Spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson gerir það gott um þessar mundir.
Sindri, sem stundar nám við Utah-háskólann, stóð uppi sem sigurvegari á Rafer Johnson/Jackie Joyner-Kersee Invitational sem haldið var í Los Angeles í Kaliforníu helgina 8. og 9. apríl.
Fyrir það var Sindri bæði útnefndur frjálsíþróttamaður vikunnar hjá Utah-háskólanum.
Sindri bætti eigið skólamet með því að kasta spjótinu 73,06 metra. Gamla metið hans var 72,24 metrar.
