmeti oft hættur á Esjunni. Fjölmargir leggja leið sína á Esjuna á ári hverju. Talið er nokkuð öruggt að fara göngustíg upp að Steini í góðu veðri en þar fyrir utan er fjallið ekki á allra færi. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að fólk þurfi að átta sig á að Esjan sé alvöru fjall á veturna og fólk þurfi að vera vel búið. „Það þarf að meta hvort það þurfi að vera með ísexi og annan búnað til að bregðast við snjóflóðum. Einnig þarf fólk að hafa þekkingu til að geta metið hvort það sé hætta á snjóflóði," segir hann. Eftir að banaslys varð í Esjunni í janúar síðastliðnum var mikið rætt um hvort ekki þurfi að gera mat á snjóflóðahættu í Esjunni. Veðurstofan hefur formlega það hlutverk að vakta snjóflóðahættu í byggð og eru með snjóflóðaathugunarmenn víða um land en ekki á fjöllum á höfuðborgarsvæðinu. Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavöktunar á Veðurstofunni, segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að bæta við fjalllendi við höfuðborgarsvæðið næsta vetur. „Til þess þarf ýmislegt að gera, hafa snjóathugunarmann á svæðinu og annað. Hins vegar er svæðisbundið mat á aðstæðum gert fyrir stórt svæði og breytileiki innan svæðisins getur verið mikill," segir hún og bætir við að snjóflóðaspá sé ekki gerð fyrir einstaka fjöll og því yrði slík spá eingöngu til viðmiðunar fyrir göngumenn Esjunnar. Þannig að það breyti því ekki að göngumenn sem stunda fjallamennsku á veturna þurfi að kunna að meta og bregðast við snjóflóðum.
Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira