Ólafur segir dýrara í sumum tilfellum að taka flugrútuna en að leggja í langtímastæði Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 14. apríl 2017 12:10 Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir að það geti verið dýrara fyrir fólk að taka flugrútuna en að fara á eigin bíl. Vísir/Pjetur Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir sérkennilegt að það borgi sig í sumum tilfellum að greiða í langtímabílastæði á Keflavíkurflugvelli frekar en að taka flugrútuna. Ef hjón fara til að mynda í helgarferð yrði flugrútan dýrari kosturinn. Við Keflavíkurflugvöll eru ríflega tvö þúsund stæði sem hægt er að nýta ef farþegar vilja skilja bílinn sinn eftir við flugvöllinn þegar þeir fara til útlanda. Nú er staðan sú að stæðin eru öll full og hafa þeir sem ætluðu að leggja við flugvöllinn lent í vandræðum. Í gær sendi Isavia frá sér tilkynningu og hvatti fólk sem var að fara í flug í gær eða í dag til að taka rútu, strætó eða leigubíl á völlinn. Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir að það geti verið dýrara fyrir fólk að taka flugrútuna en að fara á eigin bíl. „Þetta er svolítið áhugavert dæmi. Það kostar í langtímastæði 1250 krónur á sólarhring. Ef maður kaupir miða fram og til baka í rútuna þá kostar það 4.000 krónur. Á fjórða degi er orðið ódýrara fyrir einn að taka rútuna en ef tveir eru að fara í helgarferð er miklu ódýrara að keyra út á völl og borga fyrir bílastæði,“ segir Ólafur. Hann segir að í flestum nágrannalöndum Íslands sé ekki mikið um það að fólk fari á einkabíl út á flugvöll. „Það notar almenningssamgöngur. Það sem er líka umhugsunarefni þegar maður sér það að þegar fólk er að fara kannski í helgarferð til borgar í Evrópu að dýrasti leggurinn sé að koma sér til og frá Keflavíkurflugvelli,“ segir Ólafur enda geti flug í dag einungis kostað nokkuð þúsund krónur. Hann segir að ferðir til og frá flugvelli séu þó oft einnig kostnaðarsamar í öðrum löndum og að það útskýrist af lítilli samkeppni. „Þetta er kannski ekki há fjárhæð miðað við hvað hlutirnir kosta á Íslandi en hvað er mörg sæti í rútunni, þetta eru 50 til 70 sæti, og svo geta menn bara margfaldað þetta. Þetta eru drjúgar tekjur sem rútan er að taka inn á dag,“ segir Ólafur. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Reikna með að vísa fólki frá þegar líða fer á daginn Upplýsingafulltrúi Isavia segir að svo virðist sem óvenju margir Íslendingar hafi flogið til útlanda yfir páskana þetta árið og líklega sé hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. 13. apríl 2017 12:11 Íslendingar flykkjast til útlanda yfir páskana sem aldrei fyrr Aukinn kaupmáttur Íslendinga og ódýrar flugferðir til útlanda gera það að verkum að langtímabílstæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull. Þetta segir upplýsingafulltrúi Isavia og að met verði líklega slegið í ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteinana þessa páskana. 13. apríl 2017 19:30 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir sérkennilegt að það borgi sig í sumum tilfellum að greiða í langtímabílastæði á Keflavíkurflugvelli frekar en að taka flugrútuna. Ef hjón fara til að mynda í helgarferð yrði flugrútan dýrari kosturinn. Við Keflavíkurflugvöll eru ríflega tvö þúsund stæði sem hægt er að nýta ef farþegar vilja skilja bílinn sinn eftir við flugvöllinn þegar þeir fara til útlanda. Nú er staðan sú að stæðin eru öll full og hafa þeir sem ætluðu að leggja við flugvöllinn lent í vandræðum. Í gær sendi Isavia frá sér tilkynningu og hvatti fólk sem var að fara í flug í gær eða í dag til að taka rútu, strætó eða leigubíl á völlinn. Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir að það geti verið dýrara fyrir fólk að taka flugrútuna en að fara á eigin bíl. „Þetta er svolítið áhugavert dæmi. Það kostar í langtímastæði 1250 krónur á sólarhring. Ef maður kaupir miða fram og til baka í rútuna þá kostar það 4.000 krónur. Á fjórða degi er orðið ódýrara fyrir einn að taka rútuna en ef tveir eru að fara í helgarferð er miklu ódýrara að keyra út á völl og borga fyrir bílastæði,“ segir Ólafur. Hann segir að í flestum nágrannalöndum Íslands sé ekki mikið um það að fólk fari á einkabíl út á flugvöll. „Það notar almenningssamgöngur. Það sem er líka umhugsunarefni þegar maður sér það að þegar fólk er að fara kannski í helgarferð til borgar í Evrópu að dýrasti leggurinn sé að koma sér til og frá Keflavíkurflugvelli,“ segir Ólafur enda geti flug í dag einungis kostað nokkuð þúsund krónur. Hann segir að ferðir til og frá flugvelli séu þó oft einnig kostnaðarsamar í öðrum löndum og að það útskýrist af lítilli samkeppni. „Þetta er kannski ekki há fjárhæð miðað við hvað hlutirnir kosta á Íslandi en hvað er mörg sæti í rútunni, þetta eru 50 til 70 sæti, og svo geta menn bara margfaldað þetta. Þetta eru drjúgar tekjur sem rútan er að taka inn á dag,“ segir Ólafur.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Reikna með að vísa fólki frá þegar líða fer á daginn Upplýsingafulltrúi Isavia segir að svo virðist sem óvenju margir Íslendingar hafi flogið til útlanda yfir páskana þetta árið og líklega sé hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. 13. apríl 2017 12:11 Íslendingar flykkjast til útlanda yfir páskana sem aldrei fyrr Aukinn kaupmáttur Íslendinga og ódýrar flugferðir til útlanda gera það að verkum að langtímabílstæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull. Þetta segir upplýsingafulltrúi Isavia og að met verði líklega slegið í ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteinana þessa páskana. 13. apríl 2017 19:30 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Reikna með að vísa fólki frá þegar líða fer á daginn Upplýsingafulltrúi Isavia segir að svo virðist sem óvenju margir Íslendingar hafi flogið til útlanda yfir páskana þetta árið og líklega sé hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. 13. apríl 2017 12:11
Íslendingar flykkjast til útlanda yfir páskana sem aldrei fyrr Aukinn kaupmáttur Íslendinga og ódýrar flugferðir til útlanda gera það að verkum að langtímabílstæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull. Þetta segir upplýsingafulltrúi Isavia og að met verði líklega slegið í ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteinana þessa páskana. 13. apríl 2017 19:30