Margir fastir í óíbúðarhæfu húsnæði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2017 20:00 Kristmann segir suma ekki hafa efni á að fara í framkvæmdir og búi við óviðunandi aðstæður Vísir/skjáskot Sagt hefur verið frá fimm manna fjölskyldu sem er á götunni þar sem húsið er ónýtt vegna vegna veggjatítlu og myglusvepps - en tryggingar bæta ekki skaðann. Reyndar hefði fjölskyldan getað losnað við veggjatítluna með talsverðum kostnaði og haldið húsinu. En þegar myglusveppur fannst einnig varð ljóst að það borgaði sig ekki. Verkfræðistofan Efla veitir aðstoð vegna mygluvandamála á heimilum og fyrirtækjum. Gífurleg eftirspurn hefur verið eftir skoðunum síðasta áratug en átta starfsmenn eru í fullu starfi við að kanna og greina myglu. „Ég hef skoðað ríflega fjögur þúsund heimili á undanförnum sjö til átta árum," segir Kristmann Magnússon, byggingatæknifræðingur hjá Eflu. Kristmann hefur séð nokkur dæmi um fjölskyldur sem missa allt sitt vegna myglunnar og búa í óíbúðarhæfum húsum. „Já, því miður. Maður sér þetta oftar en mann langar. Stundum hefur fólk efni á að taka til hendinni og henda því sem er skemmt. En aðrir sitja verr eftir, ná ekki að laga það sem er að og eru mögulega með heilsubresti sem hægt er að tengja við húsnæðið," segir Kristmann. Mikið hefur verið fjallað um myglu síðustu ár. Kristmann segir vitundarvakningu hafa orðið meðal fólks og að skoðunaraðferðir séu orðnar betri. „Þetta leynist víðar en okkur grunaði í upphafi. Inni í steypu, inni í múr, þar sem mygla á ekki að þrífast. Því miður nær þetta að vaxa á ótrúlegustu stöðum.“Er ástandið verra hér á Íslandi en annars staðar? „Það má deila um það. Við erum þá helst að skoða steypumál. En það er margt sem bendir til að þetta sé ekki bara á íslandi, líka annars staðar í heiminum," segir Kristmann. Tengdar fréttir Leigusali dæmdur til að endurgreiða leigu og þrif á mygluðu innbúi Fordæmisgefandi mygludómur í hæstarétti í gær þegar leigusali var dæmdur til að endurgreiða leigu og bæta búslóð leigutaka vegna myglusvepps í íbúðinni. Lögmaður segir mörg mál bíða á borði sínu. 23. september 2016 19:15 Veggjatítlur fljúga en eru vandlátar "Veggjatítlur geta flogið. Á heitasta tíma sumars fljúga þær út úr húsum og geta flogið inn í næsta hús þess vegna. Þær þurfa þá sólarhita til þess. Þær væru ekki að fljúga núna til dæmis,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. 29. apríl 2017 07:00 Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Sagt hefur verið frá fimm manna fjölskyldu sem er á götunni þar sem húsið er ónýtt vegna vegna veggjatítlu og myglusvepps - en tryggingar bæta ekki skaðann. Reyndar hefði fjölskyldan getað losnað við veggjatítluna með talsverðum kostnaði og haldið húsinu. En þegar myglusveppur fannst einnig varð ljóst að það borgaði sig ekki. Verkfræðistofan Efla veitir aðstoð vegna mygluvandamála á heimilum og fyrirtækjum. Gífurleg eftirspurn hefur verið eftir skoðunum síðasta áratug en átta starfsmenn eru í fullu starfi við að kanna og greina myglu. „Ég hef skoðað ríflega fjögur þúsund heimili á undanförnum sjö til átta árum," segir Kristmann Magnússon, byggingatæknifræðingur hjá Eflu. Kristmann hefur séð nokkur dæmi um fjölskyldur sem missa allt sitt vegna myglunnar og búa í óíbúðarhæfum húsum. „Já, því miður. Maður sér þetta oftar en mann langar. Stundum hefur fólk efni á að taka til hendinni og henda því sem er skemmt. En aðrir sitja verr eftir, ná ekki að laga það sem er að og eru mögulega með heilsubresti sem hægt er að tengja við húsnæðið," segir Kristmann. Mikið hefur verið fjallað um myglu síðustu ár. Kristmann segir vitundarvakningu hafa orðið meðal fólks og að skoðunaraðferðir séu orðnar betri. „Þetta leynist víðar en okkur grunaði í upphafi. Inni í steypu, inni í múr, þar sem mygla á ekki að þrífast. Því miður nær þetta að vaxa á ótrúlegustu stöðum.“Er ástandið verra hér á Íslandi en annars staðar? „Það má deila um það. Við erum þá helst að skoða steypumál. En það er margt sem bendir til að þetta sé ekki bara á íslandi, líka annars staðar í heiminum," segir Kristmann.
Tengdar fréttir Leigusali dæmdur til að endurgreiða leigu og þrif á mygluðu innbúi Fordæmisgefandi mygludómur í hæstarétti í gær þegar leigusali var dæmdur til að endurgreiða leigu og bæta búslóð leigutaka vegna myglusvepps í íbúðinni. Lögmaður segir mörg mál bíða á borði sínu. 23. september 2016 19:15 Veggjatítlur fljúga en eru vandlátar "Veggjatítlur geta flogið. Á heitasta tíma sumars fljúga þær út úr húsum og geta flogið inn í næsta hús þess vegna. Þær þurfa þá sólarhita til þess. Þær væru ekki að fljúga núna til dæmis,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. 29. apríl 2017 07:00 Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Leigusali dæmdur til að endurgreiða leigu og þrif á mygluðu innbúi Fordæmisgefandi mygludómur í hæstarétti í gær þegar leigusali var dæmdur til að endurgreiða leigu og bæta búslóð leigutaka vegna myglusvepps í íbúðinni. Lögmaður segir mörg mál bíða á borði sínu. 23. september 2016 19:15
Veggjatítlur fljúga en eru vandlátar "Veggjatítlur geta flogið. Á heitasta tíma sumars fljúga þær út úr húsum og geta flogið inn í næsta hús þess vegna. Þær þurfa þá sólarhita til þess. Þær væru ekki að fljúga núna til dæmis,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. 29. apríl 2017 07:00
Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45