Gronk toppaði kjánamánuðinn með því að stela treyju Tom Brady og vera tæklaður | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2017 11:30 Tom Brady horfir á eftir Gronk með treyjuna. vísir/getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, vann sinn fimmta Super Bowl-titil í byrjun febrúar þegar hann leiddi sína menn til ótrúlegustu endurkomu í sögu NFL-deildarinnar. Gleðin var mikil hjá Brady og félögum þá en leikstjórnandinn fagnaði sigrinum í skugga þess að treyjunni sem hann spilaði í var stolið úr búningsklefanum. Það mál varð heldur betur stórt en treyjan fannst eftir leit bandarísku alríkislögreglunnar heima hjá mexíkóskum ritstjóra sem er talinn hafa stundað þá iðju að stela úr búningsklefum leikmanna um langa hríð. Brady er búinn að fá treyjuna aftur og mætti með hana á Fenway Park, heimavöll hafnaboltaliðsins Boston Red Sox, þar sem hann átti að sjá um fyrsta kast tímabilsins. Brady rölti með treyjuna út á kastarahólinn og lyfti henni upp fyrir axlir við mikla kátínu stuðningsmanna Red Sox sem halda auðvitað allir með New England. En þá gerðist svolítið sem engan óraði fyrir. Sprelligosinn Rob Gronkowski, innherji New England, kom aftan að Brady og stal treyjunni. Hann hélt henni þó ekki lengi því Brady elti stóra manninn uppi og tæklaði hann í jörðina. Virkilega skondin sena. Þessi treyjustuldur Gronk toppar kjánamánuð hans þar sem sá stóri hefur farið til Barcelona og leikið sér í amerískum fótbolta með Javier Mascherano og svo auðvitað frammistaða hans á stærsta fjölbragðaglímusviði heims um helgina.Tom and Gronk just out here having some fun pic.twitter.com/6Ofvc3dbiB— Pete Blackburn (@PeteBlackburn) April 3, 2017 NFL Tengdar fréttir Nú er hægt að borða eins og Tom Brady Fimmfaldi NFL-meistarinn Tom Brady er enn á toppnum þó svo hann sé orðinn 39 ára. Hann hefur meðal annars þakkað mataræðinu fyrir að vera í eins góðu formi og hann er í. 8. mars 2017 10:30 Fertugur Brady vill spila í sex til sjö ár í viðbót Það gæti varla verið betri tími fyrir Tom Brady að leggja skóna á hilluna en núna. Hann er orðinn fertugur, hefur unnið allt á ferlinum og það mörgum sinnum en síðasta en ekki síst þá varð hann í febrúar NFL-meistari í fimmta sinn eftir ótrúlega og sögulega endurkomu í Super Bowl. 28. mars 2017 11:00 Gronk mættur í WrestleMania Hinn skrautlegi innherji NFL-meistara New England Patriots, Rob Gronkowski, er alltaf til í að taka þátt í einhverri vitleysu. 3. apríl 2017 22:15 Treyja Tom Brady frá því í Super Bowl fundin New England Patriots vann Super Bowl í Houston í síðasta mánuði eftir ótrúlega endurkomu og fyrstu framlenginguna í sögu Super Bowl. 20. mars 2017 16:00 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, vann sinn fimmta Super Bowl-titil í byrjun febrúar þegar hann leiddi sína menn til ótrúlegustu endurkomu í sögu NFL-deildarinnar. Gleðin var mikil hjá Brady og félögum þá en leikstjórnandinn fagnaði sigrinum í skugga þess að treyjunni sem hann spilaði í var stolið úr búningsklefanum. Það mál varð heldur betur stórt en treyjan fannst eftir leit bandarísku alríkislögreglunnar heima hjá mexíkóskum ritstjóra sem er talinn hafa stundað þá iðju að stela úr búningsklefum leikmanna um langa hríð. Brady er búinn að fá treyjuna aftur og mætti með hana á Fenway Park, heimavöll hafnaboltaliðsins Boston Red Sox, þar sem hann átti að sjá um fyrsta kast tímabilsins. Brady rölti með treyjuna út á kastarahólinn og lyfti henni upp fyrir axlir við mikla kátínu stuðningsmanna Red Sox sem halda auðvitað allir með New England. En þá gerðist svolítið sem engan óraði fyrir. Sprelligosinn Rob Gronkowski, innherji New England, kom aftan að Brady og stal treyjunni. Hann hélt henni þó ekki lengi því Brady elti stóra manninn uppi og tæklaði hann í jörðina. Virkilega skondin sena. Þessi treyjustuldur Gronk toppar kjánamánuð hans þar sem sá stóri hefur farið til Barcelona og leikið sér í amerískum fótbolta með Javier Mascherano og svo auðvitað frammistaða hans á stærsta fjölbragðaglímusviði heims um helgina.Tom and Gronk just out here having some fun pic.twitter.com/6Ofvc3dbiB— Pete Blackburn (@PeteBlackburn) April 3, 2017
NFL Tengdar fréttir Nú er hægt að borða eins og Tom Brady Fimmfaldi NFL-meistarinn Tom Brady er enn á toppnum þó svo hann sé orðinn 39 ára. Hann hefur meðal annars þakkað mataræðinu fyrir að vera í eins góðu formi og hann er í. 8. mars 2017 10:30 Fertugur Brady vill spila í sex til sjö ár í viðbót Það gæti varla verið betri tími fyrir Tom Brady að leggja skóna á hilluna en núna. Hann er orðinn fertugur, hefur unnið allt á ferlinum og það mörgum sinnum en síðasta en ekki síst þá varð hann í febrúar NFL-meistari í fimmta sinn eftir ótrúlega og sögulega endurkomu í Super Bowl. 28. mars 2017 11:00 Gronk mættur í WrestleMania Hinn skrautlegi innherji NFL-meistara New England Patriots, Rob Gronkowski, er alltaf til í að taka þátt í einhverri vitleysu. 3. apríl 2017 22:15 Treyja Tom Brady frá því í Super Bowl fundin New England Patriots vann Super Bowl í Houston í síðasta mánuði eftir ótrúlega endurkomu og fyrstu framlenginguna í sögu Super Bowl. 20. mars 2017 16:00 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Sjá meira
Nú er hægt að borða eins og Tom Brady Fimmfaldi NFL-meistarinn Tom Brady er enn á toppnum þó svo hann sé orðinn 39 ára. Hann hefur meðal annars þakkað mataræðinu fyrir að vera í eins góðu formi og hann er í. 8. mars 2017 10:30
Fertugur Brady vill spila í sex til sjö ár í viðbót Það gæti varla verið betri tími fyrir Tom Brady að leggja skóna á hilluna en núna. Hann er orðinn fertugur, hefur unnið allt á ferlinum og það mörgum sinnum en síðasta en ekki síst þá varð hann í febrúar NFL-meistari í fimmta sinn eftir ótrúlega og sögulega endurkomu í Super Bowl. 28. mars 2017 11:00
Gronk mættur í WrestleMania Hinn skrautlegi innherji NFL-meistara New England Patriots, Rob Gronkowski, er alltaf til í að taka þátt í einhverri vitleysu. 3. apríl 2017 22:15
Treyja Tom Brady frá því í Super Bowl fundin New England Patriots vann Super Bowl í Houston í síðasta mánuði eftir ótrúlega endurkomu og fyrstu framlenginguna í sögu Super Bowl. 20. mars 2017 16:00