Stefán: Ekkert sem kemur lengur á óvart í þessu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2017 13:30 Stefán Árnason í leik með Selfossi. vísir/anton Handknattleiksdeild Selfoss tilkynnti nú í morgun að félagið myndi ekki semja aftur við Stefán Árnason en hann hefur stýrt karlaliði félagsins síðustu tvö ár. Undir stjórn Stefáns hefur liðið náð mjög eftirtektarverðum árangri. Fór upp um deild og náði svo fimmta sæti í Olís-deildinni í vetur. Mál Stefáns er afar sérstakt en fyrir um viku síðan var honum tjáð að félagið væri að leita að „stærra nafni“ til þess að þjálfa liðið. Ef það tækist ekki kæmi hann til greina sem þjálfari. Í dag segir Selfoss svo að Stefán sé alveg úr myndinni og bætir við að þjálfarinn njóti ekki lengur fulls trausts innan leikmannahóps Selfoss. Kaldar kveðjur finnst mörgum. „Ég vil svo sem lítið segja um þetta. Það hefur greinilega mikið breyst á þessari viku síðan þeir töluðu við mig síðast. Þá þótti ég nægilega álitlegur kostur til þess að vera í myndinni ef það finndist enginn toppþjálfari til þess að taka liðið. Ég tek út úr þessu að ég fékk tækifæri og tel mig hafa gert nokkuð vel á þessum tveim árum,“ segir Stefán en hann virkaði hálfsleginn yfir þessu öllu.Sjá einnig: Stefán rekinn og stjórnin fullyrðir að hann sé búinn að missa traust leikmanna Stefán ræddi við stjórnina í gær og þá lá fyrir að hann myndi endanlega hætta. Hvað finnst Stefáni um að það sé sagt að hann njóti ekki lengur fulls trausts leikmanna liðsins? „Ég veit það ekki alveg. Horfðu bara á síðustu leiki og sjáðu hvernig leikmennirnir voru að spila. Skoðaðu hvað leikmenn gáfu í þetta er við lentum í fallbaráttunni. Þessir strákar eiga allt hrós skilið og hafa verið einstakir. Þeir gáfu allt í veturinn. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Það er ekkert sem kemur lengur á óvart í þessu. Ég vil ekki vera í einhverjum stórum orðum og tjá mig of mikið.“ Stefán viðurkennir þó að hann sé sár yfir þessum málalyktum. „Auðvitað er ég það og að sjálfsögðu vildi ég halda áfram. Ég taldi mig hafa gert það sem ég var beðinn um að gera og mögulega rúmlega það. Svona eru íþróttirnar og það er stjórnin sem stýrir þessu og markar stefnuna. Ég verð að lifa með því. Ég fékk tækifæri og er stoltur af því hvernig það gekk.“ Stefán er búsettur á Selfossi en er hann farinn að huga að flutningum þaðan? „Ég er ekki kominn svo langt. Ég klára þennan vetur fyrst og er ekkert að flýta mér. Ætli maður þurfi ekki að skoða það,“ segir Stefán og hlær við en hann er í leit að nýju starfi í handboltaheiminum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Stefáni sparkað frá Selfossi | Vilja stærra nafn Stefán Árnason hefur verið látinn taka pokann sinn hjá karlaliði Selfoss í handbolta en félagið hefur í hyggju að ráða "stærra nafn“ til að þjálfa liðið. 20. apríl 2017 00:14 Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Sjá meira
Handknattleiksdeild Selfoss tilkynnti nú í morgun að félagið myndi ekki semja aftur við Stefán Árnason en hann hefur stýrt karlaliði félagsins síðustu tvö ár. Undir stjórn Stefáns hefur liðið náð mjög eftirtektarverðum árangri. Fór upp um deild og náði svo fimmta sæti í Olís-deildinni í vetur. Mál Stefáns er afar sérstakt en fyrir um viku síðan var honum tjáð að félagið væri að leita að „stærra nafni“ til þess að þjálfa liðið. Ef það tækist ekki kæmi hann til greina sem þjálfari. Í dag segir Selfoss svo að Stefán sé alveg úr myndinni og bætir við að þjálfarinn njóti ekki lengur fulls trausts innan leikmannahóps Selfoss. Kaldar kveðjur finnst mörgum. „Ég vil svo sem lítið segja um þetta. Það hefur greinilega mikið breyst á þessari viku síðan þeir töluðu við mig síðast. Þá þótti ég nægilega álitlegur kostur til þess að vera í myndinni ef það finndist enginn toppþjálfari til þess að taka liðið. Ég tek út úr þessu að ég fékk tækifæri og tel mig hafa gert nokkuð vel á þessum tveim árum,“ segir Stefán en hann virkaði hálfsleginn yfir þessu öllu.Sjá einnig: Stefán rekinn og stjórnin fullyrðir að hann sé búinn að missa traust leikmanna Stefán ræddi við stjórnina í gær og þá lá fyrir að hann myndi endanlega hætta. Hvað finnst Stefáni um að það sé sagt að hann njóti ekki lengur fulls trausts leikmanna liðsins? „Ég veit það ekki alveg. Horfðu bara á síðustu leiki og sjáðu hvernig leikmennirnir voru að spila. Skoðaðu hvað leikmenn gáfu í þetta er við lentum í fallbaráttunni. Þessir strákar eiga allt hrós skilið og hafa verið einstakir. Þeir gáfu allt í veturinn. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Það er ekkert sem kemur lengur á óvart í þessu. Ég vil ekki vera í einhverjum stórum orðum og tjá mig of mikið.“ Stefán viðurkennir þó að hann sé sár yfir þessum málalyktum. „Auðvitað er ég það og að sjálfsögðu vildi ég halda áfram. Ég taldi mig hafa gert það sem ég var beðinn um að gera og mögulega rúmlega það. Svona eru íþróttirnar og það er stjórnin sem stýrir þessu og markar stefnuna. Ég verð að lifa með því. Ég fékk tækifæri og er stoltur af því hvernig það gekk.“ Stefán er búsettur á Selfossi en er hann farinn að huga að flutningum þaðan? „Ég er ekki kominn svo langt. Ég klára þennan vetur fyrst og er ekkert að flýta mér. Ætli maður þurfi ekki að skoða það,“ segir Stefán og hlær við en hann er í leit að nýju starfi í handboltaheiminum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Stefáni sparkað frá Selfossi | Vilja stærra nafn Stefán Árnason hefur verið látinn taka pokann sinn hjá karlaliði Selfoss í handbolta en félagið hefur í hyggju að ráða "stærra nafn“ til að þjálfa liðið. 20. apríl 2017 00:14 Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Sjá meira
Stefáni sparkað frá Selfossi | Vilja stærra nafn Stefán Árnason hefur verið látinn taka pokann sinn hjá karlaliði Selfoss í handbolta en félagið hefur í hyggju að ráða "stærra nafn“ til að þjálfa liðið. 20. apríl 2017 00:14
Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04