Rúmlega 700 þúsund einstaklingar fengu hæli í einhverju aðildarríkja Evrópusambandsins, ESB, í fyrra. Nær 60 prósent hælisleitendanna komu frá Sýrlandi. Þjóðverjar tóku á móti flestum þeirra sem sóttu um hæli eða 70 prósentum.
Svíar tóku á móti næstflestum en þar fengu rúmlega 69 þúsund einstaklingar hæli í fyrra.
Alls fékk 61 prósent umsækjenda hæli innan Evrópusambandsins í fyrra.
