Íslenski boltinn

Fyrstu þættir Pepsi-markanna í opinni dagskrá og beint á Vísi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hörður Magnússon og Helena Ólafsdóttir.
Hörður Magnússon og Helena Ólafsdóttir. Samsett mynd/Vísir
Knattspyrnutímabilð hófst formlega í gærkvöldi þegar fyrstu fjórir leikirnir fóru fram í Pepsi-deild kvenna.

Umferðinni lýkur í dag með viðureign ÍBV og KR í Vestmannaeyjum en keppni í karladeildinni hefst á sunnudag, með viðureign ÍA og Íslandsmeistara FH.

Upphitunarþáttur Pepsi-markanna verður á Stöð 2 Sport í kvöld klukkan 20.00 en að honum loknum verður fyrsti þáttur Pepsi-marka kvenna sýndur, um klukkan 21.30.

Hörður Magnússon og sérfræðingar hans munu hita rækilega upp fyrir nýtt tímabil með því að fara vandlega yfir hvert lið og spá fyrir um gengi liðanna í sumar.

Helena Ólafsdóttir stýrir Pepsi-mörkum kvenna, rétt eins og síðasta sumar, og mun einnig spá fyrir um sumarið með sérfræðingum auk þess að gera upp fyrstu umferðina.

Báðir þættir verða í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport, auk þess sem þeir verða sýndir á íþróttavef Vísis.

Alls verða fjórir leikir sýndir í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í fyrstu umferðinni en allar upplýsingar um beinar útsendingar má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×