Greint er frá þessu á Facebook-síðu lögreglunnar á Vesturlandi en lögreglumenn sem voru á eftirliti um Vesturlandsveg fyrir nokkrum dögum komu auga á útlendinga sem höfðu lag bílum sínum upp við hótelið.
Fjórar stúlkur sem voru farþegar í bílunum sátu á hækjum sínum og voru að pissa á planið. Var lögreglubifreiðinni snúið við fyrsta tækifæri og ekið inn á bifreiðastæðið við Laxárbakka.
Voru stúlkurnar komnar upp í bílana og ökumenn þeirra að leggja af stað þegar lögreglan kom þar að.
Var fólkið tekið tali og reyndust þetta vera Spánverjar á ferðalagi um Ísland.
„Var fólkinu gerð grein fyrir því að þessi háttsemi væri ekki í lagi og að Íslendingar gerðu þetta ekki í þeirra heimalandi. Var stúlkunum gert að tína upp pappírinn sem þær höfðu skilið eftir. Þurftu þær að elta pissublautan pappírinn um bifreiðastæðið þar sem nokkur vindur var en lögreglumennirnir urðu ekki sáttir fyrr en öll ummerki voru horfin af vettvangi,“ segir í Facebook-færslu lögreglunnar.