Búist við þriggja hesta baráttu um titilinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. apríl 2017 09:00 Ólafur Jóhannesson er kominn með frábært lið og gæti verið einum framherja frá því að vinna mótið. vísir/eyþór Íþróttadeild lýkur þessa helgina spá sinni fyrir Pepsi-deild karla í fótbolta með því að kynna liðin sem hún telur að hafni í fyrsta og öðru sæti. Það eru lið sem eru vön því að vera spáð góðu gengi; FH og KR. FH er ríkjandi meistari og mætir með rosalega sterkt lið til leiks en KR-ingar hafa spilað best allra á undirbúningstímabilinu. Valsmenn líta vel út og Stjarnan ætlar sér stóra hluti í sumar.Nýtt kerfi – sama hefðin FH hefur orðið meistari undanfarin tvö ár en Heimir Guðjónsson ætlar nú í fyrsta sinn að breyta sigurformúlu FH sem hefur tryggt liðinu átta titla frá 2004. Hann er búinn að skipta um leikkerfi og spilar 3-4-3. FH-liðið hefur litið vel út í því leikkerfi en sá galli er á gjöf njarðar að liðið er aðeins með einn miðvörð heilan og ætlar að spila með þrjá. Aftur á móti hefur FH verið að skora meira og lítur Kristján Flóki Finnbogason vel út fyrir sumarið. Þessi efnilegi framherji þarf að skora meira en hann gerði í fyrra en hann hefur verið sjóðheitur í sumar. FH er líklegasta liðið til að verða meistari. Þetta er þeirra mót að tapa.Tobias púslið sem vantaði? Willum Þór Þórsson lyfti grettistaki hjá KR þegar hann tók við af Bjarna Guðjónssyni í fyrra og kom liðinu með ótrúlegri seinni umferð í Evrópukeppni. KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar og spila frábæran fótbolta en þeir eru líka í 3-4-3. Vörn KR var góð í fyrra og markvarslan frábær en það vantaði fleiri mörk. KR skoraði aðeins 29 mörk á síðustu leiktíð en nú er það búið að fá danskan framherja sem heitir Tobias Thomsen. Hann skoraði fjögur mörk í fyrstu þremur leikjunum sínum í Lengjubikarnum og gæti verið síðasta púslið í meistaralið KR fyrir þessa leiktíð. Leikkerfið hentar öllum leikmönnum liðsins mjög vel.Framherja frá titlinum Eftir margar þjálfararáðningar á undanförnum árum hittu Valsmenn naglann á höfuðið þegar þeir réðu Ólaf Jóhannesson. Hann er búinn að koma ró á svæðið og byggja upp virkilega gott lið sem spilar einfaldan og árangursríkan fótbolta. Valsliðið er mjög vel mannað og hefur verið að spila vel í vetur. Það er með svakalega breidd á miðjunni þó hana skorti aðeins í vörninni en þar eru gæðin samt mikil. Valsmenn fá mikið af mörkum frá miðju og væng en þá vantar alvöru framherja. Þeir eru að reyna að fá Patrick Pedersen aftur, Danann sem hirti gullskóinn sem leikmaður Vals fyrir tveimur árum. Með hann í liðinu getur refurinn Ólafur Jóhannesson stolið þessum titli og farið með hann í holu sína.Þurfa betri byrjun Stjörnumenn náðu Evrópusæti á síðustu leiktíð með frábærum endaspretti en liðið var aldrei líklegt til að gera nokkurn skapaðan hlut í toppbaráttunni allt mótið. Stjörnumenn fóru ágætlega af stað í fyrra og unnu liðin sem féllu en þegar í alvöruna kom féll liðið á hverju prófinu á fætur öðru. Smá doði hefur verið í Garðabænum síðan liðið varð óvænt meistari árið 2014 og nú þurfa menn þar að fara að vakna. Með góðri byrjun geta Stjörnumenn gert sig líklega í titilbaráttunni en þeir eru þó síst líklegir af þessum fjórum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Íþróttadeild lýkur þessa helgina spá sinni fyrir Pepsi-deild karla í fótbolta með því að kynna liðin sem hún telur að hafni í fyrsta og öðru sæti. Það eru lið sem eru vön því að vera spáð góðu gengi; FH og KR. FH er ríkjandi meistari og mætir með rosalega sterkt lið til leiks en KR-ingar hafa spilað best allra á undirbúningstímabilinu. Valsmenn líta vel út og Stjarnan ætlar sér stóra hluti í sumar.Nýtt kerfi – sama hefðin FH hefur orðið meistari undanfarin tvö ár en Heimir Guðjónsson ætlar nú í fyrsta sinn að breyta sigurformúlu FH sem hefur tryggt liðinu átta titla frá 2004. Hann er búinn að skipta um leikkerfi og spilar 3-4-3. FH-liðið hefur litið vel út í því leikkerfi en sá galli er á gjöf njarðar að liðið er aðeins með einn miðvörð heilan og ætlar að spila með þrjá. Aftur á móti hefur FH verið að skora meira og lítur Kristján Flóki Finnbogason vel út fyrir sumarið. Þessi efnilegi framherji þarf að skora meira en hann gerði í fyrra en hann hefur verið sjóðheitur í sumar. FH er líklegasta liðið til að verða meistari. Þetta er þeirra mót að tapa.Tobias púslið sem vantaði? Willum Þór Þórsson lyfti grettistaki hjá KR þegar hann tók við af Bjarna Guðjónssyni í fyrra og kom liðinu með ótrúlegri seinni umferð í Evrópukeppni. KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar og spila frábæran fótbolta en þeir eru líka í 3-4-3. Vörn KR var góð í fyrra og markvarslan frábær en það vantaði fleiri mörk. KR skoraði aðeins 29 mörk á síðustu leiktíð en nú er það búið að fá danskan framherja sem heitir Tobias Thomsen. Hann skoraði fjögur mörk í fyrstu þremur leikjunum sínum í Lengjubikarnum og gæti verið síðasta púslið í meistaralið KR fyrir þessa leiktíð. Leikkerfið hentar öllum leikmönnum liðsins mjög vel.Framherja frá titlinum Eftir margar þjálfararáðningar á undanförnum árum hittu Valsmenn naglann á höfuðið þegar þeir réðu Ólaf Jóhannesson. Hann er búinn að koma ró á svæðið og byggja upp virkilega gott lið sem spilar einfaldan og árangursríkan fótbolta. Valsliðið er mjög vel mannað og hefur verið að spila vel í vetur. Það er með svakalega breidd á miðjunni þó hana skorti aðeins í vörninni en þar eru gæðin samt mikil. Valsmenn fá mikið af mörkum frá miðju og væng en þá vantar alvöru framherja. Þeir eru að reyna að fá Patrick Pedersen aftur, Danann sem hirti gullskóinn sem leikmaður Vals fyrir tveimur árum. Með hann í liðinu getur refurinn Ólafur Jóhannesson stolið þessum titli og farið með hann í holu sína.Þurfa betri byrjun Stjörnumenn náðu Evrópusæti á síðustu leiktíð með frábærum endaspretti en liðið var aldrei líklegt til að gera nokkurn skapaðan hlut í toppbaráttunni allt mótið. Stjörnumenn fóru ágætlega af stað í fyrra og unnu liðin sem féllu en þegar í alvöruna kom féll liðið á hverju prófinu á fætur öðru. Smá doði hefur verið í Garðabænum síðan liðið varð óvænt meistari árið 2014 og nú þurfa menn þar að fara að vakna. Með góðri byrjun geta Stjörnumenn gert sig líklega í titilbaráttunni en þeir eru þó síst líklegir af þessum fjórum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira