Ætla að herða þvinganir og auka pressuna á Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2017 21:53 Þingmennirnir voru fluttir með rútum í Hvíta húsið. Vísir/Getty Ríkisstjórn Donald Trump ætlar að herða viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu og beita ríkið auknum pólitískum þrýstingi. Markmiðið er að stöðva eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlanir einræðisríkisins. Þetta var tilkynnt eftir fund öldungaþingmanna í Hvíta húsinu í kvöld. Mikil spenna er á svæðinu við Kóreuskagann en Bandaríkin og Suður-Kórea hafa haldið því fram að útlit sé fyrir kjarnorkuvopnatilraun í Norður-Kóreu. Í tilkynningu frá Rex Tillerson, utanríkisráðherra, James Mattis, varnarmálaráðherra, og Dan Coats, yfirmanni njósnamála, segir að ógn stafi af Norður-Kóreu. Fyrri aðgerðir hafi ekki náð að stöðva tilraunir ríkisins, sem eru í trássi við alþjóðalög, og að Bandaríkin séu tilbúin til að verja sig og bandamenn sína.Sjá einnig: Hættan á stríði á Kóreuskaga ekki meiri í rúm sextíu ár Hins vegar segir að með aðgerðunum vilji Bandaríkin hvetja Norður-Kóreumenn til að draga úr spennu á svæðinu og koma aftur að samningaborðinu.Samkvæmt frétt BBC kemur einnig til greina að setja Norður-Kóreu aftur á lista ríkja sem styðja hryðjuverk.Taka djarfari stöðu Hundrað öldungadeildarþingmenn voru ferjaðir í Hvíta húsið í dag þar sem Trump og aðrir í ríkisstjórn hans kynntu þingmönnunum þá „miklu ógn“ sem stafar af Norður-Kóreu, eins og heimildarmaður Washington Post orðar það. Eftir fundinn lýstu þingmenn gremju sinni yfir því að lítið um smáatriði hver stefna ríkisstjórnarinnar gagnvart Norður-Kóreu væri. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins sem ræddi við WP og óskaði nafnleyndar sagði að í upphafi fundarins hefði komið fram að ríkisstjórnin væri orðin þreytt á ástandinu og ögrunum Norður-Kóreu. Því stæði til að taka djarfari stöðu í málinu. Hann sagði engin svör þó hafa fengist um hvað það þýddi. Það sem hann sagðist hafa tekið frá fundinum, var að ríkisstjórnin hefði mögulega verið að undirbúa þingmennina fyrir að aðstæður gætu breyst á mjög skömmum tíma. Richard Blumenthal, þingmaður Demókrataflokksins, segir lítið sem ekkert nýtt hafa komið fram á fundinum. Hann lýsti yfir furðu sinni á því að allir öldungadeildarþingmenn Bandaríkjanna hefðu verið fluttir í Hvíta húsið fyrir þennan fund. Norður-Kórea Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump ætlar að herða viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu og beita ríkið auknum pólitískum þrýstingi. Markmiðið er að stöðva eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlanir einræðisríkisins. Þetta var tilkynnt eftir fund öldungaþingmanna í Hvíta húsinu í kvöld. Mikil spenna er á svæðinu við Kóreuskagann en Bandaríkin og Suður-Kórea hafa haldið því fram að útlit sé fyrir kjarnorkuvopnatilraun í Norður-Kóreu. Í tilkynningu frá Rex Tillerson, utanríkisráðherra, James Mattis, varnarmálaráðherra, og Dan Coats, yfirmanni njósnamála, segir að ógn stafi af Norður-Kóreu. Fyrri aðgerðir hafi ekki náð að stöðva tilraunir ríkisins, sem eru í trássi við alþjóðalög, og að Bandaríkin séu tilbúin til að verja sig og bandamenn sína.Sjá einnig: Hættan á stríði á Kóreuskaga ekki meiri í rúm sextíu ár Hins vegar segir að með aðgerðunum vilji Bandaríkin hvetja Norður-Kóreumenn til að draga úr spennu á svæðinu og koma aftur að samningaborðinu.Samkvæmt frétt BBC kemur einnig til greina að setja Norður-Kóreu aftur á lista ríkja sem styðja hryðjuverk.Taka djarfari stöðu Hundrað öldungadeildarþingmenn voru ferjaðir í Hvíta húsið í dag þar sem Trump og aðrir í ríkisstjórn hans kynntu þingmönnunum þá „miklu ógn“ sem stafar af Norður-Kóreu, eins og heimildarmaður Washington Post orðar það. Eftir fundinn lýstu þingmenn gremju sinni yfir því að lítið um smáatriði hver stefna ríkisstjórnarinnar gagnvart Norður-Kóreu væri. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins sem ræddi við WP og óskaði nafnleyndar sagði að í upphafi fundarins hefði komið fram að ríkisstjórnin væri orðin þreytt á ástandinu og ögrunum Norður-Kóreu. Því stæði til að taka djarfari stöðu í málinu. Hann sagði engin svör þó hafa fengist um hvað það þýddi. Það sem hann sagðist hafa tekið frá fundinum, var að ríkisstjórnin hefði mögulega verið að undirbúa þingmennina fyrir að aðstæður gætu breyst á mjög skömmum tíma. Richard Blumenthal, þingmaður Demókrataflokksins, segir lítið sem ekkert nýtt hafa komið fram á fundinum. Hann lýsti yfir furðu sinni á því að allir öldungadeildarþingmenn Bandaríkjanna hefðu verið fluttir í Hvíta húsið fyrir þennan fund.
Norður-Kórea Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira