Arnar: Hörmulegt fyrir okkur Gabríel Sighvatsson í Eyjum skrifar 15. apríl 2017 19:38 Arnar og félagar eru úr leik. vísir/anton Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var ómyrkur í máli eftir tapið fyrir Val. „Þetta er mjög grátlegt og það eru tilfinningar að bærast innan með manni sem eru ógeðslegar. Ég þarf að skoða leikinn í heild sinni og mínar ákvarðanatökur og hvað við erum að gera. Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera ofboðslega flottur hjá okkur, við skorum 16 mörk á Valsarana og hefðum í raun átt að skora meira,“ sagði Arnar. „Sóknarleikurinn var mjög góður en varnarleikurinn var það ekki en miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn var þá var ég mjög svekktur með hvernig seinni hálfleikurinn þróaðist og hvernig sóknarleikurinn fjaraði út.“ Josip Juric Grgic fékk rautt spjald í leiknum en það virtist ekkert hafa hjálpað Eyjamönnum. „Josip var búinn að halda þeim á floti, hann var okkur erfiður, en það koma klókir og hungraði strákar inn í staðinn. Við höfum verið í þessu að fá dæmd rauð spjöld og einhvern veginn þá töpum við alltaf leikjunum. Maður er eiginlega farinn að vona að það koma engin rauð spjöld,“ sagði Arnar. Arnari fannst það ekki trufla sína menn mikið að vera með þá pressu á sér sem fylgir því að vera sigurstranglegra liðið. „Mér fannst við spila þannig í 40 mínútur að það væri ekkert að trufla okkur en kannski þegar á reyndi og við þurftum að klára þetta að þá hafi þetta verið bakvið eyrað á okkur.“ Að lokum var eins og menn skorti þor og sjálfstraust og sagði Arnar að hann hefði fundið fyrir hræðslu hjá sínum mönnum. „Ég er algjörlega sammála þér, við náðum ekki að skapa okkur færin sem við vorum búnir að gera framan af. Við spiluðum á sjö sóknarmönnum mikið af leiknum, okkur líður vel þannig og ég þarf að skoða hvort það voru mistök að byrja leikinn þannig,“ sagði Arnar. „Þetta er hörmulegt fyrir okkur og stuðningsmenn okkar og fyrir handboltann líka, ég held að þetta sé hvergi svona eins og hérna, þannig að þetta er afskaplega sorglegt.“ Arnar vildi þá þakka Eyjamönnum fyrir tímabilið. „Ég vil bara þakka þeim fyrir þeirra vinnu. Við settum þetta líka upp þannig að við ætluðum okkur að njóta þeirra forréttinda sem við búum við hérna að spila í þessari umgjörð og við þessar aðstæður. Þetta er ofboðslega svekkjandi og við munum eflaust gráta þetta í nokkrar vikur en við höldum áfram og þurfum að bæta okkur á öllum sviðum.“ sagði Arnar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30 Óskar Bjarni: Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV. 15. apríl 2017 19:29 Unnu öll fjögur undanúrslitaliðin á síðustu 56 dögum en eru nú úr leik Karlalið ÍBV í handbolta hefur lokið leik í vetur en Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum, 26-27, í oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í dag. 15. apríl 2017 19:08 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Sjá meira
Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var ómyrkur í máli eftir tapið fyrir Val. „Þetta er mjög grátlegt og það eru tilfinningar að bærast innan með manni sem eru ógeðslegar. Ég þarf að skoða leikinn í heild sinni og mínar ákvarðanatökur og hvað við erum að gera. Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera ofboðslega flottur hjá okkur, við skorum 16 mörk á Valsarana og hefðum í raun átt að skora meira,“ sagði Arnar. „Sóknarleikurinn var mjög góður en varnarleikurinn var það ekki en miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn var þá var ég mjög svekktur með hvernig seinni hálfleikurinn þróaðist og hvernig sóknarleikurinn fjaraði út.“ Josip Juric Grgic fékk rautt spjald í leiknum en það virtist ekkert hafa hjálpað Eyjamönnum. „Josip var búinn að halda þeim á floti, hann var okkur erfiður, en það koma klókir og hungraði strákar inn í staðinn. Við höfum verið í þessu að fá dæmd rauð spjöld og einhvern veginn þá töpum við alltaf leikjunum. Maður er eiginlega farinn að vona að það koma engin rauð spjöld,“ sagði Arnar. Arnari fannst það ekki trufla sína menn mikið að vera með þá pressu á sér sem fylgir því að vera sigurstranglegra liðið. „Mér fannst við spila þannig í 40 mínútur að það væri ekkert að trufla okkur en kannski þegar á reyndi og við þurftum að klára þetta að þá hafi þetta verið bakvið eyrað á okkur.“ Að lokum var eins og menn skorti þor og sjálfstraust og sagði Arnar að hann hefði fundið fyrir hræðslu hjá sínum mönnum. „Ég er algjörlega sammála þér, við náðum ekki að skapa okkur færin sem við vorum búnir að gera framan af. Við spiluðum á sjö sóknarmönnum mikið af leiknum, okkur líður vel þannig og ég þarf að skoða hvort það voru mistök að byrja leikinn þannig,“ sagði Arnar. „Þetta er hörmulegt fyrir okkur og stuðningsmenn okkar og fyrir handboltann líka, ég held að þetta sé hvergi svona eins og hérna, þannig að þetta er afskaplega sorglegt.“ Arnar vildi þá þakka Eyjamönnum fyrir tímabilið. „Ég vil bara þakka þeim fyrir þeirra vinnu. Við settum þetta líka upp þannig að við ætluðum okkur að njóta þeirra forréttinda sem við búum við hérna að spila í þessari umgjörð og við þessar aðstæður. Þetta er ofboðslega svekkjandi og við munum eflaust gráta þetta í nokkrar vikur en við höldum áfram og þurfum að bæta okkur á öllum sviðum.“ sagði Arnar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30 Óskar Bjarni: Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV. 15. apríl 2017 19:29 Unnu öll fjögur undanúrslitaliðin á síðustu 56 dögum en eru nú úr leik Karlalið ÍBV í handbolta hefur lokið leik í vetur en Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum, 26-27, í oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í dag. 15. apríl 2017 19:08 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30
Óskar Bjarni: Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV. 15. apríl 2017 19:29
Unnu öll fjögur undanúrslitaliðin á síðustu 56 dögum en eru nú úr leik Karlalið ÍBV í handbolta hefur lokið leik í vetur en Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum, 26-27, í oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í dag. 15. apríl 2017 19:08