Óskar Bjarni: Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag Gabríel Sighvatsson í Eyjum skrifar 15. apríl 2017 19:29 Óskar Bjarni og strákarnir hans eru komnir í undanúrslit. vísir/anton Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV. „Eyjamenn eru með flott lið og þessi leikur var stórkostlegur. Þeir virtust alltaf vera skrefi á undan en svo komumst við einu marki yfir og setjum pressuna á Eyjamenn og við náðum að sigla þessu heim,“ sagði Óskar Bjarni eftir leik. Valsmenn hafa yfirleitt verið undir mestmegnis af leikjunum, var það planið í dag að vera nokkrum undir og eiga nóg eftir á lokamínútunum? „Já, það var þannig, mér fannst við vera verri í fyrsta leiknum en við viljum alveg vera 2-3 mörkum undir í hálfleik, það er allt í lagi en þeir eru svo fljótir að fara í í 6-7. Þetta snýst stundum um að reyna að halda ró og halda í þá, þó það þýði ekki endilega að þú vinnir þá þannig,“ sagði Óskar Bjarni. „Við náðum betri varnarleik í seinni hálfleik, það er erfitt að spila á móti sjö sóknarmönnum, mér finnst þeir útfæra það mjög vel. Þeir eru með menn sem geta skorað úr öllum stöðum, það kom smá neisti í okkur þegar við fáum rauða spjaldið.“ Margir Eyjamenn náðu sér ekki á strik í dag og markvarslan í seinni hálfleik var mjög léleg sem Valsmenn nýttu sér. „Við skutum nokkuð vel, ég hélt að Stephen myndi loka þessu þegar hann kom aftur inn. Kolli átti nokkrar góðar vörslur en Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag, 45 ára eitthvað svoleiðis. Hann verður bara betri og betri ef hann fær að spila hálftíma og hálftíma,“ sagði Óskar Bjarni. Fyrirfram var ÍBV talið sigurstranglegra liðið og sagði Óskar að það hefði hentað sínu liði ágætlega. „Það er oft erfitt fyrir okkur Íslendingana að vera í þessari stöðu, ÍBV var að mínu mati liðið sem þurfti að fara í gegnum hvort það sem það var í 8-liða eða undanúrslitum. Það er þægilegra að þurfa bara að vinna þá tvisvar og eru líklega með sterkasta byrjunarliðið,“ sagði Óskar Bjarni. „Þeir voru rosa heitir fyrir úrslitakeppnina þannig að þetta var enginn draumur, ég skal viðurkenna það. Fyrir okkur er þetta líka erfitt andlega því við erum að fara í undanúrslit Evrópukeppni næsta laugardag. Þetta er skemmtilegt vandamál sem við erum að glíma við.“ Óskar Bjarni sagði að hann hefði þegið þetta fyrir mót. „Að sjálfsögðu, við getum oft verið sjálfum okkur verstir en þegar við náum að halda planinu okkar þá erum við mjög góðir,“ sagði þjálfarinn. Josip Juric Grgic fékk að líta rauða spjaldið í upphafi seinni hálfleik en það virtist gefa gestunum byr undir báða vængi. „Ég sá ekki brotið hjá honum þannig að ég get ekki tjáð mig um það en við höfum góða breidd. Alex kom sterkur inn, við áttum Anton til að koma vinstra megin og við eigum Ými inni. Það er oft óþægilegt fyrir liðin þegar hitt liðið fær rautt spjald og ég held að orkan fari ef eitthvað er til okkar þegar þetta gerist,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30 Unnu öll fjögur undanúrslitaliðin á síðustu 56 dögum en eru nú úr leik Karlalið ÍBV í handbolta hefur lokið leik í vetur en Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum, 26-27, í oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í dag. 15. apríl 2017 19:08 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV. „Eyjamenn eru með flott lið og þessi leikur var stórkostlegur. Þeir virtust alltaf vera skrefi á undan en svo komumst við einu marki yfir og setjum pressuna á Eyjamenn og við náðum að sigla þessu heim,“ sagði Óskar Bjarni eftir leik. Valsmenn hafa yfirleitt verið undir mestmegnis af leikjunum, var það planið í dag að vera nokkrum undir og eiga nóg eftir á lokamínútunum? „Já, það var þannig, mér fannst við vera verri í fyrsta leiknum en við viljum alveg vera 2-3 mörkum undir í hálfleik, það er allt í lagi en þeir eru svo fljótir að fara í í 6-7. Þetta snýst stundum um að reyna að halda ró og halda í þá, þó það þýði ekki endilega að þú vinnir þá þannig,“ sagði Óskar Bjarni. „Við náðum betri varnarleik í seinni hálfleik, það er erfitt að spila á móti sjö sóknarmönnum, mér finnst þeir útfæra það mjög vel. Þeir eru með menn sem geta skorað úr öllum stöðum, það kom smá neisti í okkur þegar við fáum rauða spjaldið.“ Margir Eyjamenn náðu sér ekki á strik í dag og markvarslan í seinni hálfleik var mjög léleg sem Valsmenn nýttu sér. „Við skutum nokkuð vel, ég hélt að Stephen myndi loka þessu þegar hann kom aftur inn. Kolli átti nokkrar góðar vörslur en Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag, 45 ára eitthvað svoleiðis. Hann verður bara betri og betri ef hann fær að spila hálftíma og hálftíma,“ sagði Óskar Bjarni. Fyrirfram var ÍBV talið sigurstranglegra liðið og sagði Óskar að það hefði hentað sínu liði ágætlega. „Það er oft erfitt fyrir okkur Íslendingana að vera í þessari stöðu, ÍBV var að mínu mati liðið sem þurfti að fara í gegnum hvort það sem það var í 8-liða eða undanúrslitum. Það er þægilegra að þurfa bara að vinna þá tvisvar og eru líklega með sterkasta byrjunarliðið,“ sagði Óskar Bjarni. „Þeir voru rosa heitir fyrir úrslitakeppnina þannig að þetta var enginn draumur, ég skal viðurkenna það. Fyrir okkur er þetta líka erfitt andlega því við erum að fara í undanúrslit Evrópukeppni næsta laugardag. Þetta er skemmtilegt vandamál sem við erum að glíma við.“ Óskar Bjarni sagði að hann hefði þegið þetta fyrir mót. „Að sjálfsögðu, við getum oft verið sjálfum okkur verstir en þegar við náum að halda planinu okkar þá erum við mjög góðir,“ sagði þjálfarinn. Josip Juric Grgic fékk að líta rauða spjaldið í upphafi seinni hálfleik en það virtist gefa gestunum byr undir báða vængi. „Ég sá ekki brotið hjá honum þannig að ég get ekki tjáð mig um það en við höfum góða breidd. Alex kom sterkur inn, við áttum Anton til að koma vinstra megin og við eigum Ými inni. Það er oft óþægilegt fyrir liðin þegar hitt liðið fær rautt spjald og ég held að orkan fari ef eitthvað er til okkar þegar þetta gerist,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30 Unnu öll fjögur undanúrslitaliðin á síðustu 56 dögum en eru nú úr leik Karlalið ÍBV í handbolta hefur lokið leik í vetur en Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum, 26-27, í oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í dag. 15. apríl 2017 19:08 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30
Unnu öll fjögur undanúrslitaliðin á síðustu 56 dögum en eru nú úr leik Karlalið ÍBV í handbolta hefur lokið leik í vetur en Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum, 26-27, í oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í dag. 15. apríl 2017 19:08