Thelma Dís: Ómetanlegt að vera með mömmu á bekknum Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2017 09:45 Thelma Dís Ágústsdóttir og móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir, með bikarana í gær. vísir/óskaró „Þetta er geggjað, alveg ólýsanlegt, í alvörunni talað,“ sagði kampakát Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur, við Vísi eftir að liðið varð Íslandsmeistari í Domino´s-deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Litlu slátrararnir í Keflavík pökkuðu meisturum síðustu þriggja ára, Snæfelli, saman í Sláturhúsinu með 20 stiga sigri, 70-50, og unnu einvígið samanlagt, 3-1. Thelma Dís skoraði þrettán stig í leiknum, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar en hún sprakk út í úrslitakeppninni og jók til dæmis stigaframlag sitt úr tíu stigum í sextán stig að meðaltali í leik. Þessu unga Keflavíkurliði var spáð sjötta sætinu fyrir Íslandsmótið en það stendur uppi sem Íslands- og bikarmeistari eftir veturinn. Meðalaldur liðsins er 19,4 ár.„Það hafði enginn trú á okkur en við vissum hvað við gætum. Við höfðum okkar markmið og stóðum við þau,“ sagði Thelma Dís, en hver var lykilinn að árangrinum í vetur? „Varnarleikurinn alveg klárlega,“ svaraði þessi ótrúlega efnilegi 18 ára gamli framherji um hæl. Varnarleikur hefur verið aðalsmerki Keflavíkurliðsins í vetur og var það svo sannarlega í lokaleiknum. Thelma er dóttir Bjargar Hafsteinsdóttur, bestu þriggja stiga skyttu í sögu íslenska kvennakörfuboltans. Björg var liðsstjóri Keflavíkur í vetur og fylgdist með dóttur sinni slá í gegn og lyfta þeim stóra. Björg hefur gert þetta allt áður en hún var fyrirliði Keflavíkurliðsins sem vann fyrstu úrslitakeppnina árið 1993. Nú, 24 árum síðar, er dóttir hennar Íslandsmeistari. „Það er æðislegt að hafa hana á bekknum. Hún kann þetta allt saman og hefur endalaust oft orðið Íslandsmeistari. Það er ómetanlegt að hafa hana með sér,“ sagði Thelma. Björg var hluti af gullaldarliði Keflavíkur með leikmenn á borð við hana sjálfa og Önnu Maríu Sveinsdóttur. Þær unnu ótal titla saman en er stefnan sú sama hjá þessari nýju gullkynslóð? „Já, auðvitað. Af hverju ekki,“ sagði Thelma Dís Ágústsdóttir. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45 Ungar en bestar allra Litlu slátrararnir í Keflavík urðu Íslandsmeistarar kvenna í Domino´s-deildinni í körfubolta í gærkvöldi þegar þær lögðu Snæfell í fjórða leik. Liðið er mjög ungt en getur á næstu árum tekið yfir íslenskan kvennakörfubolta. 27. apríl 2017 06:00 Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12 Sverrir: Sá eftir fyrstu sjö leikina að við gátum gert ótrúlega hluti Sverrir Þór Sverrisson gerði Keflavík að Íslandsmeistara í Domino´s-deild kvenna í körfubolta. 26. apríl 2017 21:47 Til hamingju Keflavík | Íslandsmeistaramyndband Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í körfubolta í sextánda sinn eftir 20 stiga sigur á Snæfelli, 70-50, í Sláturhúsinu í Keflavík. 26. apríl 2017 22:08 Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Leik lokið: KR - Njarðvík 101-57 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
„Þetta er geggjað, alveg ólýsanlegt, í alvörunni talað,“ sagði kampakát Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur, við Vísi eftir að liðið varð Íslandsmeistari í Domino´s-deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Litlu slátrararnir í Keflavík pökkuðu meisturum síðustu þriggja ára, Snæfelli, saman í Sláturhúsinu með 20 stiga sigri, 70-50, og unnu einvígið samanlagt, 3-1. Thelma Dís skoraði þrettán stig í leiknum, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar en hún sprakk út í úrslitakeppninni og jók til dæmis stigaframlag sitt úr tíu stigum í sextán stig að meðaltali í leik. Þessu unga Keflavíkurliði var spáð sjötta sætinu fyrir Íslandsmótið en það stendur uppi sem Íslands- og bikarmeistari eftir veturinn. Meðalaldur liðsins er 19,4 ár.„Það hafði enginn trú á okkur en við vissum hvað við gætum. Við höfðum okkar markmið og stóðum við þau,“ sagði Thelma Dís, en hver var lykilinn að árangrinum í vetur? „Varnarleikurinn alveg klárlega,“ svaraði þessi ótrúlega efnilegi 18 ára gamli framherji um hæl. Varnarleikur hefur verið aðalsmerki Keflavíkurliðsins í vetur og var það svo sannarlega í lokaleiknum. Thelma er dóttir Bjargar Hafsteinsdóttur, bestu þriggja stiga skyttu í sögu íslenska kvennakörfuboltans. Björg var liðsstjóri Keflavíkur í vetur og fylgdist með dóttur sinni slá í gegn og lyfta þeim stóra. Björg hefur gert þetta allt áður en hún var fyrirliði Keflavíkurliðsins sem vann fyrstu úrslitakeppnina árið 1993. Nú, 24 árum síðar, er dóttir hennar Íslandsmeistari. „Það er æðislegt að hafa hana á bekknum. Hún kann þetta allt saman og hefur endalaust oft orðið Íslandsmeistari. Það er ómetanlegt að hafa hana með sér,“ sagði Thelma. Björg var hluti af gullaldarliði Keflavíkur með leikmenn á borð við hana sjálfa og Önnu Maríu Sveinsdóttur. Þær unnu ótal titla saman en er stefnan sú sama hjá þessari nýju gullkynslóð? „Já, auðvitað. Af hverju ekki,“ sagði Thelma Dís Ágústsdóttir.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45 Ungar en bestar allra Litlu slátrararnir í Keflavík urðu Íslandsmeistarar kvenna í Domino´s-deildinni í körfubolta í gærkvöldi þegar þær lögðu Snæfell í fjórða leik. Liðið er mjög ungt en getur á næstu árum tekið yfir íslenskan kvennakörfubolta. 27. apríl 2017 06:00 Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12 Sverrir: Sá eftir fyrstu sjö leikina að við gátum gert ótrúlega hluti Sverrir Þór Sverrisson gerði Keflavík að Íslandsmeistara í Domino´s-deild kvenna í körfubolta. 26. apríl 2017 21:47 Til hamingju Keflavík | Íslandsmeistaramyndband Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í körfubolta í sextánda sinn eftir 20 stiga sigur á Snæfelli, 70-50, í Sláturhúsinu í Keflavík. 26. apríl 2017 22:08 Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Leik lokið: KR - Njarðvík 101-57 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45
Ungar en bestar allra Litlu slátrararnir í Keflavík urðu Íslandsmeistarar kvenna í Domino´s-deildinni í körfubolta í gærkvöldi þegar þær lögðu Snæfell í fjórða leik. Liðið er mjög ungt en getur á næstu árum tekið yfir íslenskan kvennakörfubolta. 27. apríl 2017 06:00
Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12
Sverrir: Sá eftir fyrstu sjö leikina að við gátum gert ótrúlega hluti Sverrir Þór Sverrisson gerði Keflavík að Íslandsmeistara í Domino´s-deild kvenna í körfubolta. 26. apríl 2017 21:47
Til hamingju Keflavík | Íslandsmeistaramyndband Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í körfubolta í sextánda sinn eftir 20 stiga sigur á Snæfelli, 70-50, í Sláturhúsinu í Keflavík. 26. apríl 2017 22:08
Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti