Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. apríl 2017 20:15 Óskar Bjarni segir sínum mönnum til. Vísir/Andri Marinó „Þetta var stórkostlegt tækifæri fyrir okkur að sigur hér þýddi sæti í undanúrslitum í Evrópukeppni. Þetta er mikið afrek fyrir strákana, félagið og handboltann á Íslandi og það geta allir verið stoltir,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Vals, sigurreyfur og þakklátur að leikslokum. Valsmenn komu inn í leikinn með þá hugmynd að þeir voru sterkara liðið og stýrðu leiknum frá upphafi til enda. „Við erum heilt yfir sterkari, þeir eru með frábæran miðjumann og skyttu en þeir voru laskaðir eins og við eftir töluvert leikjaálag. Þegar við erum á fullu gasi þá erum við með sterkara lið og ég gat leyft mér að dreifa álaginu aðeins undir lokin.“ Óskar Bjarni segir að ævintýri Valsmanna í Evrópu hafa gefið liðinu heilmikið. „Ferðirnar hafa gefið okkur mikið, þetta þjappar liðinu vel saman og sjúkrateymið sér til þess að menn séu í lagi. Það var algjör demantur að komast til Serbíu og slaka á og vinna í liðsheildinni. Þegar hún er í lagi erum við frábærir en þegar hún er ekki til staðar erum við fljótir að fara niður á lágt plan,“ sagði Óskar sem var feginn að fá heimaleik í dag. „Við vissum að við þyrftum að selja einn útileik, þetta er dýrt og það er erfitt fyrir strákana að safna fyrir þessu á milli leikja en við erum mjög þakklátir fyrir þann stuðning sem við fáum frá stjórninni. Þetta kostar og núna bíður okkur mjög jákvætt vandamál og þetta hefur allt verið mjög fallegt.“ Það verður púsluspil fyrir mótastjórn HSÍ að skipuleggja úrslitakeppnina með mið af þátttöku Valsmanna í Evrópukeppninni. „Við erum með ansi laskað lið og það eru margir leikir framundan ef við komust alla leið í úrslitin. Það verður mikill hausverkur að púsla þessu saman og vonandi finnur mótastjórn HSÍ lausnir en það verður erfitt.“ Framundan er undanúrslitaeinvígi þar sem Valsmenn mæta annað hvort liði frá Rúmeníu eða Lúxemborg. „Miðað við okkar sögu þá er ég pottþéttur á því að við séum að fara til Rúmeníu, þeir unnu í kvöld og ég á von á því að við mætum þeim. Það verður glæsilegt að upplifa allan Balkanskagann, ég er búinn að fara til Serbíu, Svartfjallalands og er á leiðinni til Makedóníu með landsliðinu. Ég fer að fara að tala tungumálið og er öllum hnútum kunnugur í tískunni og tónlistinni þarna,“ sagði Óskar léttur að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
„Þetta var stórkostlegt tækifæri fyrir okkur að sigur hér þýddi sæti í undanúrslitum í Evrópukeppni. Þetta er mikið afrek fyrir strákana, félagið og handboltann á Íslandi og það geta allir verið stoltir,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Vals, sigurreyfur og þakklátur að leikslokum. Valsmenn komu inn í leikinn með þá hugmynd að þeir voru sterkara liðið og stýrðu leiknum frá upphafi til enda. „Við erum heilt yfir sterkari, þeir eru með frábæran miðjumann og skyttu en þeir voru laskaðir eins og við eftir töluvert leikjaálag. Þegar við erum á fullu gasi þá erum við með sterkara lið og ég gat leyft mér að dreifa álaginu aðeins undir lokin.“ Óskar Bjarni segir að ævintýri Valsmanna í Evrópu hafa gefið liðinu heilmikið. „Ferðirnar hafa gefið okkur mikið, þetta þjappar liðinu vel saman og sjúkrateymið sér til þess að menn séu í lagi. Það var algjör demantur að komast til Serbíu og slaka á og vinna í liðsheildinni. Þegar hún er í lagi erum við frábærir en þegar hún er ekki til staðar erum við fljótir að fara niður á lágt plan,“ sagði Óskar sem var feginn að fá heimaleik í dag. „Við vissum að við þyrftum að selja einn útileik, þetta er dýrt og það er erfitt fyrir strákana að safna fyrir þessu á milli leikja en við erum mjög þakklátir fyrir þann stuðning sem við fáum frá stjórninni. Þetta kostar og núna bíður okkur mjög jákvætt vandamál og þetta hefur allt verið mjög fallegt.“ Það verður púsluspil fyrir mótastjórn HSÍ að skipuleggja úrslitakeppnina með mið af þátttöku Valsmanna í Evrópukeppninni. „Við erum með ansi laskað lið og það eru margir leikir framundan ef við komust alla leið í úrslitin. Það verður mikill hausverkur að púsla þessu saman og vonandi finnur mótastjórn HSÍ lausnir en það verður erfitt.“ Framundan er undanúrslitaeinvígi þar sem Valsmenn mæta annað hvort liði frá Rúmeníu eða Lúxemborg. „Miðað við okkar sögu þá er ég pottþéttur á því að við séum að fara til Rúmeníu, þeir unnu í kvöld og ég á von á því að við mætum þeim. Það verður glæsilegt að upplifa allan Balkanskagann, ég er búinn að fara til Serbíu, Svartfjallalands og er á leiðinni til Makedóníu með landsliðinu. Ég fer að fara að tala tungumálið og er öllum hnútum kunnugur í tískunni og tónlistinni þarna,“ sagði Óskar léttur að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45