Ráðuneytið vinnur að gerð reglugerðar um fylgdarlaus börn á flótta Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. apríl 2017 21:17 Í dómsmálaráðuneytinu fer nú fram vinna við gerð reglugerðar um fylgdarlaus börn á flótta sem koma hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir reglurnar snúa að verklagi og málsmeðferð þessara mála. Í síðustu viku var greint frá því að tveir hælisleitendur á barnsaldri sem komu fylgdarlausir hingað til lands með Norrænu í september dvelji einir á gistiheimili í miðbæ Reykjavík. Lögmaður þeirra segir þá búa við óviðunandi aðstæður og gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa lítil afskipti af þeim. Þá sagði talskona Barnaheilla – Save the Children á Íslandi að brotið væri á réttindum barnanna þar sem úrræði vanti fyrir þau. Hún segir vanta samstarf milli Barnaverndarnefndar og Útlendingastofnunar um úrræði fyrir börnin. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir að verið sé að bregðast við. „Það þarf klárlega að setja upp verklag sem rennur nokkuð áreynslulaust hérna og við erum nú að setja reglur með stoð í útlendingalögum. Auðvitað hefur verið unnið eftir ákveðnu verklagi hér en það þarf auðvitað að formgera það.“ Hún segir að um ræði málsmeðferðar- og verklagsreglur. „Hverjum ber hvað í þessu, það Útlendingastofnun, Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndar í hverju sveitarfélagi. Þessir aðilar hafa allir hlutverki að gegna þegar kemur að fylgdarlausum börnum. Aðalmarkmið íslenskra yfirvalda þegar kemur að fylgdarlausum börnum er að leita og finna uppruna þeirra, finna fjölskyldur þeirra. Markmiðið er auðvitað sameina þessa einstaklinga fjölskyldum sínum.“ Sigríður segist vera vel meðvituð um stöðu fylgdarlausra á landinu. „Þau eru auðvitað vistuð í móttökustöðvum Útlendingastofnunar, á sérstökum fjölskyldugöngum. Í einhverjum tilvikum hefur það verið mat Útlendingastofnunar að það fari betur að þau séu vistuð annars staðar,“ segir Sigríður. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Í dómsmálaráðuneytinu fer nú fram vinna við gerð reglugerðar um fylgdarlaus börn á flótta sem koma hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir reglurnar snúa að verklagi og málsmeðferð þessara mála. Í síðustu viku var greint frá því að tveir hælisleitendur á barnsaldri sem komu fylgdarlausir hingað til lands með Norrænu í september dvelji einir á gistiheimili í miðbæ Reykjavík. Lögmaður þeirra segir þá búa við óviðunandi aðstæður og gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa lítil afskipti af þeim. Þá sagði talskona Barnaheilla – Save the Children á Íslandi að brotið væri á réttindum barnanna þar sem úrræði vanti fyrir þau. Hún segir vanta samstarf milli Barnaverndarnefndar og Útlendingastofnunar um úrræði fyrir börnin. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir að verið sé að bregðast við. „Það þarf klárlega að setja upp verklag sem rennur nokkuð áreynslulaust hérna og við erum nú að setja reglur með stoð í útlendingalögum. Auðvitað hefur verið unnið eftir ákveðnu verklagi hér en það þarf auðvitað að formgera það.“ Hún segir að um ræði málsmeðferðar- og verklagsreglur. „Hverjum ber hvað í þessu, það Útlendingastofnun, Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndar í hverju sveitarfélagi. Þessir aðilar hafa allir hlutverki að gegna þegar kemur að fylgdarlausum börnum. Aðalmarkmið íslenskra yfirvalda þegar kemur að fylgdarlausum börnum er að leita og finna uppruna þeirra, finna fjölskyldur þeirra. Markmiðið er auðvitað sameina þessa einstaklinga fjölskyldum sínum.“ Sigríður segist vera vel meðvituð um stöðu fylgdarlausra á landinu. „Þau eru auðvitað vistuð í móttökustöðvum Útlendingastofnunar, á sérstökum fjölskyldugöngum. Í einhverjum tilvikum hefur það verið mat Útlendingastofnunar að það fari betur að þau séu vistuð annars staðar,“ segir Sigríður.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira