Spáðu hárrétt um undanúrslitin en nú eru þær ósammála um lokaúrslitin sem hefjast á mánudaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2017 08:00 Aaryn Ellenberg hjá Snæfelli skoraði 28,7 stig að meðaltali í sigurleikjunum þremur á móti Keflavík í vetur en Keflavíkurkonur héldu henni í 14 stigum þegar þær unnu síðasta leik liðanna í Stykkishólmi. vísir/daníel þór Fréttablaðið fékk sjö leikmenn í Dominos´deild kvenna til að spá fyrir um undanúrslitaeinvígi úrslitakeppni kvenna og allar spáðu þær Snæfelli og Keflavík í lokaúrslitin sem varð svo raunin. Keflavík tryggði sér sætið með sextán stiga sigri á Skallagrími, 80-64, í oddaleik í Keflavík á skírdag en Snæfell sópaði Stjörnunni út í hinu einvíginu. Lokaúrslitin hefjast á annan í páskum og er fyrsti leikurinn á heimavelli deildarmeistara Snæfells í Stykkishólmi. Af þessum sjö sem spáðu fyrir Fréttablaðið voru tvær sem fengu tíu fyrir spána sína en það voru Valsararnir Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir. Báðar spáðu þær 3-0 fyrir Snæfelli og 3-2 fyrir Keflavík. Nú vandast hins vegar málið ef menn halda að þær séu bestu spámennirnir því Guðbjörg og Hallveig eru ósammála um hver lokaúrslitin verða. Guðbjörg spáir Keflavík Íslandsmeistaratitlinum eftir oddaleik en Hallveigu finnst líklegra að Snæfell vinni titilinn í oddaleik. Snæfell á samkvæmt spáhóp Fréttablaðsins meiri möguleika á að vinna fjórða Íslandsmeistaratitilinn í röð en að Keflavík bæti Íslandsmeistaratitlinum við bikarinn sem Keflavíkurstelpurnar unnu í febrúar. Fimm spá Snæfelli sigri en tvær hafa meiri trú á hinu unga liði Keflavíkur. Snæfell getur orðið fyrsta kvennaliðið til að vinna Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð síðan úrslitakeppnin var tekin upp 1993. Snæfell vann þrjá fyrstu leiki sína á móti Keflavík í vetur og hafði þá unnið 10 af 11 síðustu leikjum liðanna á Íslandsmótinu. Keflavíkurkonur gerðu hins vegar góða ferð í Stykkishólm í lokaumferðinni, unnu þá þrettán stiga sigur, 72-59. Nú er bara að sjá hvort þeim hafi tekist að drepa Snæfellsgrýluna sína með þeim sigri, en eitt er víst að það stefnir í spennandi og skemmtilegt úrslitaeinvígi milli tveggja frábærra liða. Úrslitaserían í fyrra fór alla leið í oddaleik og það væri gaman að fá svipaða körfuboltaveislu í ár. Dominos-deild kvenna Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Sjá meira
Fréttablaðið fékk sjö leikmenn í Dominos´deild kvenna til að spá fyrir um undanúrslitaeinvígi úrslitakeppni kvenna og allar spáðu þær Snæfelli og Keflavík í lokaúrslitin sem varð svo raunin. Keflavík tryggði sér sætið með sextán stiga sigri á Skallagrími, 80-64, í oddaleik í Keflavík á skírdag en Snæfell sópaði Stjörnunni út í hinu einvíginu. Lokaúrslitin hefjast á annan í páskum og er fyrsti leikurinn á heimavelli deildarmeistara Snæfells í Stykkishólmi. Af þessum sjö sem spáðu fyrir Fréttablaðið voru tvær sem fengu tíu fyrir spána sína en það voru Valsararnir Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir. Báðar spáðu þær 3-0 fyrir Snæfelli og 3-2 fyrir Keflavík. Nú vandast hins vegar málið ef menn halda að þær séu bestu spámennirnir því Guðbjörg og Hallveig eru ósammála um hver lokaúrslitin verða. Guðbjörg spáir Keflavík Íslandsmeistaratitlinum eftir oddaleik en Hallveigu finnst líklegra að Snæfell vinni titilinn í oddaleik. Snæfell á samkvæmt spáhóp Fréttablaðsins meiri möguleika á að vinna fjórða Íslandsmeistaratitilinn í röð en að Keflavík bæti Íslandsmeistaratitlinum við bikarinn sem Keflavíkurstelpurnar unnu í febrúar. Fimm spá Snæfelli sigri en tvær hafa meiri trú á hinu unga liði Keflavíkur. Snæfell getur orðið fyrsta kvennaliðið til að vinna Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð síðan úrslitakeppnin var tekin upp 1993. Snæfell vann þrjá fyrstu leiki sína á móti Keflavík í vetur og hafði þá unnið 10 af 11 síðustu leikjum liðanna á Íslandsmótinu. Keflavíkurkonur gerðu hins vegar góða ferð í Stykkishólm í lokaumferðinni, unnu þá þrettán stiga sigur, 72-59. Nú er bara að sjá hvort þeim hafi tekist að drepa Snæfellsgrýluna sína með þeim sigri, en eitt er víst að það stefnir í spennandi og skemmtilegt úrslitaeinvígi milli tveggja frábærra liða. Úrslitaserían í fyrra fór alla leið í oddaleik og það væri gaman að fá svipaða körfuboltaveislu í ár.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Sjá meira