Gunnar: Stundum er sportið grimmt Anton Ingi Leifsson skrifar 15. apríl 2017 19:18 Gunnar og lærisveinar eru komnir í frí. vísir/ernir „Ég er orðlaus. Þetta er þungt högg að fá. Ég viðurkenni það. Mikið sjokk,” sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að Haukar féllu úr leik í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta eftir ævintýralegan leik gegn Fram.„Við erum að tapa tveimur leikjum í þessu einvígi svona. Það er eitthvað sem maður hefur ekki upplifað áður. Það er erfitt að kyngja þessu, en við erum að klúðra þremur dauðafærum í báðum framlengingunum.” „Þetta voru færi af línunni og í hraðaupphlaupum þar sem við hefðum getað komið þessu í tvö mörk og náð frumkvæði. Við náðum því ekki og náðum þar af leiðandi ekki að hrista þá af okkur.” „Þetta er svekkjandi og ég veit ekki hvað maður getur sagt. Að tapa í vítakeppni er svekkjandi.” Gunnar er sammála undirrituðum með það að Haukarnir hefðu átt að spila betur í venjulegum leiktíma og áttu mikið inni fyrstu 60 mínútur leiksins. „Ég er svekktur yfir því hvernig við spiluðum í dag. Mér fannst við eiga nokkra inni í dag í smá tíma og náðum ekki sama varnarleik í dag og í síðustu tveimur leikjum.” „Mér fannst við koma okkur í færi 7 á 6, en við verðum að nýta þessi færi betur í oddaleik. Þú lifir ekkert af með svona mörg dauðafæri sem þú ferð með. Þetta er dýrt.” Í fyrsta leik liðanna komu Haukarnir með smá meðbyr inn í fyrstu framlenginguna og Gunnar fannst það sama vera upp á teningnum í kvöld. „Mér fannst við í báðum framlengingunum við vera með smá frumkvæði. Í báðum framlengingunum náðum við þrisvar að búa til færi til að koma okkur tveimur mörkum yfir. Ef þú ert kominn tveimur yfir í framlengingu þá ertu kominn með helvíti stór skref.” Tímabilið er titlalaust hjá Haukum og það er óásættanlegur árangur þar á bæ. Gunnar segir að það sé hægt að horfa á þetta frá fleiru en einu sjónarhorni. „Þetta eru mikil vonbrigði. Mér finnst við aldrei að hafa náð þeim hæðum sem við náðum í nóvember og desember. Mér finnst við hafa verið óstöðugir eftir áramót; bæði í leikjunum og á milli leikja. Ekki náð þessum stöðugleika.” „Við tölum um titlalaust tímabilið. Við töpum í bikarnum á síðustu sekúndunni í framlengingu og hérna töpum við tveimur leikjum í framlengingu á vítaköstum á síðustu sekúndunum,” sagði Gunnar og bætti við að lokum: „Við værum kannski að tala um allt annað dæmi ef þetta hefði fallið með okkur. Stundum er bara sportið grimmt. Maður þarf að kyngja þessu, en ég skal viðurkenna það að það mun taka einhvern tíma að komast yfir þetta sjokk,” sagði Gunnar hundfúll að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
„Ég er orðlaus. Þetta er þungt högg að fá. Ég viðurkenni það. Mikið sjokk,” sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að Haukar féllu úr leik í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta eftir ævintýralegan leik gegn Fram.„Við erum að tapa tveimur leikjum í þessu einvígi svona. Það er eitthvað sem maður hefur ekki upplifað áður. Það er erfitt að kyngja þessu, en við erum að klúðra þremur dauðafærum í báðum framlengingunum.” „Þetta voru færi af línunni og í hraðaupphlaupum þar sem við hefðum getað komið þessu í tvö mörk og náð frumkvæði. Við náðum því ekki og náðum þar af leiðandi ekki að hrista þá af okkur.” „Þetta er svekkjandi og ég veit ekki hvað maður getur sagt. Að tapa í vítakeppni er svekkjandi.” Gunnar er sammála undirrituðum með það að Haukarnir hefðu átt að spila betur í venjulegum leiktíma og áttu mikið inni fyrstu 60 mínútur leiksins. „Ég er svekktur yfir því hvernig við spiluðum í dag. Mér fannst við eiga nokkra inni í dag í smá tíma og náðum ekki sama varnarleik í dag og í síðustu tveimur leikjum.” „Mér fannst við koma okkur í færi 7 á 6, en við verðum að nýta þessi færi betur í oddaleik. Þú lifir ekkert af með svona mörg dauðafæri sem þú ferð með. Þetta er dýrt.” Í fyrsta leik liðanna komu Haukarnir með smá meðbyr inn í fyrstu framlenginguna og Gunnar fannst það sama vera upp á teningnum í kvöld. „Mér fannst við í báðum framlengingunum við vera með smá frumkvæði. Í báðum framlengingunum náðum við þrisvar að búa til færi til að koma okkur tveimur mörkum yfir. Ef þú ert kominn tveimur yfir í framlengingu þá ertu kominn með helvíti stór skref.” Tímabilið er titlalaust hjá Haukum og það er óásættanlegur árangur þar á bæ. Gunnar segir að það sé hægt að horfa á þetta frá fleiru en einu sjónarhorni. „Þetta eru mikil vonbrigði. Mér finnst við aldrei að hafa náð þeim hæðum sem við náðum í nóvember og desember. Mér finnst við hafa verið óstöðugir eftir áramót; bæði í leikjunum og á milli leikja. Ekki náð þessum stöðugleika.” „Við tölum um titlalaust tímabilið. Við töpum í bikarnum á síðustu sekúndunni í framlengingu og hérna töpum við tveimur leikjum í framlengingu á vítaköstum á síðustu sekúndunum,” sagði Gunnar og bætti við að lokum: „Við værum kannski að tala um allt annað dæmi ef þetta hefði fallið með okkur. Stundum er bara sportið grimmt. Maður þarf að kyngja þessu, en ég skal viðurkenna það að það mun taka einhvern tíma að komast yfir þetta sjokk,” sagði Gunnar hundfúll að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira