Árásin reynir á samband Bandaríkjanna við Rússa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. apríl 2017 06:00 Ein Tomahawk-eldflauganna hefst á loft frá herskipi á Miðjarðarhafi. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði í fyrrinótt árás á herflugvöllinn Shayrat í Sýrlandi. Bandarísk herskip á Miðjarðarhafi skutu 59 Tomahawk-eldflaugum á flugvöllinn með þeim afleiðingum að hann gereyðilagðist. Að minnsta kosti sex létu lífið samkvæmt BBC. Þá greinir BBC frá því að allir hinna látnu og alvarlega særðu hafi verið hermenn. Sýrlenskir ríkismiðlar segja níu hafa látið lífið, þar af fjóra almenna borgara. Ástæða þessara fyrstu beinu hernaðaraðgerða Bandaríkjanna gegn ríkisstjórn Bashars al-Assad Sýrlandsforseta er efnavopnaárás sem gerð var á bæinn Khan Sheikhoun fyrr í vikunni. Talið er að sýrlenskar þotur hafi lagt af stað frá Shayrat-flugvelli og varpað saríngasi á bæinn með þeim afleiðingum að um áttatíu almennir borgarar létu lífið. Þegar Trump ávarpaði þjóð sína, sem og heim allan, eftir árásina sagði hann al-Assad einræðisherra sem hefði „ráðist með hryllilegum hætti á almenna borgara með efnavopnum“. Hefðbundnir bandamenn Bandaríkjanna lýstu stuðningi við árásina. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Bretlands segir meðal annars að hún sé viðeigandi svar við villimannslegri árás.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hann greindi frá árásinni.Nordicphotos/AFPÍ sameiginlegri yfirlýsingu François Hollande, forseta Frakklands, og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, segir: „Al-Assad ber alla ábyrgð á því hvernig málin hafa þróast. Það má ekki sitja hjá og leyfa honum að komast upp með endurteknar efnavopnaárásir og skelfilega glæpi.“ Ljóst er að Rússar eru afar ósáttir við árásina en þeir hafa stutt ríkisstjórn al-Assads og meðal annars fengið að nota Shayrat-flugvöllinn í loftárásaraðgerðum sínum gegn uppreisnarmönnum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússa segir að Bandaríkin hafi ákveðið að ráðast á ríki sem berjist gegn alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum án þess að kynna sér staðreyndir málsins. Rússar, sem og Sýrlendingar, neita því að sýrlenski herinn hafi beitt efnavopnum. „Sjálf viðvera hermanna frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum í Sýrlandi án samþykkis ríkisstjórnarinnar eða öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er augljóst brot á alþjóðalögum. Slíkt er ekki hægt að réttlæta,“ segir í tilkynningunni. „Rússar hafa endurtekið sagst tilbúnir að vinna að því að laga þau vandamál sem steðja að heiminum, einkum baráttunni gegn alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum. Við munum hins vegar aldrei samþykkja einhliða aðgerðir gegn lögmætri ríkisstjórn Sýrlands.“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti tók í sama streng. Í yfirlýsingu lýsti hann aðgerðum Bandaríkjahers sem árás á fullvalda ríki sem bryti gegn alþjóðalögum. Árásin væri mikill skellur fyrir samband Rússa og Bandaríkjamanna og markmið hennar hefði verið að draga athygli frá mannfalli almennra borgara í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak. Rússneska fréttastofan TASS greindi frá því í gær að herfreygátan Grigorovic aðmíráll væri á leiðinni á Miðjarðarhaf. Skipið er vopnað eldflaugum. Á fundi öryggisráðs SÞ í gær sagði Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjanna, að heimurinn biði eftir að Rússar sýndu ábyrgð í Sýrlandi og endurhugsuðu bandalag sitt við al-Assad. „Al-Assad gerði það sem hann gerði af því hann vissi að hann kæmist upp með það. Hann vissi að Rússar stæðu á bak við hann,“ sagði Haley. Fulltrúi Sýrlands, Mounzer Mounzer, sagði árás Bandaríkjahers senda hryðjuverkamönnum röng skilaboð. Nefndi hann ISIS sérstaklega. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði í fyrrinótt árás á herflugvöllinn Shayrat í Sýrlandi. Bandarísk herskip á Miðjarðarhafi skutu 59 Tomahawk-eldflaugum á flugvöllinn með þeim afleiðingum að hann gereyðilagðist. Að minnsta kosti sex létu lífið samkvæmt BBC. Þá greinir BBC frá því að allir hinna látnu og alvarlega særðu hafi verið hermenn. Sýrlenskir ríkismiðlar segja níu hafa látið lífið, þar af fjóra almenna borgara. Ástæða þessara fyrstu beinu hernaðaraðgerða Bandaríkjanna gegn ríkisstjórn Bashars al-Assad Sýrlandsforseta er efnavopnaárás sem gerð var á bæinn Khan Sheikhoun fyrr í vikunni. Talið er að sýrlenskar þotur hafi lagt af stað frá Shayrat-flugvelli og varpað saríngasi á bæinn með þeim afleiðingum að um áttatíu almennir borgarar létu lífið. Þegar Trump ávarpaði þjóð sína, sem og heim allan, eftir árásina sagði hann al-Assad einræðisherra sem hefði „ráðist með hryllilegum hætti á almenna borgara með efnavopnum“. Hefðbundnir bandamenn Bandaríkjanna lýstu stuðningi við árásina. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Bretlands segir meðal annars að hún sé viðeigandi svar við villimannslegri árás.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hann greindi frá árásinni.Nordicphotos/AFPÍ sameiginlegri yfirlýsingu François Hollande, forseta Frakklands, og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, segir: „Al-Assad ber alla ábyrgð á því hvernig málin hafa þróast. Það má ekki sitja hjá og leyfa honum að komast upp með endurteknar efnavopnaárásir og skelfilega glæpi.“ Ljóst er að Rússar eru afar ósáttir við árásina en þeir hafa stutt ríkisstjórn al-Assads og meðal annars fengið að nota Shayrat-flugvöllinn í loftárásaraðgerðum sínum gegn uppreisnarmönnum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússa segir að Bandaríkin hafi ákveðið að ráðast á ríki sem berjist gegn alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum án þess að kynna sér staðreyndir málsins. Rússar, sem og Sýrlendingar, neita því að sýrlenski herinn hafi beitt efnavopnum. „Sjálf viðvera hermanna frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum í Sýrlandi án samþykkis ríkisstjórnarinnar eða öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er augljóst brot á alþjóðalögum. Slíkt er ekki hægt að réttlæta,“ segir í tilkynningunni. „Rússar hafa endurtekið sagst tilbúnir að vinna að því að laga þau vandamál sem steðja að heiminum, einkum baráttunni gegn alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum. Við munum hins vegar aldrei samþykkja einhliða aðgerðir gegn lögmætri ríkisstjórn Sýrlands.“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti tók í sama streng. Í yfirlýsingu lýsti hann aðgerðum Bandaríkjahers sem árás á fullvalda ríki sem bryti gegn alþjóðalögum. Árásin væri mikill skellur fyrir samband Rússa og Bandaríkjamanna og markmið hennar hefði verið að draga athygli frá mannfalli almennra borgara í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak. Rússneska fréttastofan TASS greindi frá því í gær að herfreygátan Grigorovic aðmíráll væri á leiðinni á Miðjarðarhaf. Skipið er vopnað eldflaugum. Á fundi öryggisráðs SÞ í gær sagði Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjanna, að heimurinn biði eftir að Rússar sýndu ábyrgð í Sýrlandi og endurhugsuðu bandalag sitt við al-Assad. „Al-Assad gerði það sem hann gerði af því hann vissi að hann kæmist upp með það. Hann vissi að Rússar stæðu á bak við hann,“ sagði Haley. Fulltrúi Sýrlands, Mounzer Mounzer, sagði árás Bandaríkjahers senda hryðjuverkamönnum röng skilaboð. Nefndi hann ISIS sérstaklega.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira