Sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar segir að bandarísk stjórnvöld sækist ekki lengur eftir því að koma Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, frá völdum.
„Forgangsmál okkar er ekki lengur að sitja kyrr og reyna að koma Assad frá. Forgangsmál okkar er að kanna hvernig við getum raunverulega komið hlutum í verk, með hverjum við þurfum að vinna til þess að skipta sköpum fyrir fólkið í Sýrlandi,“ sagði Nikki Haley, sendiherrann við Reuters-fréttastofuna.
Bandarísk stjórnvöld hafa sóst eftir því að Assad léti af völdum frá því að Barack Obama, fyrrverandi forseti, kallaði eftir því strax árið 2011. Assad hefur hins vegar haldið í völdin þrátt fyrir að stjórnarher hans hafi verið sakaður um stríðsglæpi.
„Við getum ekki endilega einbeitt okkur að Assad á sama hátt og fyrri ríkisstjórn gerði,“ segir Haley.
Bandaríkin vilja ekki lengur koma Assad frá

Tengdar fréttir

Fimm milljónir Sýrlendinga á flótta
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hvetur Evrópubúa til að "kjósa ekki um mannúð“ í kosningum í Frakklandi og Þýskalandi nú þegar fjöldi sýrlenska flóttamanna hefur náð fimm milljónum frá því að borgarastríð hófst fyrir sex árum.