Búist við þriggja hesta baráttu um titilinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. apríl 2017 09:00 Ólafur Jóhannesson er kominn með frábært lið og gæti verið einum framherja frá því að vinna mótið. vísir/eyþór Íþróttadeild lýkur þessa helgina spá sinni fyrir Pepsi-deild karla í fótbolta með því að kynna liðin sem hún telur að hafni í fyrsta og öðru sæti. Það eru lið sem eru vön því að vera spáð góðu gengi; FH og KR. FH er ríkjandi meistari og mætir með rosalega sterkt lið til leiks en KR-ingar hafa spilað best allra á undirbúningstímabilinu. Valsmenn líta vel út og Stjarnan ætlar sér stóra hluti í sumar.Nýtt kerfi – sama hefðin FH hefur orðið meistari undanfarin tvö ár en Heimir Guðjónsson ætlar nú í fyrsta sinn að breyta sigurformúlu FH sem hefur tryggt liðinu átta titla frá 2004. Hann er búinn að skipta um leikkerfi og spilar 3-4-3. FH-liðið hefur litið vel út í því leikkerfi en sá galli er á gjöf njarðar að liðið er aðeins með einn miðvörð heilan og ætlar að spila með þrjá. Aftur á móti hefur FH verið að skora meira og lítur Kristján Flóki Finnbogason vel út fyrir sumarið. Þessi efnilegi framherji þarf að skora meira en hann gerði í fyrra en hann hefur verið sjóðheitur í sumar. FH er líklegasta liðið til að verða meistari. Þetta er þeirra mót að tapa.Tobias púslið sem vantaði? Willum Þór Þórsson lyfti grettistaki hjá KR þegar hann tók við af Bjarna Guðjónssyni í fyrra og kom liðinu með ótrúlegri seinni umferð í Evrópukeppni. KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar og spila frábæran fótbolta en þeir eru líka í 3-4-3. Vörn KR var góð í fyrra og markvarslan frábær en það vantaði fleiri mörk. KR skoraði aðeins 29 mörk á síðustu leiktíð en nú er það búið að fá danskan framherja sem heitir Tobias Thomsen. Hann skoraði fjögur mörk í fyrstu þremur leikjunum sínum í Lengjubikarnum og gæti verið síðasta púslið í meistaralið KR fyrir þessa leiktíð. Leikkerfið hentar öllum leikmönnum liðsins mjög vel.Framherja frá titlinum Eftir margar þjálfararáðningar á undanförnum árum hittu Valsmenn naglann á höfuðið þegar þeir réðu Ólaf Jóhannesson. Hann er búinn að koma ró á svæðið og byggja upp virkilega gott lið sem spilar einfaldan og árangursríkan fótbolta. Valsliðið er mjög vel mannað og hefur verið að spila vel í vetur. Það er með svakalega breidd á miðjunni þó hana skorti aðeins í vörninni en þar eru gæðin samt mikil. Valsmenn fá mikið af mörkum frá miðju og væng en þá vantar alvöru framherja. Þeir eru að reyna að fá Patrick Pedersen aftur, Danann sem hirti gullskóinn sem leikmaður Vals fyrir tveimur árum. Með hann í liðinu getur refurinn Ólafur Jóhannesson stolið þessum titli og farið með hann í holu sína.Þurfa betri byrjun Stjörnumenn náðu Evrópusæti á síðustu leiktíð með frábærum endaspretti en liðið var aldrei líklegt til að gera nokkurn skapaðan hlut í toppbaráttunni allt mótið. Stjörnumenn fóru ágætlega af stað í fyrra og unnu liðin sem féllu en þegar í alvöruna kom féll liðið á hverju prófinu á fætur öðru. Smá doði hefur verið í Garðabænum síðan liðið varð óvænt meistari árið 2014 og nú þurfa menn þar að fara að vakna. Með góðri byrjun geta Stjörnumenn gert sig líklega í titilbaráttunni en þeir eru þó síst líklegir af þessum fjórum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Íþróttadeild lýkur þessa helgina spá sinni fyrir Pepsi-deild karla í fótbolta með því að kynna liðin sem hún telur að hafni í fyrsta og öðru sæti. Það eru lið sem eru vön því að vera spáð góðu gengi; FH og KR. FH er ríkjandi meistari og mætir með rosalega sterkt lið til leiks en KR-ingar hafa spilað best allra á undirbúningstímabilinu. Valsmenn líta vel út og Stjarnan ætlar sér stóra hluti í sumar.Nýtt kerfi – sama hefðin FH hefur orðið meistari undanfarin tvö ár en Heimir Guðjónsson ætlar nú í fyrsta sinn að breyta sigurformúlu FH sem hefur tryggt liðinu átta titla frá 2004. Hann er búinn að skipta um leikkerfi og spilar 3-4-3. FH-liðið hefur litið vel út í því leikkerfi en sá galli er á gjöf njarðar að liðið er aðeins með einn miðvörð heilan og ætlar að spila með þrjá. Aftur á móti hefur FH verið að skora meira og lítur Kristján Flóki Finnbogason vel út fyrir sumarið. Þessi efnilegi framherji þarf að skora meira en hann gerði í fyrra en hann hefur verið sjóðheitur í sumar. FH er líklegasta liðið til að verða meistari. Þetta er þeirra mót að tapa.Tobias púslið sem vantaði? Willum Þór Þórsson lyfti grettistaki hjá KR þegar hann tók við af Bjarna Guðjónssyni í fyrra og kom liðinu með ótrúlegri seinni umferð í Evrópukeppni. KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar og spila frábæran fótbolta en þeir eru líka í 3-4-3. Vörn KR var góð í fyrra og markvarslan frábær en það vantaði fleiri mörk. KR skoraði aðeins 29 mörk á síðustu leiktíð en nú er það búið að fá danskan framherja sem heitir Tobias Thomsen. Hann skoraði fjögur mörk í fyrstu þremur leikjunum sínum í Lengjubikarnum og gæti verið síðasta púslið í meistaralið KR fyrir þessa leiktíð. Leikkerfið hentar öllum leikmönnum liðsins mjög vel.Framherja frá titlinum Eftir margar þjálfararáðningar á undanförnum árum hittu Valsmenn naglann á höfuðið þegar þeir réðu Ólaf Jóhannesson. Hann er búinn að koma ró á svæðið og byggja upp virkilega gott lið sem spilar einfaldan og árangursríkan fótbolta. Valsliðið er mjög vel mannað og hefur verið að spila vel í vetur. Það er með svakalega breidd á miðjunni þó hana skorti aðeins í vörninni en þar eru gæðin samt mikil. Valsmenn fá mikið af mörkum frá miðju og væng en þá vantar alvöru framherja. Þeir eru að reyna að fá Patrick Pedersen aftur, Danann sem hirti gullskóinn sem leikmaður Vals fyrir tveimur árum. Með hann í liðinu getur refurinn Ólafur Jóhannesson stolið þessum titli og farið með hann í holu sína.Þurfa betri byrjun Stjörnumenn náðu Evrópusæti á síðustu leiktíð með frábærum endaspretti en liðið var aldrei líklegt til að gera nokkurn skapaðan hlut í toppbaráttunni allt mótið. Stjörnumenn fóru ágætlega af stað í fyrra og unnu liðin sem féllu en þegar í alvöruna kom féll liðið á hverju prófinu á fætur öðru. Smá doði hefur verið í Garðabænum síðan liðið varð óvænt meistari árið 2014 og nú þurfa menn þar að fara að vakna. Með góðri byrjun geta Stjörnumenn gert sig líklega í titilbaráttunni en þeir eru þó síst líklegir af þessum fjórum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira