Ferðamenn halda til á bílastæði í Laugardal Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2017 14:30 Ferðamennirnir virtust hafa gist á bílastæðinu í nótt. Aðsent Lóa Bjarnadóttir rekur Ísbúðina Laugalæk við Laugalæk í Reykjavík. Hún og maður hennar mættu til vinnu í morgun en þá hafði hópur ferðamanna lagt tveimur húsbílum á bílaplani beint fyrir utan inngang búðarinnar. Hún deildi mynd af bílunum í Facebook-hóp íbúa Laugarneshverfis í dag. Í samtali við Vísi segist Lóa fyrst hafa séð bílana um níuleytið. Hún gerir ráð fyrir því að ferðamennirnir hafi gist á bílastæðinu í nótt. „Þeir komu svo úr sundi rétt fyrir ellefu, annar bíllinn var alveg fyrir framan dyrnar. Ég þekki ekki reglurnar en ég hélt að það mætti ekki planta niður tjaldi hvar sem er í borginni og gista þar. Mér ofbýður þetta vegna þess að það er tjaldstæði hérna rétt hjá. Það er engin salernisaðstaða hérna og það er ekki klósett inni í bílnum, hvar ætla þeir að gera þarfir sínar?“ Ferðamennirnir brugðust við bón Lóu og manns hennar og færðu bílinn sem var í vegi fyrir dyrum ísbúðarinnar. Þau bentu mönnunum einnig á tjaldsvæðið í næstu götu. Báðir bílarnir voru þó enn á bílastæðinu þegar Vísir náði tali af Lóu rétt fyrir hádegi í dag. „Þeir sýna ekki á sér fararsnið.“Lóa Bjarnadóttir.AðsentNý bylgja af húsbílumLóa segir að hún taki sífellt oftar eftir ferðamönnum á húsbílum af þessu tagi, svokölluðum camper-bílum, sem notfæri sér bílastæðið við ísbúðina. Hún segist fyrst hafa orðið vör við húsbíla síðasta sumar en nú sé skollin á önnur bylgja. Á svæðinu við bílaplanið er einnig bakarí og fjöldi íbúðarhúsa. „Þetta er alltaf að aukast, við erum opin alla daga vikunnar og tökum eftir því sem gerist. Mér finnst þetta ekki viðeigandi þar sem það er tjaldsvæði hinum megin við hornið.“ Tjaldsvæðið í Laugardal stendur við Sundlaugarveg sem er í göngufæri við ísbúðina en Lóu grunar að ferðamennirnir planti sér fyrir utan hjá henni í sparnaðarskyni.Stefnir í vandamálSamkvæmt lögum um náttúruvernd er ekki heimilt að tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum utan skipulagðra tjaldsvæða án leyfis landeiganda. Þetta gildir einnig um notkun húsbíla og annars sambærilegs búnaðar. Lóa segist hafa áhyggjur af því að þessir húsbílar verði til vandræða, sérstaklega þegar líða tekur á sumarið. „Útgangspunkturinn er að mér finnst hart að þeir séu að gista við hliðina á glæsilegu tjaldstæði, þar sem Íslendingar eru að gista allan ársins hring skilst manni. Auðvitað eru ferðamenn velkomnir að koma hingað og versla – en þetta er skrýtið.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Lóa Bjarnadóttir rekur Ísbúðina Laugalæk við Laugalæk í Reykjavík. Hún og maður hennar mættu til vinnu í morgun en þá hafði hópur ferðamanna lagt tveimur húsbílum á bílaplani beint fyrir utan inngang búðarinnar. Hún deildi mynd af bílunum í Facebook-hóp íbúa Laugarneshverfis í dag. Í samtali við Vísi segist Lóa fyrst hafa séð bílana um níuleytið. Hún gerir ráð fyrir því að ferðamennirnir hafi gist á bílastæðinu í nótt. „Þeir komu svo úr sundi rétt fyrir ellefu, annar bíllinn var alveg fyrir framan dyrnar. Ég þekki ekki reglurnar en ég hélt að það mætti ekki planta niður tjaldi hvar sem er í borginni og gista þar. Mér ofbýður þetta vegna þess að það er tjaldstæði hérna rétt hjá. Það er engin salernisaðstaða hérna og það er ekki klósett inni í bílnum, hvar ætla þeir að gera þarfir sínar?“ Ferðamennirnir brugðust við bón Lóu og manns hennar og færðu bílinn sem var í vegi fyrir dyrum ísbúðarinnar. Þau bentu mönnunum einnig á tjaldsvæðið í næstu götu. Báðir bílarnir voru þó enn á bílastæðinu þegar Vísir náði tali af Lóu rétt fyrir hádegi í dag. „Þeir sýna ekki á sér fararsnið.“Lóa Bjarnadóttir.AðsentNý bylgja af húsbílumLóa segir að hún taki sífellt oftar eftir ferðamönnum á húsbílum af þessu tagi, svokölluðum camper-bílum, sem notfæri sér bílastæðið við ísbúðina. Hún segist fyrst hafa orðið vör við húsbíla síðasta sumar en nú sé skollin á önnur bylgja. Á svæðinu við bílaplanið er einnig bakarí og fjöldi íbúðarhúsa. „Þetta er alltaf að aukast, við erum opin alla daga vikunnar og tökum eftir því sem gerist. Mér finnst þetta ekki viðeigandi þar sem það er tjaldsvæði hinum megin við hornið.“ Tjaldsvæðið í Laugardal stendur við Sundlaugarveg sem er í göngufæri við ísbúðina en Lóu grunar að ferðamennirnir planti sér fyrir utan hjá henni í sparnaðarskyni.Stefnir í vandamálSamkvæmt lögum um náttúruvernd er ekki heimilt að tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum utan skipulagðra tjaldsvæða án leyfis landeiganda. Þetta gildir einnig um notkun húsbíla og annars sambærilegs búnaðar. Lóa segist hafa áhyggjur af því að þessir húsbílar verði til vandræða, sérstaklega þegar líða tekur á sumarið. „Útgangspunkturinn er að mér finnst hart að þeir séu að gista við hliðina á glæsilegu tjaldstæði, þar sem Íslendingar eru að gista allan ársins hring skilst manni. Auðvitað eru ferðamenn velkomnir að koma hingað og versla – en þetta er skrýtið.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira