Landspítalinn segir að gengið sé þvert á almenn viðmið um forgangsröðun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2017 19:26 Landspítalinn tekur fram að nái tillagan óbreytt fram að ganga vanti um það bil tíu milljarða til rekstrar og nauðsynlegra tækjakaupa og annars stofnkostnaðar. Mynd/Vilhelm Landspítalinn segir að gengið sé þvert á almenn viðmið um forgangsröðun í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Jafnframt sé gengið gegn ráðleggingum sem erlendir ráðgjafar veittu stjórnvöldum með skýrslu þeirra í fyrra. Þetta kemur fram í umsögn Landspítalans við þingsályktunartillögu um fjármálaætlun næstu fjögurra ára, þar sem spítalinn segir meðal annars að tíu milljarða vanti til rekstrar og nauðsynlegra tækjakaupa samkvæmt tillögunni.Svipað fjármagn og í upphafi aldarinnar „Samkvæmt gögnum úr ríkisreikningum og endurskoðuðum ársreikningum Landspítala er sjúkrahúsið enn rekið fyrir svipað fjármagn (á föstu verðlagi) og í upphafi aldarinnar þó svo umfang þjónustunnar hafi aukist verulega, annars vegar vegna aukinnar eftirspurnar eftir þjónustu (vegna öldrunar þjóðarinnar og aukinnar byrði langvinnra sjúkdóma) og hins vegar vegna verkefna sem hafa beinlínis verið flutt til hans (svo sem rekstur réttargeðdeildar, Rjóðurs og þjónustu sem áður var veitt á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði,“ segir í umsögninni. Þá segir að þrátt fyrir að þessum verkefnum hafi fylgt fé hafi niðurskurður komið á móti og nettó niðurstaðan því sú að ríkisframlag á föstu verðlagi til rekstrar spítalans árið 2017 séu lægri en í aldarbyrjun. „Samanburður á breytilegu verðlagi (verðlagi hvers árs) eins og stundum er í umræðunni er að sjálfsögðu ekki boðlegur.“Þurfi að skera niður um fimm milljarða en halda óbreyttri starfsemi Landspítalinn tekur fram að nái tillagan óbreytt fram að ganga vanti um það bil tíu milljarða til rekstrar og nauðsynlegra tækjakaupa og annars stofnkostnaðar. Sé það miðað við mat spítalans á uppsafnaðri viðbótarfjárþörf spítalans, sem velferðarráðuneytið hafi kallað eftir við gerð umræddrar tillögu. Innlend sjúkrahús þurfi jafnframt að skera niður kostnað um um það bil fimm milljarða á tímabilinu miðað við þau nýju verkefni sem tilgreind séu í tillögunni, en óbreytta starfsemi að öðru leyti. „Með öðrum orðum: það viðbótarfé sem lagt er til nýrra verkefna í tillögunni virðist að verulegu leyti fengið með því að fella niður fjármögnun ýmissa verkefna sem nú eru til staðar og verða það áfram auk þess sem sum þeirra nýju verkefna sem tillagan felur í sér eru aðeins fjármögnuð að hluta,“ segir í umsögninni. Þá er gerð athugasemd að hvergi sé gert ráð fyrir tækjakaupum vegna nýbygginga við Hringbraut né nauðsynlegri endurgerð eldri húsa. Hvoru tveggja hafi verið forsenda þess að nýr meðferðarkjarni og rannsóknarsjúkrahús verði tilbúin árið 2013. „Landspítali telur að í forgangsröðun til einstakra þátta heilbrigðisþjónustu sé í ákveðnum veigamiklum tilvikum gengið þvert á almenn viðmið um forgangsröðun til heilbrigðisþjónustu og gangi gegn ráðleggingum sem erlendir ráðgjafar veittu fjárlaganefnd og velferðarráðuneyti með skýrslu á árinu 2016. Samkvæmt tillögunni munu fjárveitingar til þjónustu utan sjúkrahúsa aukast margfalt á við það sem bætt er við rekstrargrundvöll sjúkrahúsa landsmanna.“Umsögnina alla má lesa hér. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Landspítalinn segir að gengið sé þvert á almenn viðmið um forgangsröðun í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Jafnframt sé gengið gegn ráðleggingum sem erlendir ráðgjafar veittu stjórnvöldum með skýrslu þeirra í fyrra. Þetta kemur fram í umsögn Landspítalans við þingsályktunartillögu um fjármálaætlun næstu fjögurra ára, þar sem spítalinn segir meðal annars að tíu milljarða vanti til rekstrar og nauðsynlegra tækjakaupa samkvæmt tillögunni.Svipað fjármagn og í upphafi aldarinnar „Samkvæmt gögnum úr ríkisreikningum og endurskoðuðum ársreikningum Landspítala er sjúkrahúsið enn rekið fyrir svipað fjármagn (á föstu verðlagi) og í upphafi aldarinnar þó svo umfang þjónustunnar hafi aukist verulega, annars vegar vegna aukinnar eftirspurnar eftir þjónustu (vegna öldrunar þjóðarinnar og aukinnar byrði langvinnra sjúkdóma) og hins vegar vegna verkefna sem hafa beinlínis verið flutt til hans (svo sem rekstur réttargeðdeildar, Rjóðurs og þjónustu sem áður var veitt á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði,“ segir í umsögninni. Þá segir að þrátt fyrir að þessum verkefnum hafi fylgt fé hafi niðurskurður komið á móti og nettó niðurstaðan því sú að ríkisframlag á föstu verðlagi til rekstrar spítalans árið 2017 séu lægri en í aldarbyrjun. „Samanburður á breytilegu verðlagi (verðlagi hvers árs) eins og stundum er í umræðunni er að sjálfsögðu ekki boðlegur.“Þurfi að skera niður um fimm milljarða en halda óbreyttri starfsemi Landspítalinn tekur fram að nái tillagan óbreytt fram að ganga vanti um það bil tíu milljarða til rekstrar og nauðsynlegra tækjakaupa og annars stofnkostnaðar. Sé það miðað við mat spítalans á uppsafnaðri viðbótarfjárþörf spítalans, sem velferðarráðuneytið hafi kallað eftir við gerð umræddrar tillögu. Innlend sjúkrahús þurfi jafnframt að skera niður kostnað um um það bil fimm milljarða á tímabilinu miðað við þau nýju verkefni sem tilgreind séu í tillögunni, en óbreytta starfsemi að öðru leyti. „Með öðrum orðum: það viðbótarfé sem lagt er til nýrra verkefna í tillögunni virðist að verulegu leyti fengið með því að fella niður fjármögnun ýmissa verkefna sem nú eru til staðar og verða það áfram auk þess sem sum þeirra nýju verkefna sem tillagan felur í sér eru aðeins fjármögnuð að hluta,“ segir í umsögninni. Þá er gerð athugasemd að hvergi sé gert ráð fyrir tækjakaupum vegna nýbygginga við Hringbraut né nauðsynlegri endurgerð eldri húsa. Hvoru tveggja hafi verið forsenda þess að nýr meðferðarkjarni og rannsóknarsjúkrahús verði tilbúin árið 2013. „Landspítali telur að í forgangsröðun til einstakra þátta heilbrigðisþjónustu sé í ákveðnum veigamiklum tilvikum gengið þvert á almenn viðmið um forgangsröðun til heilbrigðisþjónustu og gangi gegn ráðleggingum sem erlendir ráðgjafar veittu fjárlaganefnd og velferðarráðuneyti með skýrslu á árinu 2016. Samkvæmt tillögunni munu fjárveitingar til þjónustu utan sjúkrahúsa aukast margfalt á við það sem bætt er við rekstrargrundvöll sjúkrahúsa landsmanna.“Umsögnina alla má lesa hér.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira