Úrslitaleikirnir í Lengjubikar karla og kvenna hafa verið færðir inn í Egilshöll vegna slæmrar veðurspár. Til stóð að leikirnir færu fram á Valsvelli.
Úrslitaleikurinn karlamegin hefst klukkan 14:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Þar mætast KR og Grindavík.
KR bar sigurorð af FH, 2-1, í undanúrslitum á meðan Grindavík vann KA í vítaspyrnukeppni.
Kvennamegin mætast Breiðablik og Valur í úrslitaleiknum sem hefst klukkan 16:30.
Breiðablik vann ÍBV 3-0 í undanúrslitunum á meðan Valur bar sigurorð af Þór/KA, 2-1.
