Hættan á stríði á Kóreuskaga ekki meiri í rúm sextíu ár Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2017 19:15 Frá heræfingu í Norður-Kóreu. Vísír/EPA Hætta á stríðsátökum á Kóreuskaga hefur ekki verið meiri frá því átökum lauk með vopnahléi fyrir rúmum sextíu árum. Miklar heræfingar hafa farið fram beggja vegna landamæra Kóreuríkjanna undanfarna daga og Bandaríkjamenn hafa sent þangað flugmóðurskip og eru að setja upp eldflaugavarnarkerfi sem Kínverjar telja að ógni þeim hernaðarlega. Spennan á Kóreuskaga hefur sjaldan verið meiri en nú frá því að vopnahlé var samið í kóreustríðinu hinn 27 júlí árið 1953. Kim Jong Un einræðisherra Norður Kóreu hefur að undanförnu haldið áfram eldflaugatilraunum sínum og beinlínis hótað að skjóta kjarnorkusprengjum á bæði Suður Kóreu og borgir í Bandaríkjunum. Harry Harris æðsti hershöfðingi Bandaríkjamanna í Asíu minnti á það fyrir þingnefnd í dag að Norður Kórea væri eina ríkið sem gert hefði kjarnorkuvopnatilraunir á þessari öld.Spennan magnast „Með hverri tilraun færist Kim Jon Un nær því yfirlýsta markmiði sínu að geta gert fyrirvaralausar kjarnorkuárásir á bandarískar borgir og hann er ekki hræddur við að sér mistakist opinberlega. Að verja föðurland okkar hefur forgang hjá mér svo ég verð að gera ráð fyrir að yfirlýsingar Kims Jong séu réttar,“ sagði Harris.Svona virkar THAAD-eldflaugavernarkerfið.Vísir/GraphicNewsSpennan magnast með hverri yfirlýsingunni sem gefin er beggja megin landamæra Kóreuríkjanna og herleikir þeirra auka enn á tortryggnina og óttann við að annar aðilinn verði fyrri til árásar. Þannig hafa Bandaríkjamenn sent flugmóðurskip og kjarnorkuknúinn kafbát að landhelgi Suður Kóreu og vinna nú að því að setja upp svo kallað THAAD eldflaugavarnarkerfi í landinu. „Það verður tilbúið til notkunar á næstu dögum og þannig getum við betur varið Suður-Kóreu gegn vaxandi ógn frá Norður-Kóreu,“ sagði Harris.Kínverjar áhyggjufullir Kínverjar eru eina þjóðin sem heldur uppi einhverjum samskiptum við Norður Kóreu og eina þjóðin sem getur haft einhver áhrif á stjórnvöld þar. Þeir hafa miklar áhyggjur af vaxandi spennu á svæðinu því Kína gæti dregist inn í átök á Kóreuskaga. Til að minna á mátt sinn sýndi opinber fréttastofa Kína myndir í dag af fyrsta heimasmíðaða flugmóðurskipi landsins sem verður tilbúið til notkunar árið 2020. Geng Shuang talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins ítrekaði áskorun til deiluaðila í dag um að slaka á spennunni. „Við höfum tjáð Bandaríkjamönnum og Suður-Kóreumönnum að við höfum miklar áhyggjur af uppsetningu THAAD-eldflaugavarnarkerfisins og sagt að það muni raska hernaðarjafnvæginu í þessum heimshluta, ýfa ástandið enn frekar á Kóreuskaganum og það muni hvorki hjálpa til við kjarnorkuafvopnun á skaganum né viðhalda friðinum,“ sagði Shuang. Kínverjar skoruðu því á aðila að láta af heræfingum og ögrunum í garð hvors annars en þeir telja líka að uppsetning THAAD eldflaugavarnarkerfisins ógni öryggishagsmunum þeirra. „Kína hvetur Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn eindregið til að hætta aðgerðum sem auka á spennuna í þessum heimshluta og skaða öryggishagsmuni Kína, og hætti við uppsetningu THAAD-kerfisins og fjarlægi búnaðinn. Kína mun taka nauðsynleg skref til að verja hagsmuni sína,“ sagði talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins. Norður-Kórea Tengdar fréttir Kínverjar hleypa nýju flugmóðurskipi af stokkunum Kínverjar eru með þessu að auka herstyrk sinn en vaxandi spenna er nú á áhrifasvæði Kínverja, á Kóreuskaga og á Suður-Kínahafi. 26. apríl 2017 08:17 Birta myndir frá stærstu heræfingu í sögu Norður-Kóreu Blásið var til æfingarinnar í gær í tilefni 85 ára afmælis hersins. 26. apríl 2017 11:51 Funda um Norður-Kóreu í dag Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað alla öldungadeildarþingmenn Hvíta hússins til fundar í dag þar sem farið verður yfir stöðu mála í Norður-Kóreu. 26. apríl 2017 07:00 Bandarískur kjarnorkukafbátur kominn til Suður-Kóreu Óttast er að Norður-Kóreumenn ætli sér að sprengja enn eina kjarnorkusprengjuna í tilraunaskyni. 25. apríl 2017 08:24 Trump býður öllum öldungadeildarþingmönnum til fundar vegna Norður-Kóreu Óvenjulegt er að Bandaríkjaforseti fundi með öllum þingmönnum öldungadeildar í Hvíta húsinu. 25. apríl 2017 09:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Sjá meira
Hætta á stríðsátökum á Kóreuskaga hefur ekki verið meiri frá því átökum lauk með vopnahléi fyrir rúmum sextíu árum. Miklar heræfingar hafa farið fram beggja vegna landamæra Kóreuríkjanna undanfarna daga og Bandaríkjamenn hafa sent þangað flugmóðurskip og eru að setja upp eldflaugavarnarkerfi sem Kínverjar telja að ógni þeim hernaðarlega. Spennan á Kóreuskaga hefur sjaldan verið meiri en nú frá því að vopnahlé var samið í kóreustríðinu hinn 27 júlí árið 1953. Kim Jong Un einræðisherra Norður Kóreu hefur að undanförnu haldið áfram eldflaugatilraunum sínum og beinlínis hótað að skjóta kjarnorkusprengjum á bæði Suður Kóreu og borgir í Bandaríkjunum. Harry Harris æðsti hershöfðingi Bandaríkjamanna í Asíu minnti á það fyrir þingnefnd í dag að Norður Kórea væri eina ríkið sem gert hefði kjarnorkuvopnatilraunir á þessari öld.Spennan magnast „Með hverri tilraun færist Kim Jon Un nær því yfirlýsta markmiði sínu að geta gert fyrirvaralausar kjarnorkuárásir á bandarískar borgir og hann er ekki hræddur við að sér mistakist opinberlega. Að verja föðurland okkar hefur forgang hjá mér svo ég verð að gera ráð fyrir að yfirlýsingar Kims Jong séu réttar,“ sagði Harris.Svona virkar THAAD-eldflaugavernarkerfið.Vísir/GraphicNewsSpennan magnast með hverri yfirlýsingunni sem gefin er beggja megin landamæra Kóreuríkjanna og herleikir þeirra auka enn á tortryggnina og óttann við að annar aðilinn verði fyrri til árásar. Þannig hafa Bandaríkjamenn sent flugmóðurskip og kjarnorkuknúinn kafbát að landhelgi Suður Kóreu og vinna nú að því að setja upp svo kallað THAAD eldflaugavarnarkerfi í landinu. „Það verður tilbúið til notkunar á næstu dögum og þannig getum við betur varið Suður-Kóreu gegn vaxandi ógn frá Norður-Kóreu,“ sagði Harris.Kínverjar áhyggjufullir Kínverjar eru eina þjóðin sem heldur uppi einhverjum samskiptum við Norður Kóreu og eina þjóðin sem getur haft einhver áhrif á stjórnvöld þar. Þeir hafa miklar áhyggjur af vaxandi spennu á svæðinu því Kína gæti dregist inn í átök á Kóreuskaga. Til að minna á mátt sinn sýndi opinber fréttastofa Kína myndir í dag af fyrsta heimasmíðaða flugmóðurskipi landsins sem verður tilbúið til notkunar árið 2020. Geng Shuang talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins ítrekaði áskorun til deiluaðila í dag um að slaka á spennunni. „Við höfum tjáð Bandaríkjamönnum og Suður-Kóreumönnum að við höfum miklar áhyggjur af uppsetningu THAAD-eldflaugavarnarkerfisins og sagt að það muni raska hernaðarjafnvæginu í þessum heimshluta, ýfa ástandið enn frekar á Kóreuskaganum og það muni hvorki hjálpa til við kjarnorkuafvopnun á skaganum né viðhalda friðinum,“ sagði Shuang. Kínverjar skoruðu því á aðila að láta af heræfingum og ögrunum í garð hvors annars en þeir telja líka að uppsetning THAAD eldflaugavarnarkerfisins ógni öryggishagsmunum þeirra. „Kína hvetur Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn eindregið til að hætta aðgerðum sem auka á spennuna í þessum heimshluta og skaða öryggishagsmuni Kína, og hætti við uppsetningu THAAD-kerfisins og fjarlægi búnaðinn. Kína mun taka nauðsynleg skref til að verja hagsmuni sína,“ sagði talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Kínverjar hleypa nýju flugmóðurskipi af stokkunum Kínverjar eru með þessu að auka herstyrk sinn en vaxandi spenna er nú á áhrifasvæði Kínverja, á Kóreuskaga og á Suður-Kínahafi. 26. apríl 2017 08:17 Birta myndir frá stærstu heræfingu í sögu Norður-Kóreu Blásið var til æfingarinnar í gær í tilefni 85 ára afmælis hersins. 26. apríl 2017 11:51 Funda um Norður-Kóreu í dag Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað alla öldungadeildarþingmenn Hvíta hússins til fundar í dag þar sem farið verður yfir stöðu mála í Norður-Kóreu. 26. apríl 2017 07:00 Bandarískur kjarnorkukafbátur kominn til Suður-Kóreu Óttast er að Norður-Kóreumenn ætli sér að sprengja enn eina kjarnorkusprengjuna í tilraunaskyni. 25. apríl 2017 08:24 Trump býður öllum öldungadeildarþingmönnum til fundar vegna Norður-Kóreu Óvenjulegt er að Bandaríkjaforseti fundi með öllum þingmönnum öldungadeildar í Hvíta húsinu. 25. apríl 2017 09:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Sjá meira
Kínverjar hleypa nýju flugmóðurskipi af stokkunum Kínverjar eru með þessu að auka herstyrk sinn en vaxandi spenna er nú á áhrifasvæði Kínverja, á Kóreuskaga og á Suður-Kínahafi. 26. apríl 2017 08:17
Birta myndir frá stærstu heræfingu í sögu Norður-Kóreu Blásið var til æfingarinnar í gær í tilefni 85 ára afmælis hersins. 26. apríl 2017 11:51
Funda um Norður-Kóreu í dag Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað alla öldungadeildarþingmenn Hvíta hússins til fundar í dag þar sem farið verður yfir stöðu mála í Norður-Kóreu. 26. apríl 2017 07:00
Bandarískur kjarnorkukafbátur kominn til Suður-Kóreu Óttast er að Norður-Kóreumenn ætli sér að sprengja enn eina kjarnorkusprengjuna í tilraunaskyni. 25. apríl 2017 08:24
Trump býður öllum öldungadeildarþingmönnum til fundar vegna Norður-Kóreu Óvenjulegt er að Bandaríkjaforseti fundi með öllum þingmönnum öldungadeildar í Hvíta húsinu. 25. apríl 2017 09:00
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent