Eitt ár frá „What can you tell me about a company called Wintris?“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2017 10:42 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirgefur Bessastaði eftir fund sinn með forseta þann 5. apríl. Vísir/Anton Brink Eitt ár er nú liðið frá því að Panamaskjalaþáttur Kastljóssins fór í loftið. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér rétt eins og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. Í þættinum, sem frumsýndur var sunnudagskvöldið 3. apríl, var fjallað um gagnaleka frá panamísku lögmannsstofunni Mossack Fonseca en skjöl úr lekanum sýndu meðal annars hvernig þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar höfðu tengsl við aflandsfélög. Þá var einnig sýnt viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, þar sem hann laug um tengsl sín við aflandsfélagið Wintris. Fát kom á forsætisráðherrann þegar sænski spyrillinn spurði „What can you tell me about a company called Wintris,“ en með sanni má segja að spurningin hafi öðlast sjálfstætt líf. Viðtalinu lauk svo með því að Sigmundur strunsaði út eins og frægt er orðið.Þann 4. apríl, daginn eftir viðtalið, var boðað til mótmæla á Austurvelli. Talið er að mótmælin hafi mögulega verið þau fjölmennustu í Íslandssögunni. Skipuleggjendur sögðu að allt að 22 þúsund manns hefðu mætt en boðað hafði verið til mótmælanna áður en viðtalið við Sigmund Davíð var sýnt. Yfirskrift mótmælanna var „Kosningar strax“ og var ýmislegt tínt til sem skipuleggjendum fannst ámælisvert í störfum ríkisstjórnarinnar.Sjá einnig: Panama-áhrifin: Stærstu mótmæli sögunnar, orðsporið og óvænt forsetaframboðDegi síðar brunaði Sigmundur Davíð á Bessastaði eftir fund með Bjarna Benediktssyni sem þá var nýkominn heim frá Flórída.Sigmundur Davíð gengur út úr viðtalinu. Jóhannes Kr. Kristjánsson fylgist með.Á Bessastöðum óskaði Sigmundur eftir heimild forseta til að rjúfa þing og boða til kosninga. Ólafur Ragnar Grímsson, þá forseti, hafnaði því eins og hann skýrði frá á eftirminnilegum blaðamannafundi í hádeginu, stuttu eftir fund hans og Sigmundar.Stiginn og stóru málin Eftir þingflokksfund Framsóknar, daginn eftir þessi fjölmennu mótmæli, var fréttamönnum tjáð að Sigurður Ingi Jóhannesson, þáverandi varaformaður Framsóknar, myndi taka við embætti forsætisráðherra. Var það sagt vera að tillögu Sigmundar Davíðs sjálfs sem hélt áfram þingmennsku, nú sem óbreyttur. Það var svo miðvikudaginn 6. apríl sem tilkynnt var um endurnýjuð samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í stiga nýbyggingar Alþingishússins - nú undir foyrstu Sigurðar Inga sem fyrr segir. Samstarfið var endurnýjað undir þeim formerkjum að kosningum yrði flýtt - að því gefnu að ríkisstjórninni tækist að klára fjölmörg „stór mál“ sem enn væru útistandandi. Þótti mörgum það vera helst til loðið orðalag og kröfðust þess að allur vafi yrði tekinn af um hvenær raunverulega yrði gengið til kosninga. Það kom svo á daginn að gengið var til þingkosninga þann 29. október - hálfu ári áður en áætlað var og hálfu ári eftir viðtalið afdrifaríka. Panama-skjölin Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Eitt ár er nú liðið frá því að Panamaskjalaþáttur Kastljóssins fór í loftið. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér rétt eins og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. Í þættinum, sem frumsýndur var sunnudagskvöldið 3. apríl, var fjallað um gagnaleka frá panamísku lögmannsstofunni Mossack Fonseca en skjöl úr lekanum sýndu meðal annars hvernig þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar höfðu tengsl við aflandsfélög. Þá var einnig sýnt viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, þar sem hann laug um tengsl sín við aflandsfélagið Wintris. Fát kom á forsætisráðherrann þegar sænski spyrillinn spurði „What can you tell me about a company called Wintris,“ en með sanni má segja að spurningin hafi öðlast sjálfstætt líf. Viðtalinu lauk svo með því að Sigmundur strunsaði út eins og frægt er orðið.Þann 4. apríl, daginn eftir viðtalið, var boðað til mótmæla á Austurvelli. Talið er að mótmælin hafi mögulega verið þau fjölmennustu í Íslandssögunni. Skipuleggjendur sögðu að allt að 22 þúsund manns hefðu mætt en boðað hafði verið til mótmælanna áður en viðtalið við Sigmund Davíð var sýnt. Yfirskrift mótmælanna var „Kosningar strax“ og var ýmislegt tínt til sem skipuleggjendum fannst ámælisvert í störfum ríkisstjórnarinnar.Sjá einnig: Panama-áhrifin: Stærstu mótmæli sögunnar, orðsporið og óvænt forsetaframboðDegi síðar brunaði Sigmundur Davíð á Bessastaði eftir fund með Bjarna Benediktssyni sem þá var nýkominn heim frá Flórída.Sigmundur Davíð gengur út úr viðtalinu. Jóhannes Kr. Kristjánsson fylgist með.Á Bessastöðum óskaði Sigmundur eftir heimild forseta til að rjúfa þing og boða til kosninga. Ólafur Ragnar Grímsson, þá forseti, hafnaði því eins og hann skýrði frá á eftirminnilegum blaðamannafundi í hádeginu, stuttu eftir fund hans og Sigmundar.Stiginn og stóru málin Eftir þingflokksfund Framsóknar, daginn eftir þessi fjölmennu mótmæli, var fréttamönnum tjáð að Sigurður Ingi Jóhannesson, þáverandi varaformaður Framsóknar, myndi taka við embætti forsætisráðherra. Var það sagt vera að tillögu Sigmundar Davíðs sjálfs sem hélt áfram þingmennsku, nú sem óbreyttur. Það var svo miðvikudaginn 6. apríl sem tilkynnt var um endurnýjuð samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í stiga nýbyggingar Alþingishússins - nú undir foyrstu Sigurðar Inga sem fyrr segir. Samstarfið var endurnýjað undir þeim formerkjum að kosningum yrði flýtt - að því gefnu að ríkisstjórninni tækist að klára fjölmörg „stór mál“ sem enn væru útistandandi. Þótti mörgum það vera helst til loðið orðalag og kröfðust þess að allur vafi yrði tekinn af um hvenær raunverulega yrði gengið til kosninga. Það kom svo á daginn að gengið var til þingkosninga þann 29. október - hálfu ári áður en áætlað var og hálfu ári eftir viðtalið afdrifaríka.
Panama-skjölin Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira