Ætla að herða þvinganir og auka pressuna á Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2017 21:53 Þingmennirnir voru fluttir með rútum í Hvíta húsið. Vísir/Getty Ríkisstjórn Donald Trump ætlar að herða viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu og beita ríkið auknum pólitískum þrýstingi. Markmiðið er að stöðva eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlanir einræðisríkisins. Þetta var tilkynnt eftir fund öldungaþingmanna í Hvíta húsinu í kvöld. Mikil spenna er á svæðinu við Kóreuskagann en Bandaríkin og Suður-Kórea hafa haldið því fram að útlit sé fyrir kjarnorkuvopnatilraun í Norður-Kóreu. Í tilkynningu frá Rex Tillerson, utanríkisráðherra, James Mattis, varnarmálaráðherra, og Dan Coats, yfirmanni njósnamála, segir að ógn stafi af Norður-Kóreu. Fyrri aðgerðir hafi ekki náð að stöðva tilraunir ríkisins, sem eru í trássi við alþjóðalög, og að Bandaríkin séu tilbúin til að verja sig og bandamenn sína.Sjá einnig: Hættan á stríði á Kóreuskaga ekki meiri í rúm sextíu ár Hins vegar segir að með aðgerðunum vilji Bandaríkin hvetja Norður-Kóreumenn til að draga úr spennu á svæðinu og koma aftur að samningaborðinu.Samkvæmt frétt BBC kemur einnig til greina að setja Norður-Kóreu aftur á lista ríkja sem styðja hryðjuverk.Taka djarfari stöðu Hundrað öldungadeildarþingmenn voru ferjaðir í Hvíta húsið í dag þar sem Trump og aðrir í ríkisstjórn hans kynntu þingmönnunum þá „miklu ógn“ sem stafar af Norður-Kóreu, eins og heimildarmaður Washington Post orðar það. Eftir fundinn lýstu þingmenn gremju sinni yfir því að lítið um smáatriði hver stefna ríkisstjórnarinnar gagnvart Norður-Kóreu væri. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins sem ræddi við WP og óskaði nafnleyndar sagði að í upphafi fundarins hefði komið fram að ríkisstjórnin væri orðin þreytt á ástandinu og ögrunum Norður-Kóreu. Því stæði til að taka djarfari stöðu í málinu. Hann sagði engin svör þó hafa fengist um hvað það þýddi. Það sem hann sagðist hafa tekið frá fundinum, var að ríkisstjórnin hefði mögulega verið að undirbúa þingmennina fyrir að aðstæður gætu breyst á mjög skömmum tíma. Richard Blumenthal, þingmaður Demókrataflokksins, segir lítið sem ekkert nýtt hafa komið fram á fundinum. Hann lýsti yfir furðu sinni á því að allir öldungadeildarþingmenn Bandaríkjanna hefðu verið fluttir í Hvíta húsið fyrir þennan fund. Norður-Kórea Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump ætlar að herða viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu og beita ríkið auknum pólitískum þrýstingi. Markmiðið er að stöðva eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlanir einræðisríkisins. Þetta var tilkynnt eftir fund öldungaþingmanna í Hvíta húsinu í kvöld. Mikil spenna er á svæðinu við Kóreuskagann en Bandaríkin og Suður-Kórea hafa haldið því fram að útlit sé fyrir kjarnorkuvopnatilraun í Norður-Kóreu. Í tilkynningu frá Rex Tillerson, utanríkisráðherra, James Mattis, varnarmálaráðherra, og Dan Coats, yfirmanni njósnamála, segir að ógn stafi af Norður-Kóreu. Fyrri aðgerðir hafi ekki náð að stöðva tilraunir ríkisins, sem eru í trássi við alþjóðalög, og að Bandaríkin séu tilbúin til að verja sig og bandamenn sína.Sjá einnig: Hættan á stríði á Kóreuskaga ekki meiri í rúm sextíu ár Hins vegar segir að með aðgerðunum vilji Bandaríkin hvetja Norður-Kóreumenn til að draga úr spennu á svæðinu og koma aftur að samningaborðinu.Samkvæmt frétt BBC kemur einnig til greina að setja Norður-Kóreu aftur á lista ríkja sem styðja hryðjuverk.Taka djarfari stöðu Hundrað öldungadeildarþingmenn voru ferjaðir í Hvíta húsið í dag þar sem Trump og aðrir í ríkisstjórn hans kynntu þingmönnunum þá „miklu ógn“ sem stafar af Norður-Kóreu, eins og heimildarmaður Washington Post orðar það. Eftir fundinn lýstu þingmenn gremju sinni yfir því að lítið um smáatriði hver stefna ríkisstjórnarinnar gagnvart Norður-Kóreu væri. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins sem ræddi við WP og óskaði nafnleyndar sagði að í upphafi fundarins hefði komið fram að ríkisstjórnin væri orðin þreytt á ástandinu og ögrunum Norður-Kóreu. Því stæði til að taka djarfari stöðu í málinu. Hann sagði engin svör þó hafa fengist um hvað það þýddi. Það sem hann sagðist hafa tekið frá fundinum, var að ríkisstjórnin hefði mögulega verið að undirbúa þingmennina fyrir að aðstæður gætu breyst á mjög skömmum tíma. Richard Blumenthal, þingmaður Demókrataflokksins, segir lítið sem ekkert nýtt hafa komið fram á fundinum. Hann lýsti yfir furðu sinni á því að allir öldungadeildarþingmenn Bandaríkjanna hefðu verið fluttir í Hvíta húsið fyrir þennan fund.
Norður-Kórea Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent