Eins og að hætta með J.Lo og byrja með Halle Berry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2017 12:30 Martellus Bennett með klappstýrum Patriots. Ummæli NFL-leikmannsins Martellus Bennett um vistaskipti sín hafa vakið talsverða athygli. Bennett varð NFL-meistari með New England Patriots á síðasta tímabili og margir muna eftir eftirminnilegum dansi hans með klappastýrunum hjá Patriots eftir að sigurinn var í höfn. Martellus Bennett spilar sem innherji og átti marga flotta leiki á tímabilinu og var þarna að vinna sinn fyrsta NFL-meistaratitil. Martellus Bennett samdi hinsvegar ekki aftur við New England Patriots og mun því ekki fá sendingar hinum frábæra Tom Brady á 2017-tímabilinu. Bennett þarf þó ekki að örvænta því hann gerði þriggja ára samning við Green Bay Packers. Aaron Rodgers ræður þar ríkjum í leikstjórnendahlutverkinu og hann er einn allra besti leikmaður deildarinnar. Martellus Bennett getur því talist afar heppinn með þjónustu í sendingum, bæði í fyrra (Brady) og á komandi tímabili (Rodgers). Hann sjálfur tjáði sig á frekar fyndinn hátt um vistaskiptin. „Þetta er eins og að hætta með J.Lo og byrja með Halle Berry,“ sagði Martellus Bennett í viðtali við Houston Chronicle. „Við tölum mikið saman og ég er mjög spenntur að fá að spila með hinum. Við höfum þekkt hvorn annan í dágóðan tíma. Ég er að læra leikstjórnenda-tungumálið hans og sýna honum hvernig leikmaður ég er. Ég tel mig vera mun betri leikmann en þeir halda að ég sé,“ sagði Bennett. Martellus Bennett er þrítugur og hefur spilað í deildinni frá árinu 2008. Hann hefur skorað 30 snertimörk á ferlinum þar af komu 7 þeirra á síðasta tímabili með New England Patriots sem var nýtt persónulegt met. NFL-tímabilið hefst í september en það kemur í ljós í næstu viku hvenær liðin spila og á móti hverjum.Martellus BennettVísir/Getty NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira
Ummæli NFL-leikmannsins Martellus Bennett um vistaskipti sín hafa vakið talsverða athygli. Bennett varð NFL-meistari með New England Patriots á síðasta tímabili og margir muna eftir eftirminnilegum dansi hans með klappastýrunum hjá Patriots eftir að sigurinn var í höfn. Martellus Bennett spilar sem innherji og átti marga flotta leiki á tímabilinu og var þarna að vinna sinn fyrsta NFL-meistaratitil. Martellus Bennett samdi hinsvegar ekki aftur við New England Patriots og mun því ekki fá sendingar hinum frábæra Tom Brady á 2017-tímabilinu. Bennett þarf þó ekki að örvænta því hann gerði þriggja ára samning við Green Bay Packers. Aaron Rodgers ræður þar ríkjum í leikstjórnendahlutverkinu og hann er einn allra besti leikmaður deildarinnar. Martellus Bennett getur því talist afar heppinn með þjónustu í sendingum, bæði í fyrra (Brady) og á komandi tímabili (Rodgers). Hann sjálfur tjáði sig á frekar fyndinn hátt um vistaskiptin. „Þetta er eins og að hætta með J.Lo og byrja með Halle Berry,“ sagði Martellus Bennett í viðtali við Houston Chronicle. „Við tölum mikið saman og ég er mjög spenntur að fá að spila með hinum. Við höfum þekkt hvorn annan í dágóðan tíma. Ég er að læra leikstjórnenda-tungumálið hans og sýna honum hvernig leikmaður ég er. Ég tel mig vera mun betri leikmann en þeir halda að ég sé,“ sagði Bennett. Martellus Bennett er þrítugur og hefur spilað í deildinni frá árinu 2008. Hann hefur skorað 30 snertimörk á ferlinum þar af komu 7 þeirra á síðasta tímabili með New England Patriots sem var nýtt persónulegt met. NFL-tímabilið hefst í september en það kemur í ljós í næstu viku hvenær liðin spila og á móti hverjum.Martellus BennettVísir/Getty
NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira