Barnavernd hefur lítil afskipti af tveimur hælisleitendum á barnsaldri: "Þetta er algjörlega óviðunandi“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. apríl 2017 18:30 Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem komu fylgdarlausir hingað til lands í september, dvelja nú einir á hosteli í Reykjavík. Héraðsdómslögmaður segir þá búa við óviðunandi aðstæður og er gagnrýnin á stjórnvöld sem hafa haft lítil afskipti af drengjunum. Hún vill að innanríkisráðherra bregðist við. Drengirnir tveir, sem eru 16 og 17 ára, smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í byrjun september og fundust haldnir í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Í fyrstu dvöldu þeir á gistiheimili á Reyðarfirði. Þeir lúta forsjá barnaverndar á Reyðarfirði. Þeir eru frá Alsír og Marokkó og eru hælismálþeirra enn til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Drengjunum var útveguð fósturfjölskylda í Reykjavík en voru sendir þaðan þar sem sem umsókn viðkomandi fórsturfjölskyldu var ekki talin fullnægjandi. Síðustu mánuði hafa drengirnir dvalið á gistiheimili í Reykjavík án þess að barnavernd hafi haft mikil afskipti af þeim. „Þetta er algjörlega óviðunandi. Það er ekki í lagi að 16 ára drengir búi hérna á hosteli ásamt öðrum hælisleitendum og fái enga aðra aðstoð sem okkur ber skylda til þess að veita þeim. Þeir eru ekki að fá menntun og þeir fá tólf þúsund krónur vikulega fyrir fæði og klæði og sjá algjörlega um sig sjálfir og eru algjörlega eftirlitslausir,“ segir Lilja Margrét sem er verjandi drengjanna sem báðir hafa komist í kast við lögin. „Annar í fimm skipti þegar þeir voru að reyna komast um borð í skip til Kanada og fóru þar af leiðandi inn á athafnasvæði Eimskip. Það sem ég síðan komst að hefði mig aldrei órað fyrir. Að staða vegalausra barna sem koma hingað til Íslands sem hælisleitendur sér þessi. Það er með ólíkindum að það séu engin úrræði í boði. Ég kalla hreinlega eftir því að ráðherra innanríkismála skoði þetta,“ segir Lilja Margrét. Hún útskýrir að ástæða þess að drengirnir reyni að komast um borð í skip til Kanada sé leit að betra lífi. Meðferð á drengjunum hér á landi sé á skjön við lög og alþjóðasáttmála. „Það vantar þetta samstarf á milli nefnda og Barnaverndarstofu og Útlendingastofnunar,“ segir Lilja Margrét. Barnavernd hefur einungis mætt í eitt skipti af fimm í skýrslutöku yfir öðrum drengnum þrátt fyrir að leitað hafi verið eftir því í öll skiptin. „Það er ekki einu sinni þegar þeir eru handteknir og gista í fangageymslu sem þeir hafa fullorðin aðila sér til handa,“ segir Lilja Margrét. Tengdar fréttir Úrræði vantar fyrir vegalaus börn Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í september, fundust illa til reika í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Þeir eru nú í umsjá félagsmálayfirvalda á Reyðarfirði. 6. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira
Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem komu fylgdarlausir hingað til lands í september, dvelja nú einir á hosteli í Reykjavík. Héraðsdómslögmaður segir þá búa við óviðunandi aðstæður og er gagnrýnin á stjórnvöld sem hafa haft lítil afskipti af drengjunum. Hún vill að innanríkisráðherra bregðist við. Drengirnir tveir, sem eru 16 og 17 ára, smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í byrjun september og fundust haldnir í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Í fyrstu dvöldu þeir á gistiheimili á Reyðarfirði. Þeir lúta forsjá barnaverndar á Reyðarfirði. Þeir eru frá Alsír og Marokkó og eru hælismálþeirra enn til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Drengjunum var útveguð fósturfjölskylda í Reykjavík en voru sendir þaðan þar sem sem umsókn viðkomandi fórsturfjölskyldu var ekki talin fullnægjandi. Síðustu mánuði hafa drengirnir dvalið á gistiheimili í Reykjavík án þess að barnavernd hafi haft mikil afskipti af þeim. „Þetta er algjörlega óviðunandi. Það er ekki í lagi að 16 ára drengir búi hérna á hosteli ásamt öðrum hælisleitendum og fái enga aðra aðstoð sem okkur ber skylda til þess að veita þeim. Þeir eru ekki að fá menntun og þeir fá tólf þúsund krónur vikulega fyrir fæði og klæði og sjá algjörlega um sig sjálfir og eru algjörlega eftirlitslausir,“ segir Lilja Margrét sem er verjandi drengjanna sem báðir hafa komist í kast við lögin. „Annar í fimm skipti þegar þeir voru að reyna komast um borð í skip til Kanada og fóru þar af leiðandi inn á athafnasvæði Eimskip. Það sem ég síðan komst að hefði mig aldrei órað fyrir. Að staða vegalausra barna sem koma hingað til Íslands sem hælisleitendur sér þessi. Það er með ólíkindum að það séu engin úrræði í boði. Ég kalla hreinlega eftir því að ráðherra innanríkismála skoði þetta,“ segir Lilja Margrét. Hún útskýrir að ástæða þess að drengirnir reyni að komast um borð í skip til Kanada sé leit að betra lífi. Meðferð á drengjunum hér á landi sé á skjön við lög og alþjóðasáttmála. „Það vantar þetta samstarf á milli nefnda og Barnaverndarstofu og Útlendingastofnunar,“ segir Lilja Margrét. Barnavernd hefur einungis mætt í eitt skipti af fimm í skýrslutöku yfir öðrum drengnum þrátt fyrir að leitað hafi verið eftir því í öll skiptin. „Það er ekki einu sinni þegar þeir eru handteknir og gista í fangageymslu sem þeir hafa fullorðin aðila sér til handa,“ segir Lilja Margrét.
Tengdar fréttir Úrræði vantar fyrir vegalaus börn Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í september, fundust illa til reika í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Þeir eru nú í umsjá félagsmálayfirvalda á Reyðarfirði. 6. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira
Úrræði vantar fyrir vegalaus börn Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í september, fundust illa til reika í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Þeir eru nú í umsjá félagsmálayfirvalda á Reyðarfirði. 6. nóvember 2016 19:00