Skoðað að meta snjóflóðahættu við höfuðborgarsvæðið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2017 20:00 Margir göngumenn vanmeta hætturnar sem leynast á Esjunni vísir/Anton Brink Göngumaður var hætt kominn þegar hann lenti í snjóflóði á Esjunni í gær. Veðurstofa skoðar í samstarfi við umhverfisráðuneytið að hefja mat á snjóflóðahættu á fjöllum í kringum höfuðborgarsvæðið en bent er á að göngumenn vanmeti oft hættur á Esjunni. Fjölmargir leggja leið sína á Esjuna á ári hverju. Talið er nokkuð öruggt að fara göngustíg upp að Steini í góðu veðri en þar fyrir utan er fjallið ekki á allra færi. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að fólk þurfi að átta sig á að Esjan sé alvöru fjall á veturna og fólk þurfi að vera vel búið. „Það þarf að meta hvort það þurfi að vera með ísexi og annan búnað til að bregðast við snjóflóðum. Einnig þarf fólk að hafa þekkingu til að geta metið hvort það sé hætta á snjóflóði," segir hann. Eftir að banaslys varð í Esjunni í janúar síðastliðnum var mikið rætt um hvort ekki þurfi að gera mat á snjóflóðahættu í Esjunni. Veðurstofan hefur formlega það hlutverk að vakta snjóflóðahættu í byggð og eru með snjóflóðaathugunarmenn víða um land en ekki á fjöllum á höfuðborgarsvæðinu. Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavöktunar á Veðurstofunni, segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að bæta við fjalllendi við höfuðborgarsvæðið næsta vetur. „Til þess þarf ýmislegt að gera, hafa snjóathugunarmann á svæðinu og annað. Hins vegar er svæðisbundið mat á aðstæðum gert fyrir stórt svæði og breytileiki innan svæðisins getur verið mikill," segir hún og bætir við að snjóflóðaspá sé ekki gerð fyrir einstaka fjöll og því yrði slík spá eingöngu til viðmiðunar fyrir göngumenn Esjunnar. Þannig að það breyti því ekki að göngumenn sem stunda fjallamennsku á veturna þurfi að kunna að meta og bregðast við snjóflóðum. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Göngumaður var hætt kominn þegar hann lenti í snjóflóði á Esjunni í gær. Veðurstofa skoðar í samstarfi við umhverfisráðuneytið að hefja mat á snjóflóðahættu á fjöllum í kringum höfuðborgarsvæðið en bent er á að göngumenn vanmeti oft hættur á Esjunni. Fjölmargir leggja leið sína á Esjuna á ári hverju. Talið er nokkuð öruggt að fara göngustíg upp að Steini í góðu veðri en þar fyrir utan er fjallið ekki á allra færi. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að fólk þurfi að átta sig á að Esjan sé alvöru fjall á veturna og fólk þurfi að vera vel búið. „Það þarf að meta hvort það þurfi að vera með ísexi og annan búnað til að bregðast við snjóflóðum. Einnig þarf fólk að hafa þekkingu til að geta metið hvort það sé hætta á snjóflóði," segir hann. Eftir að banaslys varð í Esjunni í janúar síðastliðnum var mikið rætt um hvort ekki þurfi að gera mat á snjóflóðahættu í Esjunni. Veðurstofan hefur formlega það hlutverk að vakta snjóflóðahættu í byggð og eru með snjóflóðaathugunarmenn víða um land en ekki á fjöllum á höfuðborgarsvæðinu. Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavöktunar á Veðurstofunni, segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að bæta við fjalllendi við höfuðborgarsvæðið næsta vetur. „Til þess þarf ýmislegt að gera, hafa snjóathugunarmann á svæðinu og annað. Hins vegar er svæðisbundið mat á aðstæðum gert fyrir stórt svæði og breytileiki innan svæðisins getur verið mikill," segir hún og bætir við að snjóflóðaspá sé ekki gerð fyrir einstaka fjöll og því yrði slík spá eingöngu til viðmiðunar fyrir göngumenn Esjunnar. Þannig að það breyti því ekki að göngumenn sem stunda fjallamennsku á veturna þurfi að kunna að meta og bregðast við snjóflóðum.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira