Rakel: Fleiri en þrjú lið sem geta barist á toppnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2017 11:00 Breiðablik varð af Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í fyrra á lokasprettinum. Það varð meistari árið 2015 en þurfti að sjá á eftir titlinum í Garðabæinn til Stjörnunnar í fyrra. Blikum er spáð öðru sæti í sumar á eftir Val en markmið þessa vel mannaða og öfluga Blikaliðs sem varð meistari meistaranna á dögunum eftir 3-0 sigur á Stjörnunni er að sjálfsögðu að verða aftur meistari. „Vonandi verðum við einu sæti ofar. Við förum allavega í alla leiki til að vinna þá,“ segir Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks. „Okkur hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu. Við erum með gott lið og ég hlakka bara til að byrja sumarið.“ Rakel viðurkennir að Blikar voru í sárum eftir að ná ekki að verja Íslandsmeistaratitilinn á síðasta ári. „Það var náttúrlega ömurlegt að tapa og lenda í öðru sæti í fyrra. Við förum í alla leiki til að vinna þá og við ætlum okkur að vera einu sæti ofar en þessi spá segir til um. Deildin er aftur á móti mjög sterk þannig þetta kemur í ljós,“ segir Rakel en hvernig verður það að spila í Pepsi-deildinni með EM í kollinum? „Maður þarf bara að skipuleggja sig vel. Maður er alltaf að hugsa um EM en það þarf að einbeita sér að einu í einu. Maður þarf að einbeita sér að Pepsi-deildinni þegar hún er í gangi en samt undirbúa sig fyrir EM.“ Valur, Breiðablik og Stjarnan eiga að berjast um titilinn samkvæmt spánni en eru fleiri lið sem koma til greina? „Þór/KA og ÍBV eru með mjög sterk lið. KR er búið að fá til sín frábæra leikmenn þannig ég býst við mjög sterkri deild í ár. Það eru fleiri lið en þessi þrjú sem geta barist á toppnum,“ segir Rakel Hönnudóttir. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Valskonum spáð titlinum Valur og Breiðablik munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild kvenna í sumar samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna. 25. apríl 2017 12:59 Katrín: Geggjað að vera komin heim Katrín Ómarsdóttir er komin aftur í íslenska boltann eftir að hafa verið í atvinnumennsku síðustu átta árin. 26. apríl 2017 15:00 Margrét Lára: Fólk hefur enga ástæðu til að mæta ekki á kvennaleiki lengur Landsliðsfyrirliðinn bendir fótboltaáhugamönnum á að hafa hugann opinn og átta sig á því að karla- og kvennafótbolti eru ekki sama íþróttin. 26. apríl 2017 13:00 Gæti orðið geggjað sumar Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Þorkell Máni Pétursson, einn sérfræðinga Pepsi-marka kvenna á Stöð 2 Sport, reiknar með hörkubaráttu bæði á toppi og botni deildarinnar. 27. apríl 2017 06:30 Mest lesið Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Enski boltinn Í beinni: Chiefs - Eagles | Barist um Ofurskálina í New Orleans Sport Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Handbolti Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Körfubolti Fjögurra ára bann fyrir að svindla samlöndu sína inn á ÓL í París Sport Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Enski boltinn Randy Moss brast í grát eftir kveðjur frá Brady og Belichick Sport Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Körfubolti Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Enski boltinn Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht Sjá meira
Breiðablik varð af Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í fyrra á lokasprettinum. Það varð meistari árið 2015 en þurfti að sjá á eftir titlinum í Garðabæinn til Stjörnunnar í fyrra. Blikum er spáð öðru sæti í sumar á eftir Val en markmið þessa vel mannaða og öfluga Blikaliðs sem varð meistari meistaranna á dögunum eftir 3-0 sigur á Stjörnunni er að sjálfsögðu að verða aftur meistari. „Vonandi verðum við einu sæti ofar. Við förum allavega í alla leiki til að vinna þá,“ segir Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks. „Okkur hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu. Við erum með gott lið og ég hlakka bara til að byrja sumarið.“ Rakel viðurkennir að Blikar voru í sárum eftir að ná ekki að verja Íslandsmeistaratitilinn á síðasta ári. „Það var náttúrlega ömurlegt að tapa og lenda í öðru sæti í fyrra. Við förum í alla leiki til að vinna þá og við ætlum okkur að vera einu sæti ofar en þessi spá segir til um. Deildin er aftur á móti mjög sterk þannig þetta kemur í ljós,“ segir Rakel en hvernig verður það að spila í Pepsi-deildinni með EM í kollinum? „Maður þarf bara að skipuleggja sig vel. Maður er alltaf að hugsa um EM en það þarf að einbeita sér að einu í einu. Maður þarf að einbeita sér að Pepsi-deildinni þegar hún er í gangi en samt undirbúa sig fyrir EM.“ Valur, Breiðablik og Stjarnan eiga að berjast um titilinn samkvæmt spánni en eru fleiri lið sem koma til greina? „Þór/KA og ÍBV eru með mjög sterk lið. KR er búið að fá til sín frábæra leikmenn þannig ég býst við mjög sterkri deild í ár. Það eru fleiri lið en þessi þrjú sem geta barist á toppnum,“ segir Rakel Hönnudóttir. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Valskonum spáð titlinum Valur og Breiðablik munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild kvenna í sumar samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna. 25. apríl 2017 12:59 Katrín: Geggjað að vera komin heim Katrín Ómarsdóttir er komin aftur í íslenska boltann eftir að hafa verið í atvinnumennsku síðustu átta árin. 26. apríl 2017 15:00 Margrét Lára: Fólk hefur enga ástæðu til að mæta ekki á kvennaleiki lengur Landsliðsfyrirliðinn bendir fótboltaáhugamönnum á að hafa hugann opinn og átta sig á því að karla- og kvennafótbolti eru ekki sama íþróttin. 26. apríl 2017 13:00 Gæti orðið geggjað sumar Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Þorkell Máni Pétursson, einn sérfræðinga Pepsi-marka kvenna á Stöð 2 Sport, reiknar með hörkubaráttu bæði á toppi og botni deildarinnar. 27. apríl 2017 06:30 Mest lesið Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Enski boltinn Í beinni: Chiefs - Eagles | Barist um Ofurskálina í New Orleans Sport Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Handbolti Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Körfubolti Fjögurra ára bann fyrir að svindla samlöndu sína inn á ÓL í París Sport Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Enski boltinn Randy Moss brast í grát eftir kveðjur frá Brady og Belichick Sport Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Körfubolti Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Enski boltinn Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht Sjá meira
Valskonum spáð titlinum Valur og Breiðablik munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild kvenna í sumar samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna. 25. apríl 2017 12:59
Katrín: Geggjað að vera komin heim Katrín Ómarsdóttir er komin aftur í íslenska boltann eftir að hafa verið í atvinnumennsku síðustu átta árin. 26. apríl 2017 15:00
Margrét Lára: Fólk hefur enga ástæðu til að mæta ekki á kvennaleiki lengur Landsliðsfyrirliðinn bendir fótboltaáhugamönnum á að hafa hugann opinn og átta sig á því að karla- og kvennafótbolti eru ekki sama íþróttin. 26. apríl 2017 13:00
Gæti orðið geggjað sumar Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Þorkell Máni Pétursson, einn sérfræðinga Pepsi-marka kvenna á Stöð 2 Sport, reiknar með hörkubaráttu bæði á toppi og botni deildarinnar. 27. apríl 2017 06:30