Matarverð og fátækt á Íslandi Þórólfur Matthíasson og Guðjón Sigurbjartsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Í tengslum við gerð búvörusamninga sl. ár athuguðu undirritaðir verðmyndun matvara og mögulega verðlækkun með tollfrjálsum innflutningi. Einnig könnuðum við styrki til landbúnaðar almennt. Á grundvelli athugunar okkar drógum við meðal annars eftirfarandi ályktanir.Meginniðurstöður1. Við opnun á tollfrjálsum innflutningi matvæla ættu matarverð að lækka um 35% að jafnaði og matarútgjöld um 100.000 kr á mann á ári.2. Heildarstuðningur við landbúnaðinn er um 38 milljarðar kr. á ári.100.000kr. lækkun matarútgjalda á mann Söluverð kjúklinga hjá Bónus var á athugunartímanum sl. ár þannig að heill innlendur kjúklingur var um 800 kr/kg, en verð á innfluttum án tolla hefði verið um 500 kr/kg. Innlendar kjúklingabringur kostuðu um 1.900kr/kg en hefðu við tollaleysi kostað um 900 kr/kg. Þá er reiknað með sömu krónutöluálagningu á kg, sjá súlurit. Verðmunurinn hjá Krónunni var áætlaður sambærilegur. Að undanförnu hefur Bónus einmitt verið að selja innflutta kjúklinga í heilu á 495 kr/kg, vegna endurgreiddra tolla. Svipað má segja um önnur matvæli, við afnám tolla. Mest lækkar kjúklingur, svínakjöt og nautakjöt en mjólkurvörur, egg og kindakjöt lækka einnig2). Meðallækkunin verður um 35% sem gerir um 100.000 kr. á mann á ári eða 300.000 á þriggja manna fjölskyldu. Fátæka munar um minna og líklega myndu sumir geta leyft sér hollari matarinnkaup.38 milljarða kr. stuðningur á áriAlþingi setur lögin og sér svo um að skattgreiðendur styrkja bændur um 14 milljarða kr. á ári á fjárlögum. Einnig tollvernd landbúnaðarins sem leiðir til þess að neytendur greiða bændum um 10 milljarða kr. á ári aukalega að mati OECD og slátur- og vinnsluaðilum um 14 milljarða kr. á ári. Samtals hækkar tollverndin þannig matarútgjöld landsmanna um 24 milljarða kr. á ári. Kjúlingabændur í landinu eru um 27 og metinn stuðningur neytenda við greinina um 5,8 milljarðar kr. á ári. Eggjabændur eru 14 og metinn stuðningur um 600 milljónir kr. á ári. Svínabændur eru 23 og metinn stuðningur neytenda um 2 milljarða kr. á ári. Mestur er stuðningurinn þó við mjólkurbændur og tengda vinnslu 12,4 milljarðar kr. á ári og sauðfjárbændur og tengda vinnslu 8,6 milljarðar kr. á ári. Neytendur styðja því óbeint MS með yfir 2 milljarða kr. framlagi á ári og Norðlenska, Sláturfélag Suðurlands, Kaupfélag Skagfirðinga, Matfugl og Reykjagarður fá yfir 1 milljarð kr. í óbeinan stuðning. Nokkur fleiri félög fá verulegan stuðning.Lélegt siðferði hárra matarverðaAð draga úr fátækt er erfitt viðfangsefni í öllum þjóðfélögum. Í ljósi þess að ekki er útlit fyrir að takist að draga verulega úr henni hérlendis með hefðbundnum ráðum stenst tollverndin ekki siðferðilega. Það varðar við mannréttindi að halda ódýrum, hollum mat frá fátæku fólki í nútímasamfélagi opinna viðskipta. Lægri matarverð skipta fátæka Íslendinga miklu og fyrir ferðamenn og ferðaþjónustu skipta þau líka miklu máli, því Ísland telst dýrt land heim að sækja. Tollverndin hér er sér á parti. Evrópa er með opinn matvælamarkað sín á milli og flytur auk þess inn frá þróunarlöndum matvæli að verðmæti um 10.000 milljarða kr. árlega sem lið í þróunaraðstoð. Við styðjum landbúnaðinn rúmlega tvisvar sinnum meira en Finnland, Svíþjóð og Danmörk og fimm sinnum meira en Evrópulönd að meðaltali. Hinn ríki Noregur styrkir sinn landbúnað meira á fjárlögum en lítið með tollvernd. Við afnám tollverndar fækkar störfum sem tengjast landbúnaði líklega um 500 eða svo. En með nýrri landbúnaðar- og byggðastefnu má byggja undir arðbærari og umhverfisvænni greinar og bæta með því lífskjör og mannlíf í landinu svo um munar.Tilvísanir: 1. Samanburður á slátrunar- og vinnslukostnaði landbúnaðarafurða á Íslandi og nágrannalöndum. Ritrýnd grein greinarhöfunda á vegum Félagsvísindastofnunar HÍ, Október 2016. 2. Vefurinn Betri landbúnaður, https://betrilandbunadur.wordpress.com/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórólfur Matthíasson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Í tengslum við gerð búvörusamninga sl. ár athuguðu undirritaðir verðmyndun matvara og mögulega verðlækkun með tollfrjálsum innflutningi. Einnig könnuðum við styrki til landbúnaðar almennt. Á grundvelli athugunar okkar drógum við meðal annars eftirfarandi ályktanir.Meginniðurstöður1. Við opnun á tollfrjálsum innflutningi matvæla ættu matarverð að lækka um 35% að jafnaði og matarútgjöld um 100.000 kr á mann á ári.2. Heildarstuðningur við landbúnaðinn er um 38 milljarðar kr. á ári.100.000kr. lækkun matarútgjalda á mann Söluverð kjúklinga hjá Bónus var á athugunartímanum sl. ár þannig að heill innlendur kjúklingur var um 800 kr/kg, en verð á innfluttum án tolla hefði verið um 500 kr/kg. Innlendar kjúklingabringur kostuðu um 1.900kr/kg en hefðu við tollaleysi kostað um 900 kr/kg. Þá er reiknað með sömu krónutöluálagningu á kg, sjá súlurit. Verðmunurinn hjá Krónunni var áætlaður sambærilegur. Að undanförnu hefur Bónus einmitt verið að selja innflutta kjúklinga í heilu á 495 kr/kg, vegna endurgreiddra tolla. Svipað má segja um önnur matvæli, við afnám tolla. Mest lækkar kjúklingur, svínakjöt og nautakjöt en mjólkurvörur, egg og kindakjöt lækka einnig2). Meðallækkunin verður um 35% sem gerir um 100.000 kr. á mann á ári eða 300.000 á þriggja manna fjölskyldu. Fátæka munar um minna og líklega myndu sumir geta leyft sér hollari matarinnkaup.38 milljarða kr. stuðningur á áriAlþingi setur lögin og sér svo um að skattgreiðendur styrkja bændur um 14 milljarða kr. á ári á fjárlögum. Einnig tollvernd landbúnaðarins sem leiðir til þess að neytendur greiða bændum um 10 milljarða kr. á ári aukalega að mati OECD og slátur- og vinnsluaðilum um 14 milljarða kr. á ári. Samtals hækkar tollverndin þannig matarútgjöld landsmanna um 24 milljarða kr. á ári. Kjúlingabændur í landinu eru um 27 og metinn stuðningur neytenda við greinina um 5,8 milljarðar kr. á ári. Eggjabændur eru 14 og metinn stuðningur um 600 milljónir kr. á ári. Svínabændur eru 23 og metinn stuðningur neytenda um 2 milljarða kr. á ári. Mestur er stuðningurinn þó við mjólkurbændur og tengda vinnslu 12,4 milljarðar kr. á ári og sauðfjárbændur og tengda vinnslu 8,6 milljarðar kr. á ári. Neytendur styðja því óbeint MS með yfir 2 milljarða kr. framlagi á ári og Norðlenska, Sláturfélag Suðurlands, Kaupfélag Skagfirðinga, Matfugl og Reykjagarður fá yfir 1 milljarð kr. í óbeinan stuðning. Nokkur fleiri félög fá verulegan stuðning.Lélegt siðferði hárra matarverðaAð draga úr fátækt er erfitt viðfangsefni í öllum þjóðfélögum. Í ljósi þess að ekki er útlit fyrir að takist að draga verulega úr henni hérlendis með hefðbundnum ráðum stenst tollverndin ekki siðferðilega. Það varðar við mannréttindi að halda ódýrum, hollum mat frá fátæku fólki í nútímasamfélagi opinna viðskipta. Lægri matarverð skipta fátæka Íslendinga miklu og fyrir ferðamenn og ferðaþjónustu skipta þau líka miklu máli, því Ísland telst dýrt land heim að sækja. Tollverndin hér er sér á parti. Evrópa er með opinn matvælamarkað sín á milli og flytur auk þess inn frá þróunarlöndum matvæli að verðmæti um 10.000 milljarða kr. árlega sem lið í þróunaraðstoð. Við styðjum landbúnaðinn rúmlega tvisvar sinnum meira en Finnland, Svíþjóð og Danmörk og fimm sinnum meira en Evrópulönd að meðaltali. Hinn ríki Noregur styrkir sinn landbúnað meira á fjárlögum en lítið með tollvernd. Við afnám tollverndar fækkar störfum sem tengjast landbúnaði líklega um 500 eða svo. En með nýrri landbúnaðar- og byggðastefnu má byggja undir arðbærari og umhverfisvænni greinar og bæta með því lífskjör og mannlíf í landinu svo um munar.Tilvísanir: 1. Samanburður á slátrunar- og vinnslukostnaði landbúnaðarafurða á Íslandi og nágrannalöndum. Ritrýnd grein greinarhöfunda á vegum Félagsvísindastofnunar HÍ, Október 2016. 2. Vefurinn Betri landbúnaður, https://betrilandbunadur.wordpress.com/
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun