„Við drögum liðið ekki úr keppni,“ sagði Óli Jóh um Val sem dró svo liðið úr keppni Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2017 13:00 Ólafur fer með strákana sína til Bandaríkjanna á mánudaginn. vísir/eyþór Valsmenn verða ekki með í átta liða úrslitum Lengjubikars karla í fótbolta þrátt fyrir að vinna alla fimm leiki sína í riðli 3 og komast örugglega í útsláttarkeppnina. Valur átti að mæta KR í Reykjavíkurslag í átta liða úrslitunum sunnudaginn 9. apríl en degi síðar fer Valsliðið í æfingaferð til Bandaríkjanna. Valur gæti því aldrei spilað undanúrslitaleik 13. apríl ef liðið kæmist áfram. Það hefur því dregið liðið úr keppni. Hlíðarendapiltar völtuðu yfir sinn riðil og unnu alla fimm leikina með markatölunni 17-7. Þeir luku riðlakeppninni með glæsilegum 3-1 sigri á ÍA sem hafnaði í öðru sæti og tapaði bara fyrir Val. Inkasso-deildarlið Þórs, sem hafnaði í þriðja sæti með sjö stig, tekur sæti Vals í átta liða úrslitunum og mætir KR í vesturbænum á sunnudaginn klukkan 16.00 en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 HD.Ákvörðun Valsmanna að draga liðið úr keppni er nokkuð áhugaverð í ljósi viðtals sem tekið var við þjálfarann Ólaf Jóhannesson á Fótbolti.net eftir 2-1 sigurleik Vals á Víkingi Ólafsvík 19. mars. Þar var Ólafur spurður hvað Valsmenn ætluðu að gera ef þeir kæmust áfram sem var ansi líklegt á þeim tíma. „Einhver hluti af okkur verður erlendis, ég veit ekki hvernig við göngum frá þessu. Ég er ekkert farinn að pæla í því,“ sagði Ólafur og bætti ákveðinn við að Valur myndi ekki draga liðið úr keppni.„Við drögum liðið ekki úr keppni, það kemur ekki til greina.“ Ólafur náði að verjast spurningum Magnús Más Einarssonar, ritstjóra Fótbolti.net, fimlega en endaði svo á því að segja að unnið yrði í því saman að finna leikdag. Átti Ólafur þar væntanlega við væntanlega mótherja og Knattspyrnusambandið en nú er ljóst að besta lið undirbúningstímabilsins, Reykjavíkurmeistarar Vals sem er eina liðið sem vann alla leikina í riðlakeppni Lengjubikarsins, verður ekki með í átta liða úrslitum keppninnar. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu þrennu Sigurðar Egils gegn ÍA | Myndband Sigurður Egill Lárusson var í aðalhlutverki þegar Valur vann ÍA, 3-1, í uppgjöri toppliðanna í riðli 3 í Lengjubikar karla í fótbolta í gær. 31. mars 2017 13:00 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Valsmenn verða ekki með í átta liða úrslitum Lengjubikars karla í fótbolta þrátt fyrir að vinna alla fimm leiki sína í riðli 3 og komast örugglega í útsláttarkeppnina. Valur átti að mæta KR í Reykjavíkurslag í átta liða úrslitunum sunnudaginn 9. apríl en degi síðar fer Valsliðið í æfingaferð til Bandaríkjanna. Valur gæti því aldrei spilað undanúrslitaleik 13. apríl ef liðið kæmist áfram. Það hefur því dregið liðið úr keppni. Hlíðarendapiltar völtuðu yfir sinn riðil og unnu alla fimm leikina með markatölunni 17-7. Þeir luku riðlakeppninni með glæsilegum 3-1 sigri á ÍA sem hafnaði í öðru sæti og tapaði bara fyrir Val. Inkasso-deildarlið Þórs, sem hafnaði í þriðja sæti með sjö stig, tekur sæti Vals í átta liða úrslitunum og mætir KR í vesturbænum á sunnudaginn klukkan 16.00 en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 HD.Ákvörðun Valsmanna að draga liðið úr keppni er nokkuð áhugaverð í ljósi viðtals sem tekið var við þjálfarann Ólaf Jóhannesson á Fótbolti.net eftir 2-1 sigurleik Vals á Víkingi Ólafsvík 19. mars. Þar var Ólafur spurður hvað Valsmenn ætluðu að gera ef þeir kæmust áfram sem var ansi líklegt á þeim tíma. „Einhver hluti af okkur verður erlendis, ég veit ekki hvernig við göngum frá þessu. Ég er ekkert farinn að pæla í því,“ sagði Ólafur og bætti ákveðinn við að Valur myndi ekki draga liðið úr keppni.„Við drögum liðið ekki úr keppni, það kemur ekki til greina.“ Ólafur náði að verjast spurningum Magnús Más Einarssonar, ritstjóra Fótbolti.net, fimlega en endaði svo á því að segja að unnið yrði í því saman að finna leikdag. Átti Ólafur þar væntanlega við væntanlega mótherja og Knattspyrnusambandið en nú er ljóst að besta lið undirbúningstímabilsins, Reykjavíkurmeistarar Vals sem er eina liðið sem vann alla leikina í riðlakeppni Lengjubikarsins, verður ekki með í átta liða úrslitum keppninnar.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu þrennu Sigurðar Egils gegn ÍA | Myndband Sigurður Egill Lárusson var í aðalhlutverki þegar Valur vann ÍA, 3-1, í uppgjöri toppliðanna í riðli 3 í Lengjubikar karla í fótbolta í gær. 31. mars 2017 13:00 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Sjáðu þrennu Sigurðar Egils gegn ÍA | Myndband Sigurður Egill Lárusson var í aðalhlutverki þegar Valur vann ÍA, 3-1, í uppgjöri toppliðanna í riðli 3 í Lengjubikar karla í fótbolta í gær. 31. mars 2017 13:00
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann