Sigmundur Davíð: Margt á eftir að skýrast á næstunni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. apríl 2017 17:54 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirgefur Bessastaði eftir fund sinn með forseta þann 5. apríl. Vísir/Anton Brink „Það hefur sannarlega margt komið í ljós undanfarið ár og ég get fullvissað ykkur um að margt á eftir að skýrast enn frekar á næstunni,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra á Facebook-síðu sinni. Eitt ár er liðið frá því að Sigmundur Davíð sagði af sér embætti vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum, sem fjallað var um í Kastljósi. Sjálfur segist hann ekki hafa hugsað út í hvaða dagur væri enda sé hann sér ekki eins hugleikinn og þeim sem undirbjuggu viðburðinn, líkt og hann orðar það. „Í huga mínum markaði dagurinn enda hvorki endi né upphaf heldur bara eina hindrun í vinnu sem alltaf var ljóst að yrði erfið og myndi kalla á mótspyrnu. Að vísu stóra hindrun en stærstu vonbrigðin komu hins vegar síðar á árinu,“ segir Sigmundur. Sigmundur segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi og að fyrir vikið sé hann enn sannfærðari en áður um að hægt sé að gera grundvallarbreytingar á íslensku samfélagi. „Og við getum haldið áfram að ná árangri jafnvel þótt það geti þurft að takast á við voldugustu valdakerfin hér á landi og erlendis. Ekki einu sinni alþjóða fjármálakerfið getur stoppað okkur,“ segir hann og bætir við að hann muni halda áfram að berjast fyrir Ísland. Vilja að Sigmundur kljúfi sig frá Framsókn Hvað Sigmundur á við skal ósagt látið en hann hefur verið hvattur til þess að kljúfa sig frá Framsókn og stofna nýjan flokk. Var það meðal annars til umfjöllunar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Gunnar Kristinn Þórðarson, stjórnsýslufræðingur og Framsóknarmaður, segir hóp Framsóknarmanna vilja að Sigmundur stofni eigin flokk. „Eftir að hafa setið flokksþingið og sjá hvernig framkvæmdin var á formannskjörinu ,erum við fjölmargir Framsóknarmenn sem er misboðið hvernig ástandið er í flokknum. Hvernig farið hefur farið með málin og hvernig þetta flokksþing var framkvæmt og margt hefur komið í ljós síðan,“ segir Gunnar. „Öllum er ljóst í flokknum að þeir sem stóðu að baki því að koma Sigmundi frá er flokkseigendafélagið, það er klíkan.“ Gunnar Kristinn segir að hópi gamalgróinna Framsóknarmanna sé misboðið. Flokkurinn sé klofinn og að ef ekkert verði að gert muni hann missa mest allt sitt fylgi, og nefnir Samfylkinguna í því samhengi. „Það er stór hópur innan Framsóknar. Þetta er hópurinn sem var í flokksþinginu og fékk ekki að kjósa Sigmund Davíð jafnvel, flokksmenn til áratuga. Mjög tryggir einstaklingar sem eru búnir að vera virkir í Framsóknarflokknum alla tíð og mönnum er misboðið. Menn sjá það að dæmið gengur ekki upp. Flokkurinn er klofinn og menn vilja hvetja Sigmund til að taka ákvarðanir til þess að bjarga hugsjóninni,“ segir Gunnar. Hlusta má á viðtalið við Gunnar í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Eitt ár frá „What can you tell me about a company called Wintris?“ Eitt ár er nú liðið frá því að Panamaskjalaþáttur Kastljóssins fór í loftið. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér rétt eins og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. 3. apríl 2017 10:42 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
„Það hefur sannarlega margt komið í ljós undanfarið ár og ég get fullvissað ykkur um að margt á eftir að skýrast enn frekar á næstunni,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra á Facebook-síðu sinni. Eitt ár er liðið frá því að Sigmundur Davíð sagði af sér embætti vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum, sem fjallað var um í Kastljósi. Sjálfur segist hann ekki hafa hugsað út í hvaða dagur væri enda sé hann sér ekki eins hugleikinn og þeim sem undirbjuggu viðburðinn, líkt og hann orðar það. „Í huga mínum markaði dagurinn enda hvorki endi né upphaf heldur bara eina hindrun í vinnu sem alltaf var ljóst að yrði erfið og myndi kalla á mótspyrnu. Að vísu stóra hindrun en stærstu vonbrigðin komu hins vegar síðar á árinu,“ segir Sigmundur. Sigmundur segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi og að fyrir vikið sé hann enn sannfærðari en áður um að hægt sé að gera grundvallarbreytingar á íslensku samfélagi. „Og við getum haldið áfram að ná árangri jafnvel þótt það geti þurft að takast á við voldugustu valdakerfin hér á landi og erlendis. Ekki einu sinni alþjóða fjármálakerfið getur stoppað okkur,“ segir hann og bætir við að hann muni halda áfram að berjast fyrir Ísland. Vilja að Sigmundur kljúfi sig frá Framsókn Hvað Sigmundur á við skal ósagt látið en hann hefur verið hvattur til þess að kljúfa sig frá Framsókn og stofna nýjan flokk. Var það meðal annars til umfjöllunar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Gunnar Kristinn Þórðarson, stjórnsýslufræðingur og Framsóknarmaður, segir hóp Framsóknarmanna vilja að Sigmundur stofni eigin flokk. „Eftir að hafa setið flokksþingið og sjá hvernig framkvæmdin var á formannskjörinu ,erum við fjölmargir Framsóknarmenn sem er misboðið hvernig ástandið er í flokknum. Hvernig farið hefur farið með málin og hvernig þetta flokksþing var framkvæmt og margt hefur komið í ljós síðan,“ segir Gunnar. „Öllum er ljóst í flokknum að þeir sem stóðu að baki því að koma Sigmundi frá er flokkseigendafélagið, það er klíkan.“ Gunnar Kristinn segir að hópi gamalgróinna Framsóknarmanna sé misboðið. Flokkurinn sé klofinn og að ef ekkert verði að gert muni hann missa mest allt sitt fylgi, og nefnir Samfylkinguna í því samhengi. „Það er stór hópur innan Framsóknar. Þetta er hópurinn sem var í flokksþinginu og fékk ekki að kjósa Sigmund Davíð jafnvel, flokksmenn til áratuga. Mjög tryggir einstaklingar sem eru búnir að vera virkir í Framsóknarflokknum alla tíð og mönnum er misboðið. Menn sjá það að dæmið gengur ekki upp. Flokkurinn er klofinn og menn vilja hvetja Sigmund til að taka ákvarðanir til þess að bjarga hugsjóninni,“ segir Gunnar. Hlusta má á viðtalið við Gunnar í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Eitt ár frá „What can you tell me about a company called Wintris?“ Eitt ár er nú liðið frá því að Panamaskjalaþáttur Kastljóssins fór í loftið. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér rétt eins og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. 3. apríl 2017 10:42 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Eitt ár frá „What can you tell me about a company called Wintris?“ Eitt ár er nú liðið frá því að Panamaskjalaþáttur Kastljóssins fór í loftið. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér rétt eins og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. 3. apríl 2017 10:42