Tveggja og hálfs árs fangelsi og 300 milljón króna sekt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. apríl 2017 19:54 Friðjón þarf að greiða 300 milljónir króna innan fjögurra vikna. Annrars bætast tólf mánuðir við fangelsisdóm hans. vísir/vilhelm Friðrik Björgvin Gunnarsson, framkvæmdastjóri félaganna Gegn einokun og 1949, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum og peningaþvætti. Friðjóni var jafnframt gert að greiða rúmar 307 milljónir króna í ríkissjóð innan fjögurra vikna. Annars bætast tólf mánuðir við fangelsisdóm hans. Þá var eiginkona hans, Harpa Hlynsdóttir, dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Gerðar voru upptækar tæplega fimm milljónir króna við rannsókn málsins, og fjöldi raftækja á borð við fartölvur, leikjatölvur, farsíma og fleira. Skattsvik Friðjóns nema um 100 milljónum króna. Honum var gefið að sök að hafa vantalið virðisaukaskatt vegna einkahlutafélagsins Gegn einokun á árunum 2012 og 2013 en samkvæmt ákæru nam upphæðin 83,5 milljónum króna. Þá var hann sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti vegna einkahlutafélagsins 1949 en sú upphæð nam um 2,5 milljónum króna. Jafnframt var hann sakaður um að hafa ekki talið fram tekjur sem nema rúmlega 41 milljón króna. Með því sveik hann tæplega 16,5 milljónir undan skatti þar sem hann greiddi hvorki tekjuskatt né útsvar. Hjónin voru svo bæði ákærð fyrir peningaþvætti, en Friðjóni var gefið að sök að hafa lagt eða látið leggja rúmlega 21 milljón króna, sem var hluti ávinningsins af skattsvikunum, inn á bankareikning sinn hjá Landsbankanum. Þar átti hann að hafa geymt peninginn þar til hann ráðstafaði honum til þess að greiða kreditkortareikning þeirra hjóna. Að lokum var hann sakaður um að hafa lagt tæplega 11,5 milljónir króna inn á bankareikning eiginkonu sinnar og var hún einnig ákærð fyrir peningaþvætti vegna þessa þar sem hún veitti upphæðinni viðtöku á bankareikningi sínum. Undanfarin ár hafa ítrekað komið upp ásakanir á hendur Friðjóni um kennitöluflakk vegna viðskipta hans. Þannig var greint frá því í í DV ágúst 2014 að 12 af 17 hlutafélögum sem Friðjón tengist hafi verið lýst gjaldþrota. Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Buy.is ákærður fyrir að svíkja rúmlega hundrað milljónir undan skatti Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Friðjóni Gunnari Björgvinssyni, fyrrverandi eiganda netverslunarinnar Buy.is, fyrir meiriháttar brot gegn skatta-og bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. 15. nóvember 2016 13:28 Krefur eigendur Eplis um 40 milljónir í skaðabætur Friðjón Björgvin Gunnarsson telur lögbann á innflutning Buy.is á Apple vörum hafa keyrt rekstur Buy.is í þrot. 8. desember 2015 15:01 Buy.is sektuð fyrir að kalla iStore „okurbúllu“ Ummælin sögð „ómálefnaleg og til þess fallin að kasta rýrð á iStore“. 25. október 2013 21:17 Eigendur Buy.is og iPhone.is saka hvor annan um meiðyrði Eigandi Buy.is sakar eiganda iPhone.is um að kalla sig skattsvikara og stunda kennitöluflakk. 8. nóvember 2013 15:27 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Friðrik Björgvin Gunnarsson, framkvæmdastjóri félaganna Gegn einokun og 1949, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum og peningaþvætti. Friðjóni var jafnframt gert að greiða rúmar 307 milljónir króna í ríkissjóð innan fjögurra vikna. Annars bætast tólf mánuðir við fangelsisdóm hans. Þá var eiginkona hans, Harpa Hlynsdóttir, dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Gerðar voru upptækar tæplega fimm milljónir króna við rannsókn málsins, og fjöldi raftækja á borð við fartölvur, leikjatölvur, farsíma og fleira. Skattsvik Friðjóns nema um 100 milljónum króna. Honum var gefið að sök að hafa vantalið virðisaukaskatt vegna einkahlutafélagsins Gegn einokun á árunum 2012 og 2013 en samkvæmt ákæru nam upphæðin 83,5 milljónum króna. Þá var hann sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti vegna einkahlutafélagsins 1949 en sú upphæð nam um 2,5 milljónum króna. Jafnframt var hann sakaður um að hafa ekki talið fram tekjur sem nema rúmlega 41 milljón króna. Með því sveik hann tæplega 16,5 milljónir undan skatti þar sem hann greiddi hvorki tekjuskatt né útsvar. Hjónin voru svo bæði ákærð fyrir peningaþvætti, en Friðjóni var gefið að sök að hafa lagt eða látið leggja rúmlega 21 milljón króna, sem var hluti ávinningsins af skattsvikunum, inn á bankareikning sinn hjá Landsbankanum. Þar átti hann að hafa geymt peninginn þar til hann ráðstafaði honum til þess að greiða kreditkortareikning þeirra hjóna. Að lokum var hann sakaður um að hafa lagt tæplega 11,5 milljónir króna inn á bankareikning eiginkonu sinnar og var hún einnig ákærð fyrir peningaþvætti vegna þessa þar sem hún veitti upphæðinni viðtöku á bankareikningi sínum. Undanfarin ár hafa ítrekað komið upp ásakanir á hendur Friðjóni um kennitöluflakk vegna viðskipta hans. Þannig var greint frá því í í DV ágúst 2014 að 12 af 17 hlutafélögum sem Friðjón tengist hafi verið lýst gjaldþrota.
Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Buy.is ákærður fyrir að svíkja rúmlega hundrað milljónir undan skatti Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Friðjóni Gunnari Björgvinssyni, fyrrverandi eiganda netverslunarinnar Buy.is, fyrir meiriháttar brot gegn skatta-og bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. 15. nóvember 2016 13:28 Krefur eigendur Eplis um 40 milljónir í skaðabætur Friðjón Björgvin Gunnarsson telur lögbann á innflutning Buy.is á Apple vörum hafa keyrt rekstur Buy.is í þrot. 8. desember 2015 15:01 Buy.is sektuð fyrir að kalla iStore „okurbúllu“ Ummælin sögð „ómálefnaleg og til þess fallin að kasta rýrð á iStore“. 25. október 2013 21:17 Eigendur Buy.is og iPhone.is saka hvor annan um meiðyrði Eigandi Buy.is sakar eiganda iPhone.is um að kalla sig skattsvikara og stunda kennitöluflakk. 8. nóvember 2013 15:27 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Fyrrverandi eigandi Buy.is ákærður fyrir að svíkja rúmlega hundrað milljónir undan skatti Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Friðjóni Gunnari Björgvinssyni, fyrrverandi eiganda netverslunarinnar Buy.is, fyrir meiriháttar brot gegn skatta-og bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. 15. nóvember 2016 13:28
Krefur eigendur Eplis um 40 milljónir í skaðabætur Friðjón Björgvin Gunnarsson telur lögbann á innflutning Buy.is á Apple vörum hafa keyrt rekstur Buy.is í þrot. 8. desember 2015 15:01
Buy.is sektuð fyrir að kalla iStore „okurbúllu“ Ummælin sögð „ómálefnaleg og til þess fallin að kasta rýrð á iStore“. 25. október 2013 21:17
Eigendur Buy.is og iPhone.is saka hvor annan um meiðyrði Eigandi Buy.is sakar eiganda iPhone.is um að kalla sig skattsvikara og stunda kennitöluflakk. 8. nóvember 2013 15:27