Hagar verða helmingi stærri Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. apríl 2017 07:00 Velta Olís árið 2016 nam 31 milljarði króna og velta Lyfju er um níu milljarðar. vísir/gva Gangi kaup Haga á Olíuverzlun Íslands og Lyfju eftir verður fyrirtækið þriðja stærsta fyrirtækið í Kauphöll Íslands á eftir Icelandair Group og Marel, sé horft til veltu fyrirtækjanna. Kaupin á Olís og Lyfju eru nú til umfjöllunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Áætla má að velta Haga á rekstrarárinu 2016-2017 verði rúmir 80 milljarðar króna. Velta Lyfju á árinu 2015 var 8,9 milljarðar króna samkvæmt ársreikningi. Samkvæmt tilkynningu sem birt var í Kauphöll í fyrrakvöld var velta Olís á síðasta ári 31 milljarður króna. Velta Haga eftir kaupin á Lyfju og Olís eykst því um helming, fer úr 80 milljörðum í 120 milljarða króna. Taka skal fram að þá er ekki horft til þess hvaða áhrif Costco mun hafa á starfsemi verslana Haga, enda ómögulegt að spá um það með vissu fyrirfram. Þá ber líka að líta til þess að Hagar hyggjast loka Dorothy Perkins og Topshop og hafa þegar lokað Debenhams. Hlutur þeirra verslana í heildarveltu Haga er þó óverulegur við hlið Bónuss og Hagkaupa. Eggert B. Ólafsson lögfræðingur telur víst að Samkeppniseftirlitið muni setja samrunanum skilyrði. „Fyrir þremur árum má ímynda sér að Samkeppniseftirlitið hefði íhugað að ógilda svona samruna hefði hann komið til kasta þess þá. Núna, vegna innkomu Costco á markaðinn, verður það þó varla uppi á teningnum. Hins vegar verður að teljast líklegt að Samkeppniseftirlitið setji samrunanum skilyrði,“ segir Eggert í pistli á vef fyrirtækis síns, Samkeppnisráðgjafar. Eggert bendir á að árið 2012 hafi Samkeppniseftirlitið gefið út mikla skýrslu um dagvörumarkaðinn. Sú vinna hljóti að koma að góðum notum núna þegar Samkeppniseftirlitið þarf að taka afstöðu til yfirtöku Haga á Olís. Samkvæmt þeirri skýrslu var markaðshlutdeild Haga á dagvöruvörumarkaði á höfuðborgarsvæðinu um 60 prósent, sem jafngildir markaðsráðandi stöðu. Horfa þurfi til þess að styrkur Hagakeðjunnar gagnvart birgjum, svokallaður kaupendastyrkur, sé þegar mikill og muni líkast til aukast töluvert við yfirtökuna á Olís. Eggert segir að horfa þurfi til ýmissa þátta. „Meðal þeirra spurninga, sem vakna vegna kaupa Haga á Olís, er hvort afsláttur hjá Olís verði skilyrtur við kaup á dagvöru í verslunum Haga. Mun Kaupás síðan fylgja í kjölfarið og kaupa Skeljung eða N1 og setja svipaða viðskiptaskilmála? Slík binding viðskiptavina við viðkomandi viðskiptahring gæti takmarkað tækifæri Costco til að veita íslensku verslunarsamstæðunum samkeppni,“ segir Eggert. Fjárfestar tóku vel í tíðindi af viðskiptunum í gær. Í lok dagsins hafði gengi bréfa í Kauphöll Íslands hækkað um 5,81 prósent í tæplega 850 milljóna króna viðskiptum. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Gangi kaup Haga á Olíuverzlun Íslands og Lyfju eftir verður fyrirtækið þriðja stærsta fyrirtækið í Kauphöll Íslands á eftir Icelandair Group og Marel, sé horft til veltu fyrirtækjanna. Kaupin á Olís og Lyfju eru nú til umfjöllunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Áætla má að velta Haga á rekstrarárinu 2016-2017 verði rúmir 80 milljarðar króna. Velta Lyfju á árinu 2015 var 8,9 milljarðar króna samkvæmt ársreikningi. Samkvæmt tilkynningu sem birt var í Kauphöll í fyrrakvöld var velta Olís á síðasta ári 31 milljarður króna. Velta Haga eftir kaupin á Lyfju og Olís eykst því um helming, fer úr 80 milljörðum í 120 milljarða króna. Taka skal fram að þá er ekki horft til þess hvaða áhrif Costco mun hafa á starfsemi verslana Haga, enda ómögulegt að spá um það með vissu fyrirfram. Þá ber líka að líta til þess að Hagar hyggjast loka Dorothy Perkins og Topshop og hafa þegar lokað Debenhams. Hlutur þeirra verslana í heildarveltu Haga er þó óverulegur við hlið Bónuss og Hagkaupa. Eggert B. Ólafsson lögfræðingur telur víst að Samkeppniseftirlitið muni setja samrunanum skilyrði. „Fyrir þremur árum má ímynda sér að Samkeppniseftirlitið hefði íhugað að ógilda svona samruna hefði hann komið til kasta þess þá. Núna, vegna innkomu Costco á markaðinn, verður það þó varla uppi á teningnum. Hins vegar verður að teljast líklegt að Samkeppniseftirlitið setji samrunanum skilyrði,“ segir Eggert í pistli á vef fyrirtækis síns, Samkeppnisráðgjafar. Eggert bendir á að árið 2012 hafi Samkeppniseftirlitið gefið út mikla skýrslu um dagvörumarkaðinn. Sú vinna hljóti að koma að góðum notum núna þegar Samkeppniseftirlitið þarf að taka afstöðu til yfirtöku Haga á Olís. Samkvæmt þeirri skýrslu var markaðshlutdeild Haga á dagvöruvörumarkaði á höfuðborgarsvæðinu um 60 prósent, sem jafngildir markaðsráðandi stöðu. Horfa þurfi til þess að styrkur Hagakeðjunnar gagnvart birgjum, svokallaður kaupendastyrkur, sé þegar mikill og muni líkast til aukast töluvert við yfirtökuna á Olís. Eggert segir að horfa þurfi til ýmissa þátta. „Meðal þeirra spurninga, sem vakna vegna kaupa Haga á Olís, er hvort afsláttur hjá Olís verði skilyrtur við kaup á dagvöru í verslunum Haga. Mun Kaupás síðan fylgja í kjölfarið og kaupa Skeljung eða N1 og setja svipaða viðskiptaskilmála? Slík binding viðskiptavina við viðkomandi viðskiptahring gæti takmarkað tækifæri Costco til að veita íslensku verslunarsamstæðunum samkeppni,“ segir Eggert. Fjárfestar tóku vel í tíðindi af viðskiptunum í gær. Í lok dagsins hafði gengi bréfa í Kauphöll Íslands hækkað um 5,81 prósent í tæplega 850 milljóna króna viðskiptum.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira