Búnar að klikka á 103 skotum í síðustu tveimur leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2017 15:15 Tavelyn Tillman. Vísir/Andri Marinó Keflavík er komið í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínum á móti Skallagrími í úrslitakeppni Domino´s deild kvenna í körfubolta eftir tvo flotta sigurleiki í röð. Varnarleikur Keflavíkurliðsins hefur séð um það öðru fremur að koma Keflavíkurkonum aftur í bílstjórasætið í einvíginu eftir tap á heimavelli í fyrsta leik. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkurliðsins, fagnar ávallt góðum varnarstoppi meira en góðri körfu og það fer ekkert á milli mála að þessi áhugi hans og ýtni undir háklassa varnarleik stelpnanna hans er að hafa gríðarlega góð áhrif á varnarleik hans liðs. Skallagrímsliðið „stal“ heimavallarréttinum með sigri í Keflavík í fyrsta leik og fékk í kjölfarið tækifæri til að komast í 2-0 á heimavelli sínum. Reynslulítið lið Keflavíkur var þarna vissulega í hættu á að brotna eins og oft áður hefur gerst í sögu kvennaliðs félagsins. Hið unga lið Keflavíkur lét hinsvegar ekki bugast, sótti fimmtán stiga sigur í Borgarnes og komst síðan yfir í einvíginu með 13 stiga sigri í gærkvöldi. Skallagrímsliðið hefur mjög erfitt uppdráttar á móti Keflavíkurvörninni í þessum tveimur leikjum eins og sést kannski best á skotnýtingu Borgarnesliðsins. Skallagrímskonur klikkuðu á 64 skotum í leiknum í gær eða 1,6 skotum að meðaltali á mínútu og Borgarnesliðið hefur alls klikkað á 103 skotum í síðustu tveimur leikjum. Körfurnar eru aðeins 41, eða jafnmargar og töpuðu boltarnir, sem þýðir að skotnýting Skallagrímsliðsins í undanförnum tveimur leikjum liðsins í úrslitakeppninni er aðeins 28,5 prósent. Tavelyn Tillman er bandarískur atvinnumaður í Skallagrímsliðinu en hún klikkaði á 21 skoti í gær og alls hafa 36 skot farið forgörðum hjá henni í þessum tveimur leikjum. Auk þess hefur hún tapað 14 boltum í leikjunum tveimur og það er því ekki að hjálpa Skallagrímsliðinu að besti leikmaður liðsins sé að kólna á úrslitastundu. Það er vissulega hægt að gagnrýna Keflavíkurstelpurnar fyrir að stíga ekki betur út enda tók Skallagrímsliðið 32 sóknarfráköst í gærkvöldi. Það hjálpaði þó ekki Borgnesingum mikið að fá að taka yfir 30 fleiri skot en mótherjinn því skotnýtingin var aðeins 23 prósent í leiknum. Næsti leikur er í Borgarnesi á mánudaginn kemur. Þar getur Keflavíkurliðið tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu á móti Snæfelli. Skallagrímskonur fá aftur á móti tækifæri til að tryggja sér oddaleik. Dominos-deild kvenna Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira
Keflavík er komið í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínum á móti Skallagrími í úrslitakeppni Domino´s deild kvenna í körfubolta eftir tvo flotta sigurleiki í röð. Varnarleikur Keflavíkurliðsins hefur séð um það öðru fremur að koma Keflavíkurkonum aftur í bílstjórasætið í einvíginu eftir tap á heimavelli í fyrsta leik. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkurliðsins, fagnar ávallt góðum varnarstoppi meira en góðri körfu og það fer ekkert á milli mála að þessi áhugi hans og ýtni undir háklassa varnarleik stelpnanna hans er að hafa gríðarlega góð áhrif á varnarleik hans liðs. Skallagrímsliðið „stal“ heimavallarréttinum með sigri í Keflavík í fyrsta leik og fékk í kjölfarið tækifæri til að komast í 2-0 á heimavelli sínum. Reynslulítið lið Keflavíkur var þarna vissulega í hættu á að brotna eins og oft áður hefur gerst í sögu kvennaliðs félagsins. Hið unga lið Keflavíkur lét hinsvegar ekki bugast, sótti fimmtán stiga sigur í Borgarnes og komst síðan yfir í einvíginu með 13 stiga sigri í gærkvöldi. Skallagrímsliðið hefur mjög erfitt uppdráttar á móti Keflavíkurvörninni í þessum tveimur leikjum eins og sést kannski best á skotnýtingu Borgarnesliðsins. Skallagrímskonur klikkuðu á 64 skotum í leiknum í gær eða 1,6 skotum að meðaltali á mínútu og Borgarnesliðið hefur alls klikkað á 103 skotum í síðustu tveimur leikjum. Körfurnar eru aðeins 41, eða jafnmargar og töpuðu boltarnir, sem þýðir að skotnýting Skallagrímsliðsins í undanförnum tveimur leikjum liðsins í úrslitakeppninni er aðeins 28,5 prósent. Tavelyn Tillman er bandarískur atvinnumaður í Skallagrímsliðinu en hún klikkaði á 21 skoti í gær og alls hafa 36 skot farið forgörðum hjá henni í þessum tveimur leikjum. Auk þess hefur hún tapað 14 boltum í leikjunum tveimur og það er því ekki að hjálpa Skallagrímsliðinu að besti leikmaður liðsins sé að kólna á úrslitastundu. Það er vissulega hægt að gagnrýna Keflavíkurstelpurnar fyrir að stíga ekki betur út enda tók Skallagrímsliðið 32 sóknarfráköst í gærkvöldi. Það hjálpaði þó ekki Borgnesingum mikið að fá að taka yfir 30 fleiri skot en mótherjinn því skotnýtingin var aðeins 23 prósent í leiknum. Næsti leikur er í Borgarnesi á mánudaginn kemur. Þar getur Keflavíkurliðið tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu á móti Snæfelli. Skallagrímskonur fá aftur á móti tækifæri til að tryggja sér oddaleik.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira