Sumarið ekki í kortunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2017 11:00 Það verður frekar kalt á sumardaginn fyrsta og éljagangur víða um land. Vísir/Anton Brink „Sumarið er ekkert sérstaklega mikið í kortunum,“ segir Arnór Tumi Jóhannsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar blaðamaður spyr hvenær sumarið komi en eins og einhverjum ætti að vera kunnugt um er sumardagurinn fyrsti á morgun. Arnór segir að lægð komi upp að landinu vestanverðu í nótt og sumardagurinn fyrsti byrji því með éljakenndri úrkomu á landinu vestan til. „Svo snýst hann fljótlega í norðanátt, fyrst norðan til, og það fylgja því líka él þannig að það verða víða él og ekkert sérstaklega hlýtt. Það verður þíða með suður-og vesturströndinni að deginum en víða vægt frost, þá sérstaklega norðan til og skýjað með köflum. En það verður þessi éljagangur og sérstaklega fyrir norðan,“ segir Arnór. Hann segir að helst gæti verið bjart með köflum suðaustanlands og á Austurlandi auk þess sem það gæti eitthvað sést til sólar á sunnanverðum Vestfjörðum. Í höfuðborginni verður hins vegar skýjað og dimmast verður norðanlands. Það verður síðan ekkert sérstaklega hlýtt þegar sumarið gengur formlega í garð þar sem það er kólnandi veður á landinu og hitinn verður ekki fjarri frostmarki. Um helgina er síðan ekkert von á betra veðri að sögn Arnórs. „Það verður áfram kalt á föstudaginn, um helgina verður reyndar aðeins hægari vindur en á sunnudaginn kemur svo leiðindaveður. Það er spáð lægð sem kemur alveg upp að suðurströndinni og henni fylgir norðan-og norðaustan hvassviðri og að öllum líkindum snjókoma víða um land en slydda allra syðst,“ segir Arnór.Veðurspáin næstu daga er annars þessi:Sunnan 8-15 og slydda eða rigning, einkum S- og V-lands. Vestlægari í dag, 10-18 m/s síðdegis og skúrir eða él, en léttskýjað á A-verðu landinu. Hiti 1 til 12 stig, hlýjast austast.Dregur aðeins úr vindi á morgun, vestan 8-15 síðdegis en hægari NV-til. Úrkomulítið SA-lands, annars víða él. Hiti 1 til 7 stig að deginum, en í kringum frostmark á N-verðu landinu.Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):Vestan 8-15 m/s, fer að lægja síðdegis. Víða él, en léttskýjað á SA-landi og Austfjörðum. Hiti 1 til 7 stig að deginum, hlýjast SA-til, en í kringum frostmark á N-verðu landinu.Á föstudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt, en norðvestan 8-13 m/s úti við NA-ströndina. Stöku él V-til og á annesjum NA-lands, annars bjart með köflum. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, áfram svalt í veðri. Slydda eða snjókoma á S- og V-landi með kvöldinu.Á sunnudag:Breytileg og síðar norðlæg átt. Víða snjókoma, en rigning eða slydda sunnan heiða. Snjókoma eða él seinni partinn, en úrkomulítið SV-lands. Hiti kringum frostmark. Veður Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
„Sumarið er ekkert sérstaklega mikið í kortunum,“ segir Arnór Tumi Jóhannsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar blaðamaður spyr hvenær sumarið komi en eins og einhverjum ætti að vera kunnugt um er sumardagurinn fyrsti á morgun. Arnór segir að lægð komi upp að landinu vestanverðu í nótt og sumardagurinn fyrsti byrji því með éljakenndri úrkomu á landinu vestan til. „Svo snýst hann fljótlega í norðanátt, fyrst norðan til, og það fylgja því líka él þannig að það verða víða él og ekkert sérstaklega hlýtt. Það verður þíða með suður-og vesturströndinni að deginum en víða vægt frost, þá sérstaklega norðan til og skýjað með köflum. En það verður þessi éljagangur og sérstaklega fyrir norðan,“ segir Arnór. Hann segir að helst gæti verið bjart með köflum suðaustanlands og á Austurlandi auk þess sem það gæti eitthvað sést til sólar á sunnanverðum Vestfjörðum. Í höfuðborginni verður hins vegar skýjað og dimmast verður norðanlands. Það verður síðan ekkert sérstaklega hlýtt þegar sumarið gengur formlega í garð þar sem það er kólnandi veður á landinu og hitinn verður ekki fjarri frostmarki. Um helgina er síðan ekkert von á betra veðri að sögn Arnórs. „Það verður áfram kalt á föstudaginn, um helgina verður reyndar aðeins hægari vindur en á sunnudaginn kemur svo leiðindaveður. Það er spáð lægð sem kemur alveg upp að suðurströndinni og henni fylgir norðan-og norðaustan hvassviðri og að öllum líkindum snjókoma víða um land en slydda allra syðst,“ segir Arnór.Veðurspáin næstu daga er annars þessi:Sunnan 8-15 og slydda eða rigning, einkum S- og V-lands. Vestlægari í dag, 10-18 m/s síðdegis og skúrir eða él, en léttskýjað á A-verðu landinu. Hiti 1 til 12 stig, hlýjast austast.Dregur aðeins úr vindi á morgun, vestan 8-15 síðdegis en hægari NV-til. Úrkomulítið SA-lands, annars víða él. Hiti 1 til 7 stig að deginum, en í kringum frostmark á N-verðu landinu.Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):Vestan 8-15 m/s, fer að lægja síðdegis. Víða él, en léttskýjað á SA-landi og Austfjörðum. Hiti 1 til 7 stig að deginum, hlýjast SA-til, en í kringum frostmark á N-verðu landinu.Á föstudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt, en norðvestan 8-13 m/s úti við NA-ströndina. Stöku él V-til og á annesjum NA-lands, annars bjart með köflum. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, áfram svalt í veðri. Slydda eða snjókoma á S- og V-landi með kvöldinu.Á sunnudag:Breytileg og síðar norðlæg átt. Víða snjókoma, en rigning eða slydda sunnan heiða. Snjókoma eða él seinni partinn, en úrkomulítið SV-lands. Hiti kringum frostmark.
Veður Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira