Hefur bara gerst einu sinni áður og þá komu Haukarnir til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2017 14:00 Andri Þór Helgason skoraði fimm mörk í sigri Fram á Ásvöllum í gær. Vísir/Anton Haukar hófu í gær titilvörn sína í úrslitakeppni Olís-deild karla í handbolta með tapi á heimavelli á móti Fram.Þessi úrslit þýða að Haukarnir munu mæta í Safamýri á þriðjudagskvöldið til þess að berjast fyrir lífi sínu. Frá því að úrslitakeppnin var tekin upp í núverandi mynd árið 1992 hafa aðeins tveir aðrir ríkjandi Íslandsmeistarar byrjað úrslitakeppni á tapi þar af byrjaði annar þessara meistara á því að spila á útivelli. Eyjamenn töpuðu fyrsta leik í úrslitakeppninni 2015 en sá leikur var á útivelli á móti Aftureldingu. Mosfellingar slógu meistarana síðan út 2-0. Íslandsmeistarar hafa því aðeins tvisvar sinnum tapað fyrsta leik í úrslitakeppni á heimavelli. Í gær og svo í úrslitakeppninni fyrir átta árum. Svo vill til að sá leikur var á milli sömu liða og á sama stað. Framarar vona þó að niðurstaða einvígisins verði ekki sú sama. Haukar voru þá Íslandsmeistarar og fengu Framara í heimsókn á Ásvelli. Framarar unnu 32-28 sigur á ríkjandi Íslandsmeisturum Hauka. Þetta var reyndar undanúrslitaeinvígi því engin átta liða úrslit voru í úrslitakeppninni 2009. Í gær unnu Framarar eins marks sigur á Íslandsmeisturum Hauka, 33-32, eftir framlengdan leik í fyrsta leiknum í einvígi þeirra í átta liða úrslitum. Það þarf bara að vinna tvo leiki í þessari seríu og svo var einnig í undanúrslitunum fyrir átta árum. Haukarnir geta huggað sig við það að fyrir átta árum þá fóru þeir í Safamýrina tryggðu sér oddaleik með 26-23 sigri og unnu síðan oddaleikinn sannfærandi með níu marka mun, 30-21. Haukarnir gerðu betur en það því fóru síðan alla leið og urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð eftir 3-1 sigur á Valsmönnum í úrslitaeinvíginu.Fyrsti leikur ríkjandi Íslandsmeistara í úrslitakeppni:Valur 1992: Komst ekki í úrslitakeppni FH 1993: 29-26 sigur á Víkingi á heimavelli Valur 1994: 21-20 sigur á Stjörnunni á heimavelli Valur 1995: 20-14 sigur á Haukum á heimavelli Valur 1996: 25-22 sigur á Gróttu á heimavelliValur 1997: Komst ekki í úrslitakeppni KA 1998: 21-20 sigur á Stjörnunni á heimavelliValur 1999: Komst ekki í úrslitakeppni Afturelding 2000: 19-12 sigur á HK á heimavelli Haukar 2001: 32-31 sigur á FH í framlengdum leik á heimavelli Haukar 2002: 26-17 sigur á FH á heimavelli KA 2003: 29-23 sigur á HK á heimavelli Haukar 2004: 41-39 sigur á ÍBV á heimavelli Haukar 2005: 29-22 sigur á FH á heimavelli- Engin úrslitakeppni 2006-2008 -Haukar 2009: 28-32 tap fyrir Fram á heimavelli Haukar 2010: 22-20 sigur á HK á heimavelliHaukar 2011: Komst ekki í úrslitakeppni FH 2012: 26-25 sigur á Akureyri á heimavelliHK 2013: Komst ekki í úrslitakeppniFram 2014: Komst ekki í úrslitakeppniÍBV 2015: 25-27 tap fyrir Aftureldingu á útivelli Haukar 2016: 33-24 sigur á Akureyri á heimavelliHaukar 2017: 32-33 tap fyrir Fram í framlengdum leik á heimavelli Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 27-26 | FH-ingar sluppu með skrekkinn Deildarmeistarar FH unnu nauman 27-26 sigur á Gróttu í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld eftir framlengdan leik. 9. apríl 2017 22:30 Sjáðu fólskulegt brot Arnars Birkis | Fékk bláa spjaldið og gæti farið í bann Fram er komið 1-0 í einvíginu gegn Haukum í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla þegar liðið vann fyrsta leikinn á Ásvöllum 33-32 eftir framlengdan leik. 9. apríl 2017 19:00 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 32-33 | Viktor Gísli hetja Fram gegn meisturunum Fram tók forystuna í einvíginu við Hauka í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla með eins marks sigri, 32-33, eftir framlengingu í fyrsta leik liðanna í kvöld. 9. apríl 2017 19:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 29-21 | ÍBV fór illa með Val í Eyjum ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum í dag. 9. apríl 2017 19:45 Athugasemd send til HSÍ: „Fokkaðu þér, Óskar" ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum en leikurinn fór 29-21. 9. apríl 2017 19:30 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Sjá meira
Haukar hófu í gær titilvörn sína í úrslitakeppni Olís-deild karla í handbolta með tapi á heimavelli á móti Fram.Þessi úrslit þýða að Haukarnir munu mæta í Safamýri á þriðjudagskvöldið til þess að berjast fyrir lífi sínu. Frá því að úrslitakeppnin var tekin upp í núverandi mynd árið 1992 hafa aðeins tveir aðrir ríkjandi Íslandsmeistarar byrjað úrslitakeppni á tapi þar af byrjaði annar þessara meistara á því að spila á útivelli. Eyjamenn töpuðu fyrsta leik í úrslitakeppninni 2015 en sá leikur var á útivelli á móti Aftureldingu. Mosfellingar slógu meistarana síðan út 2-0. Íslandsmeistarar hafa því aðeins tvisvar sinnum tapað fyrsta leik í úrslitakeppni á heimavelli. Í gær og svo í úrslitakeppninni fyrir átta árum. Svo vill til að sá leikur var á milli sömu liða og á sama stað. Framarar vona þó að niðurstaða einvígisins verði ekki sú sama. Haukar voru þá Íslandsmeistarar og fengu Framara í heimsókn á Ásvelli. Framarar unnu 32-28 sigur á ríkjandi Íslandsmeisturum Hauka. Þetta var reyndar undanúrslitaeinvígi því engin átta liða úrslit voru í úrslitakeppninni 2009. Í gær unnu Framarar eins marks sigur á Íslandsmeisturum Hauka, 33-32, eftir framlengdan leik í fyrsta leiknum í einvígi þeirra í átta liða úrslitum. Það þarf bara að vinna tvo leiki í þessari seríu og svo var einnig í undanúrslitunum fyrir átta árum. Haukarnir geta huggað sig við það að fyrir átta árum þá fóru þeir í Safamýrina tryggðu sér oddaleik með 26-23 sigri og unnu síðan oddaleikinn sannfærandi með níu marka mun, 30-21. Haukarnir gerðu betur en það því fóru síðan alla leið og urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð eftir 3-1 sigur á Valsmönnum í úrslitaeinvíginu.Fyrsti leikur ríkjandi Íslandsmeistara í úrslitakeppni:Valur 1992: Komst ekki í úrslitakeppni FH 1993: 29-26 sigur á Víkingi á heimavelli Valur 1994: 21-20 sigur á Stjörnunni á heimavelli Valur 1995: 20-14 sigur á Haukum á heimavelli Valur 1996: 25-22 sigur á Gróttu á heimavelliValur 1997: Komst ekki í úrslitakeppni KA 1998: 21-20 sigur á Stjörnunni á heimavelliValur 1999: Komst ekki í úrslitakeppni Afturelding 2000: 19-12 sigur á HK á heimavelli Haukar 2001: 32-31 sigur á FH í framlengdum leik á heimavelli Haukar 2002: 26-17 sigur á FH á heimavelli KA 2003: 29-23 sigur á HK á heimavelli Haukar 2004: 41-39 sigur á ÍBV á heimavelli Haukar 2005: 29-22 sigur á FH á heimavelli- Engin úrslitakeppni 2006-2008 -Haukar 2009: 28-32 tap fyrir Fram á heimavelli Haukar 2010: 22-20 sigur á HK á heimavelliHaukar 2011: Komst ekki í úrslitakeppni FH 2012: 26-25 sigur á Akureyri á heimavelliHK 2013: Komst ekki í úrslitakeppniFram 2014: Komst ekki í úrslitakeppniÍBV 2015: 25-27 tap fyrir Aftureldingu á útivelli Haukar 2016: 33-24 sigur á Akureyri á heimavelliHaukar 2017: 32-33 tap fyrir Fram í framlengdum leik á heimavelli
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 27-26 | FH-ingar sluppu með skrekkinn Deildarmeistarar FH unnu nauman 27-26 sigur á Gróttu í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld eftir framlengdan leik. 9. apríl 2017 22:30 Sjáðu fólskulegt brot Arnars Birkis | Fékk bláa spjaldið og gæti farið í bann Fram er komið 1-0 í einvíginu gegn Haukum í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla þegar liðið vann fyrsta leikinn á Ásvöllum 33-32 eftir framlengdan leik. 9. apríl 2017 19:00 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 32-33 | Viktor Gísli hetja Fram gegn meisturunum Fram tók forystuna í einvíginu við Hauka í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla með eins marks sigri, 32-33, eftir framlengingu í fyrsta leik liðanna í kvöld. 9. apríl 2017 19:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 29-21 | ÍBV fór illa með Val í Eyjum ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum í dag. 9. apríl 2017 19:45 Athugasemd send til HSÍ: „Fokkaðu þér, Óskar" ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum en leikurinn fór 29-21. 9. apríl 2017 19:30 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 27-26 | FH-ingar sluppu með skrekkinn Deildarmeistarar FH unnu nauman 27-26 sigur á Gróttu í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld eftir framlengdan leik. 9. apríl 2017 22:30
Sjáðu fólskulegt brot Arnars Birkis | Fékk bláa spjaldið og gæti farið í bann Fram er komið 1-0 í einvíginu gegn Haukum í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla þegar liðið vann fyrsta leikinn á Ásvöllum 33-32 eftir framlengdan leik. 9. apríl 2017 19:00
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 32-33 | Viktor Gísli hetja Fram gegn meisturunum Fram tók forystuna í einvíginu við Hauka í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla með eins marks sigri, 32-33, eftir framlengingu í fyrsta leik liðanna í kvöld. 9. apríl 2017 19:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 29-21 | ÍBV fór illa með Val í Eyjum ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum í dag. 9. apríl 2017 19:45
Athugasemd send til HSÍ: „Fokkaðu þér, Óskar" ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum en leikurinn fór 29-21. 9. apríl 2017 19:30