Jón Þór flytur af stúdentagörðum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2017 19:37 "Finnst rétt að víkja fyrir annarri fjölskyldu sem er ekki í jafn góðri stöðu og okkar fjölskylda," segir Jón Þór. vísir/vilhelm Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur ákveðið að flytja úr íbúð fjölskyldunnar á Stúdentagörðunum. Hann segir rétt að víkja fyrir annarri fjölskyldu sem er ekki í jafn góðri stöðu og hans fjölskylda.Þetta kemur fram á vefsíðu hans, en greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að Jón Þór, sem er með rúmlega eina milljón króna í laun á mánuði, sé búsettur á stúdentagörðunum. Hann sagði að óeðlilegt væri ef starf hans myndi skerða rétt maka síns til búsetu á stúdentagörðunum. „Það er konan mín sem leigir íbúðina ekki ég. Það er hluti af hennar öryggi að hafa stúdentaíbúð og ekki hægt að spyrða það við manninn hennar,“ sagði Jón Þór.Stúdentaíbúðir eru eftirsóttar og geta umsækjendur þurft að bíða nokkra stund eftir því að fá íbúð.vísir/ernirFordæmið megi ekki verða að reglu Jón Þór segir nú á vefsíðu sinni að fjölskyldan muni flytja eins fljótt og verða megi. „Við vörum við því að slíkt fordæmi verði að reglu því ekki eru allir í sambúð í eins öruggu sambandi eða með sameiginlegan fjárhag. Fólk verður að geta verið sjálfstætt þótt það sé í sambúð.“ Jón Þór náði kjöri sem þingmaður í alþingiskosningunum 2013 en sagði af sér þingmennsku þegar kjörtímabilið var hálfnað. Eftir að hann hætti á þingi komst kona hans inn á stúdentagarða en hún stundar nám við Háskóla Íslands. Hann segir að almennt réttmætt sé að fólk fái þrjá mánuði til að skipta um búsetu og að nú líði bráðum þrír mánuðir frá því að ríkisstjórnin var mynduð og ljóst að hann yrði áfram í þingstarfinu. Þá tekur hann fram að búið sé að afnema að tekjur maka skerði lífeyri eldri borga frá almannatryggingum. Það sé gott réttindamál en að enn búi eldri borgarar og öryrkjar við tekjuskerðingar vegna sambúðar. „Þessar skerðingar þarf að afnema. Ég mun áfram vinna með Félagi Eldriborgara í Reykjavík í þessum málum.“ Jón Þór er þriðji varaforseti Alþingis og nýtur því 15 prósenta álags á þingfararkaupið. Hann er því með rúmlega 1,26 milljónir í laun. Tengdar fréttir Þingmaður með meira en milljón á mánuði en býr á Görðunum Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, býr á Stúdentagörðum en maki hans stundar nám við Háskóla Íslands. Mánaðarlaun hans eru hátt í 1,3 milljónir króna. Staða maka hefur ekki áhrif á umsókn stúdents til búsetu á Görðunum. 3. apríl 2017 06:00 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur ákveðið að flytja úr íbúð fjölskyldunnar á Stúdentagörðunum. Hann segir rétt að víkja fyrir annarri fjölskyldu sem er ekki í jafn góðri stöðu og hans fjölskylda.Þetta kemur fram á vefsíðu hans, en greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að Jón Þór, sem er með rúmlega eina milljón króna í laun á mánuði, sé búsettur á stúdentagörðunum. Hann sagði að óeðlilegt væri ef starf hans myndi skerða rétt maka síns til búsetu á stúdentagörðunum. „Það er konan mín sem leigir íbúðina ekki ég. Það er hluti af hennar öryggi að hafa stúdentaíbúð og ekki hægt að spyrða það við manninn hennar,“ sagði Jón Þór.Stúdentaíbúðir eru eftirsóttar og geta umsækjendur þurft að bíða nokkra stund eftir því að fá íbúð.vísir/ernirFordæmið megi ekki verða að reglu Jón Þór segir nú á vefsíðu sinni að fjölskyldan muni flytja eins fljótt og verða megi. „Við vörum við því að slíkt fordæmi verði að reglu því ekki eru allir í sambúð í eins öruggu sambandi eða með sameiginlegan fjárhag. Fólk verður að geta verið sjálfstætt þótt það sé í sambúð.“ Jón Þór náði kjöri sem þingmaður í alþingiskosningunum 2013 en sagði af sér þingmennsku þegar kjörtímabilið var hálfnað. Eftir að hann hætti á þingi komst kona hans inn á stúdentagarða en hún stundar nám við Háskóla Íslands. Hann segir að almennt réttmætt sé að fólk fái þrjá mánuði til að skipta um búsetu og að nú líði bráðum þrír mánuðir frá því að ríkisstjórnin var mynduð og ljóst að hann yrði áfram í þingstarfinu. Þá tekur hann fram að búið sé að afnema að tekjur maka skerði lífeyri eldri borga frá almannatryggingum. Það sé gott réttindamál en að enn búi eldri borgarar og öryrkjar við tekjuskerðingar vegna sambúðar. „Þessar skerðingar þarf að afnema. Ég mun áfram vinna með Félagi Eldriborgara í Reykjavík í þessum málum.“ Jón Þór er þriðji varaforseti Alþingis og nýtur því 15 prósenta álags á þingfararkaupið. Hann er því með rúmlega 1,26 milljónir í laun.
Tengdar fréttir Þingmaður með meira en milljón á mánuði en býr á Görðunum Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, býr á Stúdentagörðum en maki hans stundar nám við Háskóla Íslands. Mánaðarlaun hans eru hátt í 1,3 milljónir króna. Staða maka hefur ekki áhrif á umsókn stúdents til búsetu á Görðunum. 3. apríl 2017 06:00 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Þingmaður með meira en milljón á mánuði en býr á Görðunum Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, býr á Stúdentagörðum en maki hans stundar nám við Háskóla Íslands. Mánaðarlaun hans eru hátt í 1,3 milljónir króna. Staða maka hefur ekki áhrif á umsókn stúdents til búsetu á Görðunum. 3. apríl 2017 06:00