Ungar en bestar allra Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2017 06:00 Keflavíkurstúlkur með bikarinn stóra. mynd/víkurfréttir/páll ketilsson Sagt er að til að verða bestur þurfirðu að vinna þá bestu. Það gerði Keflavík í gærkvöldi þegar liðið varð Íslandsmeistari í Domino´s-deild kvenna í körfubolta með 70-50 sigri á Snæfelli, meisturum síðustu þriggja ára, á heimavelli sínum í Sláturhúsinu í Keflavík. Frammistaða Keflvíkingar var nær fullkomin og endurspeglaði allt sem liðið stendur fyrir. Keflavíkurliðið er kallað Litlu slátrararnir og ekki að ástæðulausu. Meðalaldur þess er rétt ríflega 19 ár en þær spila vörn eins og ljónynjur að vernda ungana sína. Þegar þær eru í gír eins og í gær verður þetta lið ekki stöðvað. Spenna ríkti fyrir tímabilinu í Keflavík því vitað var að þarna fer eitt efnilegasta lið sem sést hefur. Það var bara ekki reiknað með því að þetta væri þegar uppi væri staðið besta lið landsins. Þessar ungu Keflavíkurstúlkur voru fyrr á árinu búnar að vinna sterkt lið Skallagríms í úrslitaleik bikarsins og tóku svo vesturlandið í gegn í úrslitakeppninni. Fyrst var það sigur í oddaleik í undanúrslitum á Skallagrími og svo þessi 3-1 sigur í úrslitarimmunni á móti Snæfelli. Auðvelt hefði verið að halda að Keflavíkurliðið myndi bogna á stóra sviðinu þegar aðeins er rýnt í meðalaldurinn en þetta lið spilar ekki eins og það hafi ekki aldur til að fara í ríkið. Á stærsta sviðinu skein stjarna slátrarana litlu hvað skærast og tveir stærstu titlar tímabilsins verða nú geymdir í Keflavík næsta árið. Í öðru eins liðsframlagi og Keflavíkurliðið sýnir er eiginlega ósanngjarnt að taka einn leikmann út en það verður samt gert. Thelma Dís Ágústsdóttir sýndi í úrslitakeppninni, þar sem hún jók stigafrmalag sitt úr tíu stigum í sextán í leik að hún er ekki bara einn efnilegasti leikmaður landsins heldur einn sá besti. Móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir, ein besta skytta í sögu íslenska kvennakörfuboltans, sat allt tímabilið á bekk Keflavíkurliðsins sem liðstjóri og fylgdist með dóttur sinni verða stjarna og vinna þann stóra. Í stúkunni í gær voru svo fyrrverandi samherjar Bjargar úr gullaldarliði Keflavíkur að horfa á nýjustu framleiðsluna í Sláturhúsinu. Líkt og Björg og Anna María gerðu á sínum tíma getur þetta lið ef það helst saman tekið yfir íslenskan kvennakörfubolta.Thelma Dís og móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir.vísir/óskaró Dominos-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Leik lokið: KR - Njarðvík 101-57 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Sagt er að til að verða bestur þurfirðu að vinna þá bestu. Það gerði Keflavík í gærkvöldi þegar liðið varð Íslandsmeistari í Domino´s-deild kvenna í körfubolta með 70-50 sigri á Snæfelli, meisturum síðustu þriggja ára, á heimavelli sínum í Sláturhúsinu í Keflavík. Frammistaða Keflvíkingar var nær fullkomin og endurspeglaði allt sem liðið stendur fyrir. Keflavíkurliðið er kallað Litlu slátrararnir og ekki að ástæðulausu. Meðalaldur þess er rétt ríflega 19 ár en þær spila vörn eins og ljónynjur að vernda ungana sína. Þegar þær eru í gír eins og í gær verður þetta lið ekki stöðvað. Spenna ríkti fyrir tímabilinu í Keflavík því vitað var að þarna fer eitt efnilegasta lið sem sést hefur. Það var bara ekki reiknað með því að þetta væri þegar uppi væri staðið besta lið landsins. Þessar ungu Keflavíkurstúlkur voru fyrr á árinu búnar að vinna sterkt lið Skallagríms í úrslitaleik bikarsins og tóku svo vesturlandið í gegn í úrslitakeppninni. Fyrst var það sigur í oddaleik í undanúrslitum á Skallagrími og svo þessi 3-1 sigur í úrslitarimmunni á móti Snæfelli. Auðvelt hefði verið að halda að Keflavíkurliðið myndi bogna á stóra sviðinu þegar aðeins er rýnt í meðalaldurinn en þetta lið spilar ekki eins og það hafi ekki aldur til að fara í ríkið. Á stærsta sviðinu skein stjarna slátrarana litlu hvað skærast og tveir stærstu titlar tímabilsins verða nú geymdir í Keflavík næsta árið. Í öðru eins liðsframlagi og Keflavíkurliðið sýnir er eiginlega ósanngjarnt að taka einn leikmann út en það verður samt gert. Thelma Dís Ágústsdóttir sýndi í úrslitakeppninni, þar sem hún jók stigafrmalag sitt úr tíu stigum í sextán í leik að hún er ekki bara einn efnilegasti leikmaður landsins heldur einn sá besti. Móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir, ein besta skytta í sögu íslenska kvennakörfuboltans, sat allt tímabilið á bekk Keflavíkurliðsins sem liðstjóri og fylgdist með dóttur sinni verða stjarna og vinna þann stóra. Í stúkunni í gær voru svo fyrrverandi samherjar Bjargar úr gullaldarliði Keflavíkur að horfa á nýjustu framleiðsluna í Sláturhúsinu. Líkt og Björg og Anna María gerðu á sínum tíma getur þetta lið ef það helst saman tekið yfir íslenskan kvennakörfubolta.Thelma Dís og móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir.vísir/óskaró
Dominos-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Leik lokið: KR - Njarðvík 101-57 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti