Reynslumiklir nýliðar Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2017 06:00 Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, er nýliði í efstu deild eins og liðið sem hann þjálfar, KA. vísir/stefán Íþróttadeild 365 opinberar í dag hvaða liði hún spáir fimmta sæti deildarinnar en það er Breiðablik eins og sést hér að ofan. Niðurtalningin heldur áfram og er nú aðeins staldrað við liðin sem íþróttadeild telur að verði í miðjumoðinu frá 5.-8. sæti en það eru Blikar, Fjölnismenn, KA og Víkingar í Reykjavík sem gætu reyndar auðveldlega sogast niður á fallsvæðið.Náð í þrjá markaskorara Arnar Grétarsson þurfti enga taugaskurðlækna til að greina vandamál Blikaliðsins. Þau voru augljós í fyrra: Liðið gat ekki skorað mörk. Vörnin hélt sem fyrr og var ein sú besta í deildinni en liðið skoraði aðeins 27 mörk í 22 leikjum og olli miklum vonbrigðum með að enda í sjötta sætinu. Arnar brást við því með að fá til sín Martin Lund Pedersen frá Fjölni, Hrvoje Tokic frá Ólafsvík og Aron Bjarnason frá ÍBV og endurnýja með því sóknarlínu sína alfarið. Þessir þrír leikmenn skoruðu samtals 24 mörk í fyrra og voru allir markahæstir í sínum liðum. Heimavöllurinn brást Blikum á síðustu leiktíð en þeir unnu aðeins fjóra leiki í Kópavoginum. Geti Blikar skorað mörk og haldið vörninni í lagi getur liðið hæglega komist aftur í baráttu um Evrópusæti.Nýliðar, en samt ekki KA er mætt aftur í efstu deild í fyrsta sinn í þrettán ár. Liðið hefur styrkt sig gríðarlega undanfarin tvö ár og var mikið áfall fyrir norðan að komast ekki upp sumarið 2015. Þá var bara bætt í og gengu KA-menn frá Inkasso-deildinni í fyrra. Þrátt fyrir að kallast nýliðar er gríðarleg reynsla í liðinu og mikil gæði en þar er fullt af mönnum sem hafa Pepsi-deildar reynslu og sumir hafa verið í atvinnumennsku. Það eru ekki margir nýliðar sem koma upp með Guðmann Þórisson, Almarr Ormarsson, Steinþór Frey Þorsteinsson og Hallgrím Mar Steingrímsson innan sinna raða. KA-mönnum er hvergi spáð falli og ekki nálægt því, frekar er talið að liðið geti barist í efri hlutanum. Þjálfarinn, Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, er þó nýliði í efstu deild og spurning er með markvörsluna hjá liðinu.Ágúst með töfravöndinn? Fjölnismönnum spáði íþróttadeild 6. sæti en í fyrra setti liðið persónulegt met með því að fá 37 stig og enda í fjórða sæti. Það rétt missti af Evrópu á lokasprettinum og féll á hverju stóra prófinu á fætur öðru. Fjölnismenn hafa misst miklu betri leikmenn en þeir fengu á móti en þrír lykilmenn í vörninni eru farnir auk Martins Lund sem var stundum eins manns her í sóknarlínunni. Ástæða til bjartsýni er ekki mikil í Grafarvoginum en aldrei skal afskrifa Ágúst Gylfason, þjálfara Fjölnis, sem hefur gert ótrúlega hluti með liðið sama hverjir hafa yfirgefið það. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Íþróttadeild 365 opinberar í dag hvaða liði hún spáir fimmta sæti deildarinnar en það er Breiðablik eins og sést hér að ofan. Niðurtalningin heldur áfram og er nú aðeins staldrað við liðin sem íþróttadeild telur að verði í miðjumoðinu frá 5.-8. sæti en það eru Blikar, Fjölnismenn, KA og Víkingar í Reykjavík sem gætu reyndar auðveldlega sogast niður á fallsvæðið.Náð í þrjá markaskorara Arnar Grétarsson þurfti enga taugaskurðlækna til að greina vandamál Blikaliðsins. Þau voru augljós í fyrra: Liðið gat ekki skorað mörk. Vörnin hélt sem fyrr og var ein sú besta í deildinni en liðið skoraði aðeins 27 mörk í 22 leikjum og olli miklum vonbrigðum með að enda í sjötta sætinu. Arnar brást við því með að fá til sín Martin Lund Pedersen frá Fjölni, Hrvoje Tokic frá Ólafsvík og Aron Bjarnason frá ÍBV og endurnýja með því sóknarlínu sína alfarið. Þessir þrír leikmenn skoruðu samtals 24 mörk í fyrra og voru allir markahæstir í sínum liðum. Heimavöllurinn brást Blikum á síðustu leiktíð en þeir unnu aðeins fjóra leiki í Kópavoginum. Geti Blikar skorað mörk og haldið vörninni í lagi getur liðið hæglega komist aftur í baráttu um Evrópusæti.Nýliðar, en samt ekki KA er mætt aftur í efstu deild í fyrsta sinn í þrettán ár. Liðið hefur styrkt sig gríðarlega undanfarin tvö ár og var mikið áfall fyrir norðan að komast ekki upp sumarið 2015. Þá var bara bætt í og gengu KA-menn frá Inkasso-deildinni í fyrra. Þrátt fyrir að kallast nýliðar er gríðarleg reynsla í liðinu og mikil gæði en þar er fullt af mönnum sem hafa Pepsi-deildar reynslu og sumir hafa verið í atvinnumennsku. Það eru ekki margir nýliðar sem koma upp með Guðmann Þórisson, Almarr Ormarsson, Steinþór Frey Þorsteinsson og Hallgrím Mar Steingrímsson innan sinna raða. KA-mönnum er hvergi spáð falli og ekki nálægt því, frekar er talið að liðið geti barist í efri hlutanum. Þjálfarinn, Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, er þó nýliði í efstu deild og spurning er með markvörsluna hjá liðinu.Ágúst með töfravöndinn? Fjölnismönnum spáði íþróttadeild 6. sæti en í fyrra setti liðið persónulegt met með því að fá 37 stig og enda í fjórða sæti. Það rétt missti af Evrópu á lokasprettinum og féll á hverju stóra prófinu á fætur öðru. Fjölnismenn hafa misst miklu betri leikmenn en þeir fengu á móti en þrír lykilmenn í vörninni eru farnir auk Martins Lund sem var stundum eins manns her í sóknarlínunni. Ástæða til bjartsýni er ekki mikil í Grafarvoginum en aldrei skal afskrifa Ágúst Gylfason, þjálfara Fjölnis, sem hefur gert ótrúlega hluti með liðið sama hverjir hafa yfirgefið það.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn