Upp komast svik Jón Sigurðsson skrifar 11. apríl 2017 07:00 Sögur hafa gengið um einkavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka. Orð stóð gegn orði. Nú hefur ónefndur maður afhent gögn sem virðast upplýsa margt varðandi Búnaðarbankann og S-hópinn. Undirritaður var á sínum tíma stjórnarmaður í Samvinnutryggingum/Andvöku og varamaður í stjórn VÍS og sat fundi í undirbúningi málsins. Vilhjálmur Bjarnason, núv. alþingismaður, hefur haft rétt fyrir sér um það að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi ekki lagt fé í þessi viðskipti. Þó höfðu fulltrúar Société Générale sagt annað áður. Annað mál er að sölu Búnaðarbankans andmæltu aðrir sem vildu fá góðan bita af kökunni.Málsatvik virðast þessi:1. Menn úr S-hópnum settu upp blekkingavef á síðustu stundu. – Einkavæðingarnefnd var blekkt, svo og aðrir fulltrúar fyrirtækja í S-hópnum, ásamt öðrum sem málinu tengdust. Við þetta voru notaðir starfsmenn sem ekki fengu að sjá neitt samhengi eða heildarmynd.2. Lögð var áhersla á að S-hópurinn legði fram verulegt eigið fé. – Nú má sjá að fjármagn, sem á vantaði, kom frá öðru íslensku fjármálafyrirtæki, en þessu var leynt.3. Sérstaklega var ætlast til að erlent fjármagn kæmi með og þá frá ótengdum aðila. – Blekkingum var beitt um þetta.4. Gert var ráð fyrir að Búnaðarbankinn starfaði áfram sem sjálfstætt fyrirtæki. – Annað íslenskt fjármálafyrirtæki yfirtók bankann í raun þá þegar.5. Þessi viðskipti áttu að vera opinber og algerlega gegnsæ. – Nú má sjá að blekkingaslaufu var brugðið um viðskiptin í lokin, með viðkomu á Tortóla, og verulegar þóknanir runnu til einstaklinga.6. Sagt er að skrifstofuhúsnæði fyrir Framsóknarflokkinn tengist þessu en ekki liggur fyrir hvernig þau tengsl kunna að hafa verið. Vitað var um bláþræði í einkavæðingu bankanna. Fallið var frá dreifðri sölu og þrýst á að hraða verkum. Aðeins fimm tilboð bárust og matsaðilar töldu aðeins tvö þeirra tæk. Hæsta boði var ekki tekið í annan bankann. Ómálefnaleg afskipti virðast hafa ráðið miklu varðandi báða bankana. Þessar nýju upplýsingar virðast eyða vafa um margt. Allt er þetta skammarlegt. Hugsanleg lögbrot kunna að vera fyrnd. En réttum upplýsingum skal fagna, – svo og málagjöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurðsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Sögur hafa gengið um einkavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka. Orð stóð gegn orði. Nú hefur ónefndur maður afhent gögn sem virðast upplýsa margt varðandi Búnaðarbankann og S-hópinn. Undirritaður var á sínum tíma stjórnarmaður í Samvinnutryggingum/Andvöku og varamaður í stjórn VÍS og sat fundi í undirbúningi málsins. Vilhjálmur Bjarnason, núv. alþingismaður, hefur haft rétt fyrir sér um það að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi ekki lagt fé í þessi viðskipti. Þó höfðu fulltrúar Société Générale sagt annað áður. Annað mál er að sölu Búnaðarbankans andmæltu aðrir sem vildu fá góðan bita af kökunni.Málsatvik virðast þessi:1. Menn úr S-hópnum settu upp blekkingavef á síðustu stundu. – Einkavæðingarnefnd var blekkt, svo og aðrir fulltrúar fyrirtækja í S-hópnum, ásamt öðrum sem málinu tengdust. Við þetta voru notaðir starfsmenn sem ekki fengu að sjá neitt samhengi eða heildarmynd.2. Lögð var áhersla á að S-hópurinn legði fram verulegt eigið fé. – Nú má sjá að fjármagn, sem á vantaði, kom frá öðru íslensku fjármálafyrirtæki, en þessu var leynt.3. Sérstaklega var ætlast til að erlent fjármagn kæmi með og þá frá ótengdum aðila. – Blekkingum var beitt um þetta.4. Gert var ráð fyrir að Búnaðarbankinn starfaði áfram sem sjálfstætt fyrirtæki. – Annað íslenskt fjármálafyrirtæki yfirtók bankann í raun þá þegar.5. Þessi viðskipti áttu að vera opinber og algerlega gegnsæ. – Nú má sjá að blekkingaslaufu var brugðið um viðskiptin í lokin, með viðkomu á Tortóla, og verulegar þóknanir runnu til einstaklinga.6. Sagt er að skrifstofuhúsnæði fyrir Framsóknarflokkinn tengist þessu en ekki liggur fyrir hvernig þau tengsl kunna að hafa verið. Vitað var um bláþræði í einkavæðingu bankanna. Fallið var frá dreifðri sölu og þrýst á að hraða verkum. Aðeins fimm tilboð bárust og matsaðilar töldu aðeins tvö þeirra tæk. Hæsta boði var ekki tekið í annan bankann. Ómálefnaleg afskipti virðast hafa ráðið miklu varðandi báða bankana. Þessar nýju upplýsingar virðast eyða vafa um margt. Allt er þetta skammarlegt. Hugsanleg lögbrot kunna að vera fyrnd. En réttum upplýsingum skal fagna, – svo og málagjöldum.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun