Óskar Bjarni: Ég hef húmor fyrir þessu Smári Jökull Jónsson skrifar 9. apríl 2017 19:33 Óskar Bjarni Óskarsson hafði húmor fyrir söng sem stuðningsmenn ÍBV sungu í leiknum í dag. vísir/anton Óskar Bjarni Óskarsson annar af þjálfurum Vals sagði sitt lið eiga mikið inni miðað við leikinn í dag en ÍBV vann átta marka sigur og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í leik liðanna á miðvikudag. „Við vorum alltaf að elta, mér fannst við ekki ná takti hvorki varnarlega né sóknarlega. Við vorum ekki að ná hraðaupphlaupum og ekki að ná að brjóta mikið á þeim og stjórna leiknum. Þeir stjórnuðu leiknum og voru bara betri og áttu skilið að vinna þennan leik. Það skemmtilega við úrslitakeppnina er að það er bara 1-0,“ sagði Óskar Bjarni við Vísi eftir leik. „Við þurfum bara að gera miklu betur á öllum vígstöðum. Vörn, hraðaupphlaup, sókn og hlaupa aftur. Til að vinna Eyjamenn þarftu að eiga toppleik. Það vantaði áræðni í þessu og ef við náum því ekki erum við í vandræðum. Við eigum þar inni og við náum því fram.“ Valsmenn voru alltaf að elta í leiknum í dag og það var eins og það hefði vantað meiri ákefð í þeirra lið. Stemningin á pöllunum var frábær og stuðningsmenn Vals mættu til Eyja með Herjólfi. „Alveg frábært að spila hérna, mikil stemmning og alltaf gaman að koma til Eyja. Ég hef oft sagt að þetta sé skemmtilegasti útivöllurinn að koma á. Þó ákveðnir hlutir hafi ekki verið að ganga upp þá vorum við fínir að halda niðri muninum. Svo hentum við þessu frá okkur í lokin og þá var þetta erfitt.“ Það voru töluverð læti eftir leik liðanna í deildarkeppninni í síðustu viku og meðal annars tókust þeir á þjálfararnir, Óskar Bjarni og Arnar Pétursson. Stuðningsmannasveit ÍBV lét Óskar stundum heyra það í dag og söng orðin sem Arnar notaði um kollega sinn í síðasta leik. „Það er allt komið í gott mál. Hann var að verja sinn leikmann og við aðeins að takast á sem við höfum gert síðan við vorum 13-14 ára og orðið rólegir strax á eftir. Helst viljum við ekkert vera að ræða þetta heldur leyfa leikmönnum að eiga sviðið. Strax eftir leikinn um daginn var þetta ekkert vandamál.“ „Eyjamenn voru eitthvað að kalla í dag og blessaður vertu, ég hef húmor fyrir þessu. Þetta er skemmtilegur þjóðflokkur hérna og yndislegt fólk. Við þurfum bara að koma hérna aftur því það er svo hrikalega gaman að vera hérna.“ Valsmenn fara ekki í sumarfrí þó þeir detti úr leik á miðvikudaginn því þeir eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppninni. Er sú keppni eitthvað að trufla leikmenn Vals í úrslitakeppninni? „Hún truflar ekkert hér, hún á ekki að gera það. Við höfum spilað mikið af leikjum sem við höfum grætt á og þetta á ekkert að hafa áhrif. Nú byrjar ný keppni, síðasta umferðin í deildinni var erfið og nú er bara nýtt líf og við þurfum að nýta það,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 29-21 | ÍBV fór illa með Val í Eyjum ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum í dag. 9. apríl 2017 19:45 Athugasemd send til HSÍ: „Fokkaðu þér, Óskar" ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum en leikurinn fór 29-21. 9. apríl 2017 19:30 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson annar af þjálfurum Vals sagði sitt lið eiga mikið inni miðað við leikinn í dag en ÍBV vann átta marka sigur og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í leik liðanna á miðvikudag. „Við vorum alltaf að elta, mér fannst við ekki ná takti hvorki varnarlega né sóknarlega. Við vorum ekki að ná hraðaupphlaupum og ekki að ná að brjóta mikið á þeim og stjórna leiknum. Þeir stjórnuðu leiknum og voru bara betri og áttu skilið að vinna þennan leik. Það skemmtilega við úrslitakeppnina er að það er bara 1-0,“ sagði Óskar Bjarni við Vísi eftir leik. „Við þurfum bara að gera miklu betur á öllum vígstöðum. Vörn, hraðaupphlaup, sókn og hlaupa aftur. Til að vinna Eyjamenn þarftu að eiga toppleik. Það vantaði áræðni í þessu og ef við náum því ekki erum við í vandræðum. Við eigum þar inni og við náum því fram.“ Valsmenn voru alltaf að elta í leiknum í dag og það var eins og það hefði vantað meiri ákefð í þeirra lið. Stemningin á pöllunum var frábær og stuðningsmenn Vals mættu til Eyja með Herjólfi. „Alveg frábært að spila hérna, mikil stemmning og alltaf gaman að koma til Eyja. Ég hef oft sagt að þetta sé skemmtilegasti útivöllurinn að koma á. Þó ákveðnir hlutir hafi ekki verið að ganga upp þá vorum við fínir að halda niðri muninum. Svo hentum við þessu frá okkur í lokin og þá var þetta erfitt.“ Það voru töluverð læti eftir leik liðanna í deildarkeppninni í síðustu viku og meðal annars tókust þeir á þjálfararnir, Óskar Bjarni og Arnar Pétursson. Stuðningsmannasveit ÍBV lét Óskar stundum heyra það í dag og söng orðin sem Arnar notaði um kollega sinn í síðasta leik. „Það er allt komið í gott mál. Hann var að verja sinn leikmann og við aðeins að takast á sem við höfum gert síðan við vorum 13-14 ára og orðið rólegir strax á eftir. Helst viljum við ekkert vera að ræða þetta heldur leyfa leikmönnum að eiga sviðið. Strax eftir leikinn um daginn var þetta ekkert vandamál.“ „Eyjamenn voru eitthvað að kalla í dag og blessaður vertu, ég hef húmor fyrir þessu. Þetta er skemmtilegur þjóðflokkur hérna og yndislegt fólk. Við þurfum bara að koma hérna aftur því það er svo hrikalega gaman að vera hérna.“ Valsmenn fara ekki í sumarfrí þó þeir detti úr leik á miðvikudaginn því þeir eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppninni. Er sú keppni eitthvað að trufla leikmenn Vals í úrslitakeppninni? „Hún truflar ekkert hér, hún á ekki að gera það. Við höfum spilað mikið af leikjum sem við höfum grætt á og þetta á ekkert að hafa áhrif. Nú byrjar ný keppni, síðasta umferðin í deildinni var erfið og nú er bara nýtt líf og við þurfum að nýta það,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 29-21 | ÍBV fór illa með Val í Eyjum ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum í dag. 9. apríl 2017 19:45 Athugasemd send til HSÍ: „Fokkaðu þér, Óskar" ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum en leikurinn fór 29-21. 9. apríl 2017 19:30 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Valur 29-21 | ÍBV fór illa með Val í Eyjum ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum í dag. 9. apríl 2017 19:45
Athugasemd send til HSÍ: „Fokkaðu þér, Óskar" ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum en leikurinn fór 29-21. 9. apríl 2017 19:30